Um framtíð evrópusamvinnu

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir skrifar ágæta grein um icesave deiluna á vísi.is og dregur fram fáránleika þess máls sem var svosem nægur fyrir. Það líka athyglisvert að hún kemst að svipaðri niðurstöðu og Dr. Michael Hudson setti fram, hann hefur reyndar sagt flest sem segja þarf um þessi mál og því hefur að sjálfsögðu ekkert mark verið tekið á orðum hans af íslenskum stjórnvöldum.

Herdís segir;

Einn þekktasti lögspekingur 20. aldarinnar, Louis Henkin, sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við. Icesave-samningarnir eru eins og Versalasamningarnir þar sem sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bandaríkin, Bretar og Frakkar sömdu um þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar skyldu borga án þess að Þjóðverjar kæmu að þeim samningum.

Lokaorð hennar eru þessi;

Voldugar evrópskar þjóðir hafa í hendi sér framtíð evrópskrar samvinnu. Ef hún hefst á atlögu gegn fámennri þjóð með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru það váleg tíðindi fyrir framtíð Evrópu.

Þetta er góður punktur.

Í dag eru t.d Lettar sem eru innan evrópusambandsins í meðferð hjá IMF. Þeir taka lán hjá IMF og hjá ESB - með ströngum skilyrðum og í stuttu máli renna þeir peningar til að styrkja bankakerfið (sem er í eigu sænskra banka) og til að fjármagna fjárflótta úr landinu. Ekkert af þessum peningum má nota til að efla atvinnuppbyggingu, heilsugæslu eða aðstoð við fátæka. Skuldirnar standa hinsvegar rækilega eftir á þjóðinni. Í Lettlandi er atvinnuleysið orðið skelfilegt og ríkið hefur ekki undan í niðurskurði til að verða við kröfum IMF, þar er verið að loka sjúkrahúsum á fullri ferð og nokkuð ljóst að innviðir landsins verða rústir einar eftir að "planinu" lýkur. Þar er reyndar allt komið í rúst nú þegar.

Þetta eru sömu hlutir og blasa við hér á Íslandi. Við höfum enn varla fengið forsmekkinn af því sem koma skal. Með lamaðan einkageira, erlent lánstraust á þrotum og botnlausar skuldir veldur niðurskurður hjá ríkinu nánast samsvarndi tekjutapi á móti. Að loka fjárlagagatinu mun kosta blóð svita og tár. Við höfum módelið hjá Lettum og þurfum ekki að horfa lengra.

Þegar stjórnvöld, IMF og krumla evrópuþjóða verður búin að leggja íslenskt samfélag í rúst eins og stefnir í þá verður áhugi þjóðinnar á evrópusamstarfi varla mikill, nema ef vera skyldi á forsendum hins smáða og þjáða þræls sem sækir í skjól húsbænda sinna til að hjara enn um sinn. Sama gildir um Lettland og líklegast fleiri ríki sem eru á sömu leið.

Hvernig ætli viðhorf íslendinga og Letta verði til sambandsins að þessum aðförum loknum, hvernig ætli sjálfsmynd evrópuríkja verði eftir 5 ár þegar þeir líta yfir rústirnar. Ætli að hjalið um mannréttindi og lýðræði og samvinnu fullvalda ríkja verði enn trúverðugt, jafnvel eftir að hafa brotið eigin lög gagnvart Íslandi?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 38907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband