Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2009 | 19:07
Tekst bretum að afstýra kreppu hjá sér?
David McWillimas veltir því fyrir sér í skondinni grein.
Borrowing is only going to dig us into deeper hole
Im writing this from the Starbucks at the worlds largest shopping centre; the place is vast. Westfield in Shepherds Bush, west London, opened last October. [...]
[....]How, when Britain is on the verge of being downgraded by the rating agencies, can this place be so packed? Now granted, today is a bank holiday Monday, but the shopping centre is jammed, despite the heatwave.
The reason it is full is that the Brits are doing everything in their power to stave off the recession and prevent it turning into a depression.
Forget all the stuff about green shoots; what is in the balance here is the difference between a recession and a depression and the British authorities know it. They are printing money when possible and borrowing to keep the show on the road.
Sterling has been allowed to collapse and there is no sense that they are worried about it falling further. In short, they are trying to borrow their way out of a recession that was caused by too much borrowing in the first place. The 0pc sofa finance deals in Habitat are the thin edge of the wedge, emblematic of a society, like our own, that has run up a financial cul de sac. We think that by borrowing and spending more peoples money now, we will get out of this hole and then escape the ramifications of a 10-year binge.
The whole of the English-speaking world is at the same game. If we get away with it, we will simply transfer the weight of our debts on to the next generation.
But the real test is in the government bond markets. Are they prepared to accept our IOUs yet again? Hardly, which is why a crash in the global bond market in the months ahead is probably going to mark the next phase in the first Great Recession of the 21st century.
Whatever happens, we are in an intellectual conundrum because the whole point of our economies cant surely be more of the same, more debts and more stuff made in China ending up mothballing in the wardrobes of the West.
---------------
Nú er það spurningin hvort að bretum tekst að viðhalda ballinu og halda áfram að versla, eða hvort að allt fer á verri veg - þar með eignir Landsbankans í bretlandi sem eru víst að verulegum hluta lán til kaupa á verslanakeðjum. Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd breta, það sem heldur þeim gangandi núna er prentvélin í Englandsbanka. David hinn írski veit nokkuð um hvað málið snýst og hefur gert um árabil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 14:39
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu?
Það veit enginn hvers virði þessar eignir eru. Sama fólk og missti af öllum fyrirboðum kreppunnar getur ekki vitað mikið um framtíðina og þar með eignasafn Landsbankans. Eina verðmatið sem hægt er að taka mark á er söluandvirði þess í dag.
Við vitum heldur ekki hvort að íslensku neyðarlögin halda.
Vextirnir af icesave eru aftar í kröfuröðinni í eignir Landsbankans og líklegast verðum við að borga þá alla sjálf. Jafnvel þó að eignirnar samsvari bjartsýnasta mati á framtíðarverðgildi þeirra.
Erlend risalán sem stendur til að taka verða notuð til að aflétta gjaldeyrishöftunum og niðurgreiða fjárflótta út úr landinu sem er óumflýjanlegur. Það er borðleggjandi að megnið af þessum fjármunum munu glatast við það ævintýri IMF eins og fordæmi eru fyrir. Eftir standa skuldirnar og þetta mun ganga endanlega frá gjaldþoli ríkisins gagnvart útlöndum sem er ekki beysið fyrir.
Með fullri virðingu og aðdáun fyrir persónu Jóhönnu Sigurðardóttur þá veit hún nákvæmlega ekkert um gjaldþol ríkisins. Prófessor Aliber sagði að fólk valið af handahófi úr símaskrá hefði ekki geta staðið sig verr við stjórn landsins - það hefur lítið breyst sýnist mér. IMF er enn vopnaður sömu delluhagfræði og hann hefur notað með vondum árangri síðustu áratugi.
Aumingja Jóhanna að standa í þessu.
![]() |
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 20:10
Fáum þennan í IceSave samningana
![]() |
Eyðilagði íbúðarhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2009 | 19:40
Verða þingmenn að fara til RÚV til að sjá icesave samninginn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 20:23
Kaupþing hefur ekki afskrifað lánin til hlutabréfakaupanna
Kannski vegna þess að ella hefðu lánþegarnir verið rukkaðir um milljarða í skatta?
Frestur er á illu bestur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 18:05
Óskiljanlegt plan IMF
Bankakerfið er orðið fullt af krónuinnlánum, vel á annað þúsund milljarðar þar. Höfuðstóll Jöklabréfa og hluti vaxtanna eru enn innan gjaldeyrishaftana í ýmiskonar pappír. Okurvextir og verðtrygging stuðlar líklega enn að því að auka þetta peningamagn og þar með þann hluta sem vill sleppa út fyrir landsteinana. (og skuldir landsmanna að sama skapi)
Gjaldeyrisvarasjóðurinn sem taka á að láni hjá nágrannaþjóðunum hlýtur að fara í að niðurgreiða gjaldeyri fyrir þetta fjármagn þegar það flýr landið með léttingu gjaldeyrishaftana. Það staðfestir Franek með orðum þeim sem höfð eru eftir honum í fréttinni. Hann er því ekki sammála þeirri furðulegu túlkun stjórnvalda að gjaldeyrisvarasjóðurinn verði aldrei notaður. Auðvitað verður hann notaður, menn gera sér bara vonir um að hann endurheimtist eftir að útflæðið hættir - þegar fjármagnið fer að koma aftur inn í landið. Það gæti nú aldeilis orðið bið á því eins og málum er komið.
Traustið innanlands er ansi lítið, traustið á ríkisbönkunum alveg við frostmark. Fjöldi manns mun flýja með sína peninga í burtu bjóðist niðurgreiddur gjaldeyrir, til viðbótar við fyrrverandi Jöklabréfapeningana. Jafnvel á gengi dagsins í dag.
Eftir munu skattgreiðendur sitja með sárt ennið, engu bættari með enn auknar erlendar skuldir á herðunum eftir ævintýrið. Það á sem sagt að redda heimatilbúinni og viðvarandi offramleiðslu á krónum með erlendum lántökum. Þetta bítur allt í skottið á sjálfu sér.
Til að komast í þessa frábæru lausn stendur til að samþykkja icesave með hraði - enn meiri erlendar skuldir þar.
(viðbót)
Væri ekki nær að reyna að koma einhverju af þessu peningaflóði inn í fyrirtæki landsins með einhverjum hætti - búa til fjárfestingafélög eða einhver tæki þannig að hægt væri að fjárfesta í atvinnulífinu í stað þess að lagera það gjaldþrota inni í bönkunum á spena ríkisins!?
![]() |
Stýra þarf skipinu af varfærni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 14:39
Hversu neðarlega verður komist?
Fulltrúar þeirra sem eiga að borga brúsann verða að sækja um leyfi til að fá að sjá samninginn sem þeir skulu samþykkja undir hótunum.
Hvar í hinni mildilegu og vinsamlegu evrópsku goggunnarröð eru íslenskir skattgreiðendur í þessu máli?
![]() |
Enn leynd yfir Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 02:10
Jörð kallar; ísland!?
Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans virðist hafa stofnað einka lífeyrissjóð sem hafði þá fjárfestingarstefnu að lána eigandanum peninga sem hvergi voru til með veði í einum og hálfum húskofa. Líklegast langt upp fyrir brunabótamatið. Ekki er ljóst hvort að bankastjórann vantaði aur eða hvort að hann var að tryggja fyrsta veðrétt á kofanum gegn ágangi annarra kröfuhafa síðar. Innri endurskoðun Landsbankans uppgötvaði málið við "reglubundna endurskoðun" eftir að bloggarar og fjölmiðlar upplýstu það. Þar áður hafði lögfræðisvið bankans fyrir löngu samþykkt það samkvæmt lögmanni bankastjórans. Innri endurskoðun virðist ekki hafa vitað af því áliti lögfræðisviðs. Lögmaður bankastjórans bar því við að villa hafi slæðst inn í þinglýst skjal og verið leiðrétt, svo undarlegt sem það er slæddist sama villa í annað skjal sömu tegundar sem lögmaðurinn hafði unnið fyrir bankastjórann. Niðurstaða málsins var drottningarviðtal við lögmann bankastjórans sem útskýrði að það væri upphlaup nafnlausra netskrifara.
Að sögn Gylfa Magnússonar ráðherra er ekki unnt að rifta niðurfellingu lánasamninga sem yfirstétt Kaupþings banka gerði við sjálfa sig kringum sín hlutabréfakaup - heimildir Gylfa er lögfræðisvið Nýja Kaupþings sem er líklegast skipað sama fólki? Góðu fréttirnar eru þær að ríkissaksóknari sem er að eigin sögn vanhæfur - og vill ráða Evu Joly sem gjaldkera á plani til að afla fjár fyrir embættið - hefur fundið málið eftir að hafa týnt því í hartnær misseri.
Sannleiksnefndin svokallaða leikur víst á reiðiskjálfi af því að eini virkilega trúverðugi meðlimur hennar sagði eitthvað sem var of satt til að vera gott. Það gefur auga leið að á íslenskan mælikvarða er slíkt óþolandi.
Í þinginu er tekist á um ríkisábyrgð á samningi sem enginn fær að lesa. Upphæð samningsins hljómar upp á árlegar gjaldeyristekjur landsins og vel rúmlega það. Á móti koma óseljanlegar eignir sem enginn fræðilegur möguleiki er að verðleggja fram í tímann. Þessum skuldaklafa á að bæta á þjóðina til viðbótar við þá fyrri sem eru þegar við ystu mörk - gagngert til þess að geta tekið enn meiri lán. Að sögn til að redda ástandinu sem er í hnotskurn of miklar skuldir. Svo erfið er staðan að RÚV leitaði álits Halldórs Ásgrímssonar sem hafði ekki frétt af icesave málinu og vissi ekkert um það fremur en annað.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs siglir nú við mikinn byr út úr siðferðislegu þrotabúi sínu á lögfræðilegum forsendum, ekki fæst uppgefið hver borgaði lögfræðiálitið sem Gunnar bað um, vegna trúnaðar.
Hroðaleg skuldastaða heimilanna sem heilög Jóhanna taldi þokkalega eftir úttekt seðlabankans - enda einungis um fáeina tugi þúsunda að ræða sem eru gjaldþrota - versnaði líklega til muna þegar seðlabankinn uppgötvaði að gleymst hafði að meta áhrif frystingar lána inn í afborganir. Frystingu sem er einungis tímabundin.
Heiða B. Heiðarsdóttir var handtekin vafningalaust ásamt fleirum fyrir að setjast á götu í miðbæ Reykjavíkur og mótmæla IceSave viðbjóðnum. Brot gegn valdstjórninni eru ekki liðin á Íslandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2009 | 18:42
Furðulegt mál IceSave
Öll framvinda þessa máls er svo undarleg að mann er farið að gruna að hér sé einhverskonar leikatriði á ferðinni.
Er það mögulegt að að bresk stjórnvöld hafi krafist þess að þessi samningur yrði gerður -
1) Til að velta ekki upp neinum vafa um að innistæðutryggingakerfi EU svæðisins sé ríkistryggt til að forða frekari bankaáhlaupum sem gætu lagt það í rúst (enn frekar).
2) Til að forða sér frá lögsóknum gagnvart brotum á samkeppnisreglum EU vegna ríkisinngripa í bankakerfið þar á meðal innistæðutrygginga.
3) Til að halda pólitísku andliti sínu heimafyrir
Þessi mikli þrýstingur allra evrópuþjóðanna snýst um evrópska bankakerfið sem er enn að verulegum hluta farlama; margir bankar gjaldþrota í raun með allskonar töpuð útlán og afleiðusamninga í bókum sínum. Minnsti titringur getur sett af stað ný bankaáhlaup með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Smáa letrið í IceSave samningnum er e.t.v svo há-leynilegt af því að þar eru ákvæði um einhver þau kjör sem dugðu til að Svavar kom glottandi heim og að Steingrímur ver samninginn með kjafti og klóm. Kannski ákvæði um að hann verði uppfærður til samræmis við ný lög um innistæðutryggingasjóði EU þegar þau verða tilbúin og/eða að eitthvað lítið þurfi að borga í raun og veru.
Hvað á maður eiginlega að halda?
![]() |
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2009 | 07:53
Þó nú væri
Fulltrúar vinaþjóða okkar hafa vafalítið áttað sig á því fyrir löngu - sem nú er að renna upp fyrir íslensku þjóðinni - að hér voru fæstir hlutir í lagi.
Hér sitjum við örfár hræður á risavöxnum náttúruauðlindum og höfum stýrt okkar málum á þann hátt að hópur valinn af handahófi úr símaskránni hefði ekki staðið sig verr - að mati bandarísks sérfræðings. Verstu rugl- og gervikenningar hagfræðinnar sem kenna má við visa-rað og kúlulánasérfræði hafa heltekið íslendinga sem hafa fyrir bragðið trúað á að ósýnileg hönd markaðarins bjargaði þeim örugglega fyrir næsta horn frá sívaxandi skuldahrollvekju innanlands sem utan. Alltaf og að eilífu.
Kerfisbundin veruleikahönnun auglýsinga- og almannatengsla hrærði gamla kunningjasamfélaginu inn í eitt allsherjar sveitaball græðgis- og draslvæðingar þar sem siðferðislegum, menningarlegum og efnahagslegum gildum var kastað á eldinn á meðan fjölmiðlar horfðu út um gluggana í stað þess að líta dansgólfið gagnrýnum augum. Í boði hins nýja eða gamla auðvalds.
Það eru hvorki góðir mannasiðir eða diplómasía að útskýra þetta fyrir gestgjöfum sínum á ráðherrafundi og mun kurteislegra að lofa stuðningi við hugmyndir þeirra um aðild að ESB sem er þó hvorki lausn á nokkrum hlut í bráð né lengd.
Vinir okkar á norðurlöndum kunna sína mannasiði.
![]() |
Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar