Færsluflokkur: Bloggar
23.6.2009 | 13:49
Endilega ekki læra neitt
Flýtum okkur að búa aftur til 2007, það tókst svo vel.
Alls ekki koma með góðar hugmyndir eins og að aðskilja algerlega viðskipta og fjárfestingabankastarfsemi. Ekki dreifa starfseminni þannig að samkeppni geti myndast. Einkavæðum skrímslin aftur með sama rugl regluverkinu og kúlulánahagfræðinni. Er ekki allt staffið klárt?
![]() |
Bankar einkavæddir innan 5 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2009 | 16:45
Undirritun icesave jafngildir yfirlýsingu um þjóðargjaldþrot
Nú staðfestir Tryggvi Þór Herbersson það sem reyndar lá fyrir og ég hef bloggað um áður að vextirnir af icesave séu ekki forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Þetta þýðir að við fáum þá alla í hausinn. Það má fastlega reikna með að þessi pakki fari í 500 milljarða eins og horfurnar eru í heimshagkerfinu. Lágmark.
Til að bæta síðan enn gráu ofan á svart er um fjórðungur af eignum gamla Landsbankans í skuldabréfi sem nýi Landsbankinn borgar af. Þ.e tæpir 300 milljarðar sem þarf að greiða út úr landi í erlendum gjaldeyri þar til viðbótar við allt annað á næstu árum.
Miðað við að innlánskröfur, sem eru alls um 1.330 milljarðar króna og að langstærstum hluta vegna Icesave- innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi, séu forgangskröfur, þýðir þetta að um 83% fást upp í forgangskröfur miðað stöðuna 30. apríl síðastliðinn, segir í frétt mbl.is. Þá segir að heildarvirði eigna Landsbankans 30. apríl 2009 sé metið 816 milljarðar króna en við þá fjárhæð bætist svo 284 milljarða króna greiðsla frá Nýja Landsbankanum (NBI hf.) sem er gagngjald fyrir þær eignir sem fluttar voru yfir til Nýja Landsbankans í byrjun október á síðasta ári. Þessi fjárhæð sé þó háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið.
Þetta er af eyjunni.
Það er vonlaust mál að við ráðum við þetta, það er mín skoðun eins og sést á fyrirsögn færslunnar. Ég vísa á rammagrein í hefti peningamála seðlabankans frá því í maí, þar er gert ráð fyrir tæpum 80 milljörðum vegna icesave, nú sést að það er margföld sú upphæð. Vextir af icesave virðast hærri en gert er ráð fyrir þar, viðskiptahallinn á árinu meiri - í stuttu máli var seðlabankinn varla búinn að senda peningamál frá sér fyrr en þau voru úrelt vegna hraðversnandi stöðu. Sem er n.b enn að versna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2009 | 08:39
Hugsum okkur Sviss
Ég sé á bloggi að t.d Mörður Árnason og fl. hafa eftir langa íhugun komist að þeirri Salómonsniðurstöðu að best sé að skrifa undir icesave samninginn. Út frá margvíslegum forsendum náttúrulega.
Hugsum okkur Sviss;
Að svissneska bankakerfið hryndi alveg til kaldra kola og ríkið setti neyðarlög um leyfarnar til að halda samfélaginu gangandi. Að hlutabréfamarkaðurinn hjá félli um 90% og nærri öll þeirra stærstu fyrirtæki yrðu gjaldþrota. Að þriðjungur svissneskra heimila væri tæknilega eignalaus og 75% allra fyrirtækja í Sviss gjaldþrota til viðbótar við flest sveitarfélög og opinber fyrirtæki. Að gjaldeyrishöftum hefði verið komið upp eftir að svissneski frankinn glataði stöðu sinni sem alþjóðlegur gjaldmiðill og væri einungis nothæfur til heimabrúks eftir að hafa hrunið að verðgildi m.v aðra gjaldmiðla.
Eigendur svissnesku bankanna væru horfnir úr landi til Bretlands og svissarar væru á sinni þriðju ríkisstjórn eftir hrunið. Eftir hróp almennings væri Eva Joly mætt á svæðið til að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri líka mættur á svæðið og úthlutaði þeim skilmálum að skera þyrfti niður fjárlög svissneska ríkisins niður við trog í verstu kreppu síðan 1930 á sama tíma og tekjur þess væru í frjálsu falli. Atvinnuleysið í sviss væri komið í 10% og landflótti brostinn á. Afgangur af viðskiptum við útlönd færi allur í afborganir og vexti af erlendum lánum og nettó útkoman væri stór mínus þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í innflutningi.
Þá mundu nágranna- og vinaþjóðir mæta á svæðið og krefjast þess að þeir skrifuðu upp á risalán fyrir innistæðum útlendinga sem töpuðu peningum í útibúum svissnesku bankanna utan sviss. Lán sem er mun hærra en allar árlegar útflutningstekur svisslendinga. Skilmálar lánsins væru einhliða og vextirnir hreint okur og endurgreiðslan í þeirra heimagjaldmiðlum. Þær neituðu að taka málið fyrir dómstóla en krefðust þess að sviss setti sjálft lög um að það bæri ábyrgð á öllu heila klabbinu! Til að knýja þetta fram beittu þessar nágranna- og vinaþjóðir alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk aðdróttana um viðskiptaþvinganir og útskúfun sviss úr alþjóðasamfélaginu.
Mundi maður áfellast svisslendinga fyrir að hafna samningnum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 22:54
Icesave er einfalt mál
Það er sama hvaða lögfræði, réttlæti eða siðferði fólk aðhyllist. Það getur ekki verið góð lögfræði, gott réttlæti eða nokkuð siðferði fólgið í því að samþykkja samning sem vonlaust er að geta staðið við.
Um það hljóta allir að vera sammála.
Málið versnar síðan enn sé slíkur samningur samþykktur eingöngu til að komast í lánsfé sem litlar líkur eru á að unnt sé að endurgreiða frá vinaþjóðum. Það er að bæta gráu ofan á svart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 23:12
Er Gunnar Birgisson síðasti geirfugl deyjandi stéttar?
Gunnar Birgisson er mikið í umræðunni. Hann er að ýmsan hátt fulltrúi fyrir íslenska höfðingjastétt fyrri tíðar. (varla hægt að tala um stétt samt, fremur einvalda) Eftirminnilegasti fulltrúi hennar á síðari tímum er örugglega Davíð Oddson. Þetta eru sterkir karkaterar, oftast nær ljóngáfaðir, en þó ekki alltaf. Í þrengra samfélagi geta þeir verið nautheimskir orkuboltar - ég nefni engin nöfn samt. Þeir deila og drottna í veldi sínu og undir þeim er fylking hirðmanna sem fylgir þeim allt til grafar og þyggur náttúrulega molana sem falla af borðum höfðingjanna. Sjálfstæðisflokkurinn nánast allur lenti í þessu undir Davíð undir það seinasta.
Ætli ferillinn hjá hjá svona týpum sé ekki oftast svipaður, þeir byrja á því að gera góða hluti. Krafturinn og samþjöppun valdsins gerir þeim kleyft að standa að miklum breytingum og framförum. En þegar á líður verður styrkur þeirra til vandræða. Þeir hætta að taka tillit til skoðana annarra og fara sífellt frjálslegar með vald sitt og enda loks í einhverju erki-klúðri jafnvel þó að þeir hafi allar götur talið sig vera að gera góða hluti og viljað vel.
Trixið fyrir svona menn er að vera uppi á réttum tímum þegar hentar. Winston Churchill virkaði örugglega betur einn og sér en hið fullkomna lýðræði hefði gert í bretlandi á stríðsárunum. Hvernig sem það lítur nú út, en það er önnur saga.
Þegar valdaferlum svona jöfra lýkur tekur lágróðurinn við og það virðist vera sem löng valdaseta höfðingja af þessu tagi sé ekki mjög uppbyggileg fyrir blómlegan lágróður. Í kjölfar þeirra fylgir of valdavakúm og ráðleysi þegar ráðvilltir meðreiðarsveinar þurfa að sortera hlutina upp á nýtt.
Með sífellt auknum kröfum um gagnsæi, aukið lýðræði, og fl. sem fylgir samtímanum veltir maður því fyrir sér hvort að það sé pláss fyrir svona karaktera. Einnig hvort að það taki því að sakna þeirra yfirleitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2009 | 20:02
Getum við stefnt bretum fyrir brot á samkeppnisreglum EU?
Bendi öllum áhugasömum á þessa merkilegu úttekt Bloomberg fréttastofunnar af ástandinu 3. október. Það kemur ýmislegt fram í henni sem sýnir hvað gekk á. Þarna er því lýst þegar bretar hækka innistæðutryggingar hjá sér til að svara því þegar Írar tryggðu allar skuldbindingar síns bankakerfis.
Enn fremur á þetta kver sem gefið er út af ECOFIN þann 7. október. En þar bregst ráherranefnd EU við ástandinu sem var allt komið í flækju. Einkum brot breta og fl. á samkeppnisstöðu banka innan EU svæðisins sem áður höfðu valdið titringi - svo miklum að þetta var sett saman. Þarna má m.a lesa undir því sem þeir kalla GENERAL PRINCIPLES.
Eligibility for a guarantee scheme
(18)
A significant distortion of competition may arise if some market players are excluded
from the benefit of the guarantee. The eligibility criteria of financial institutions for
coverage by such a guarantee must be objective, taking due account of their role in the
relevant banking system and the overall economy, and non-discriminatory so as to
avoid undue distortive effects on neighbouring markets and the internal market as a
whole. In application of the principle of non discrimination on the grounds of
nationality, all institutions incorporated in the Member State concerned, including
subsidiaries, and with significant activities in that Member State should be covered by
the scheme.
Þetta var gefið út 7. okt, svar breta var að setja hryðjuverkalög skömmu síðar á íslensku bankana.
Hér fyrri færsla um þetta mál sem mér finnst að þurfi að skoða mun betur.
![]() |
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 14:45
Hnakkus - af gungum og druslum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 10:34
Aðdáunarvert
Hvað hann Geir getur verið mikið og lengi úti á túni varðandi það sem er að gerast hér.
![]() |
Nýjar ESB-reglur um bankakerfið ganga ekki nógu langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 10:14
Um framtíð evrópusamvinnu
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir skrifar ágæta grein um icesave deiluna á vísi.is og dregur fram fáránleika þess máls sem var svosem nægur fyrir. Það líka athyglisvert að hún kemst að svipaðri niðurstöðu og Dr. Michael Hudson setti fram, hann hefur reyndar sagt flest sem segja þarf um þessi mál og því hefur að sjálfsögðu ekkert mark verið tekið á orðum hans af íslenskum stjórnvöldum.
Herdís segir;
Einn þekktasti lögspekingur 20. aldarinnar, Louis Henkin, sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við. Icesave-samningarnir eru eins og Versalasamningarnir þar sem sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bandaríkin, Bretar og Frakkar sömdu um þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar skyldu borga án þess að Þjóðverjar kæmu að þeim samningum.
Lokaorð hennar eru þessi;
Voldugar evrópskar þjóðir hafa í hendi sér framtíð evrópskrar samvinnu. Ef hún hefst á atlögu gegn fámennri þjóð með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru það váleg tíðindi fyrir framtíð Evrópu.
Þetta er góður punktur.
Í dag eru t.d Lettar sem eru innan evrópusambandsins í meðferð hjá IMF. Þeir taka lán hjá IMF og hjá ESB - með ströngum skilyrðum og í stuttu máli renna þeir peningar til að styrkja bankakerfið (sem er í eigu sænskra banka) og til að fjármagna fjárflótta úr landinu. Ekkert af þessum peningum má nota til að efla atvinnuppbyggingu, heilsugæslu eða aðstoð við fátæka. Skuldirnar standa hinsvegar rækilega eftir á þjóðinni. Í Lettlandi er atvinnuleysið orðið skelfilegt og ríkið hefur ekki undan í niðurskurði til að verða við kröfum IMF, þar er verið að loka sjúkrahúsum á fullri ferð og nokkuð ljóst að innviðir landsins verða rústir einar eftir að "planinu" lýkur. Þar er reyndar allt komið í rúst nú þegar.
Þetta eru sömu hlutir og blasa við hér á Íslandi. Við höfum enn varla fengið forsmekkinn af því sem koma skal. Með lamaðan einkageira, erlent lánstraust á þrotum og botnlausar skuldir veldur niðurskurður hjá ríkinu nánast samsvarndi tekjutapi á móti. Að loka fjárlagagatinu mun kosta blóð svita og tár. Við höfum módelið hjá Lettum og þurfum ekki að horfa lengra.
Þegar stjórnvöld, IMF og krumla evrópuþjóða verður búin að leggja íslenskt samfélag í rúst eins og stefnir í þá verður áhugi þjóðinnar á evrópusamstarfi varla mikill, nema ef vera skyldi á forsendum hins smáða og þjáða þræls sem sækir í skjól húsbænda sinna til að hjara enn um sinn. Sama gildir um Lettland og líklegast fleiri ríki sem eru á sömu leið.
Hvernig ætli viðhorf íslendinga og Letta verði til sambandsins að þessum aðförum loknum, hvernig ætli sjálfsmynd evrópuríkja verði eftir 5 ár þegar þeir líta yfir rústirnar. Ætli að hjalið um mannréttindi og lýðræði og samvinnu fullvalda ríkja verði enn trúverðugt, jafnvel eftir að hafa brotið eigin lög gagnvart Íslandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 21:08
Írland er á framfæri Evrópska seðlabankans - bak við tjöldin.
Það er eitthvað furðulegt í gangi á Írlandi, en þar var gríðarleg þensla á liðnum árum -sambærilegt ástand og var hér -, eins og íslensku bankarnir fjármögnuðu þeir írsku sig með útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum. Þegar veislunni lauk og sá markaður þornaði upp í fjármálakreppunni voru þeir komnir í vonda stöðu og þurftu að snúa sér til írska seðlabankans eftir aðstoð, sem aftur hefur bakhjarl í þeim evrópska (ECB). En sagan endar ekki þar og hér kemur áhugaverði kaflinn.
Írskir bankar eru að kaupa ríkisskuldabréf sem evrópski seðlabankinn tekur gild sem veð og lánar þeim í staðinn ferskar og nýprentaðar evrur. Þannig er írska ríkið að fjármagna fjárlagahalla sinn í boði evrópska seðlabankans og notar bankakerfið sem millilið. Þetta er líklega brot á einni helgustu reglu Maastricht sáttmálans sem segir að ríkisstjórnir megi aldrei fjármagna sig frá seðlabanka.
Um þetta má lesa í þessum pistli David McWilliams.
Lenihans life-support machine
Athugasemdirnar við greinina eru ekki síður fróðlegar og virðast lesendur nokkuð klárir á því að Írland væri löngu "hrunið" ef evrópski seðlabankinn hefði ekki dælt í þá fé m.a með þessum hætti.
Hér er ein athyglisverð þar sem kemur fram að írskir bankar skuldi evrópska seðlabankanum andvirði einnar þjóðarframleiðslu írlands.
Johnny Dunne
| 25 May 2009 1:00 am
From this analysis it looks like Banks owed the ECB circa 40 billion in September 2008. Since the blanket guarantee on all liabilities of the banks (deposits and bank bonds/loans from other financial institutions), could these banks have redeemed bonds and replaced 100 million of their 400 million liabilities with funding from the ECB, a lender with a lot more leverage than some high risk fund ?
Assume this analysis is for the 6 covered banks then they could have switched already about ¼ of the risky debt (used to fund boom valued properties) of the banks to now nearly 100% GDP outstanding to the ECB! All of this has to be paid back in future with interest.
Af umræðunni má ráða örvæntingu ekki ósvipaða því sem lesa má á íslenskum bloggsíðum þar sem spegúlantar af ýmsu tagi reyna að sjá fyrir sér hvernig hrollvekjan endar. Rétt eins og hér ræða þeir líka um elítu og gruna stjórnmálamenn, bankamenn og byggingafélög um græsku.
Af þessu má líka ráða að það var ekki evran sem slík sem heldur írum enn á floti, heldur inngrip evrópska seðlabankans. Þetta mun ganga þar til hinn venjulegi Þýski sparifjáreigandi kemst að því að írskum óreiðumönnum er haldið á floti af prentvél evrópska seðlabankans. Gerist það er ballið líklega búið og evrusvæðið í vissu uppnámi. Spurningin er hvort að sambærilegar aðferðir eru notaðar víðar en bara á Írlandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar