Jörð kallar; ísland!?

Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans virðist hafa stofnað einka lífeyrissjóð sem hafði þá fjárfestingarstefnu að lána eigandanum peninga sem hvergi voru til með veði í einum og hálfum húskofa. Líklegast langt upp fyrir brunabótamatið. Ekki er ljóst hvort að bankastjórann vantaði aur eða hvort að hann var að tryggja fyrsta veðrétt á kofanum gegn ágangi annarra kröfuhafa síðar. Innri endurskoðun Landsbankans uppgötvaði málið við "reglubundna endurskoðun" eftir að bloggarar og fjölmiðlar upplýstu það. Þar áður hafði lögfræðisvið bankans fyrir löngu samþykkt það samkvæmt lögmanni bankastjórans. Innri endurskoðun virðist ekki hafa vitað af því áliti lögfræðisviðs. Lögmaður bankastjórans bar því við að villa hafi slæðst inn í þinglýst skjal og verið leiðrétt, svo undarlegt sem það er slæddist sama villa í annað skjal sömu tegundar sem lögmaðurinn hafði unnið fyrir bankastjórann. Niðurstaða málsins var drottningarviðtal við lögmann bankastjórans sem útskýrði að það væri upphlaup nafnlausra netskrifara.

Að sögn Gylfa Magnússonar ráðherra er ekki unnt að rifta niðurfellingu lánasamninga sem yfirstétt Kaupþings banka gerði við sjálfa sig kringum sín hlutabréfakaup - heimildir Gylfa er lögfræðisvið Nýja Kaupþings sem er líklegast skipað sama fólki? Góðu fréttirnar eru þær að ríkissaksóknari sem er að eigin sögn vanhæfur - og vill ráða Evu Joly sem gjaldkera á plani til að afla fjár fyrir embættið - hefur fundið málið eftir að hafa týnt því í hartnær misseri.

Sannleiksnefndin svokallaða leikur víst á reiðiskjálfi af því að eini virkilega trúverðugi meðlimur hennar sagði eitthvað sem var of satt til að vera gott. Það gefur auga leið að á íslenskan mælikvarða er slíkt óþolandi.

Í þinginu er tekist á um ríkisábyrgð á samningi sem enginn fær að lesa. Upphæð samningsins hljómar upp á árlegar gjaldeyristekjur landsins og vel rúmlega það. Á móti koma óseljanlegar eignir sem enginn fræðilegur möguleiki er að verðleggja fram í tímann. Þessum skuldaklafa á að bæta á þjóðina til viðbótar við þá fyrri sem eru þegar við ystu mörk - gagngert til þess að geta tekið enn meiri lán. Að sögn til að redda ástandinu sem er í hnotskurn of miklar skuldir. Svo erfið er staðan að RÚV leitaði álits Halldórs Ásgrímssonar sem hafði ekki frétt af icesave málinu og vissi ekkert um það fremur en annað.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs siglir nú við mikinn byr út úr siðferðislegu þrotabúi sínu á lögfræðilegum forsendum, ekki fæst uppgefið hver borgaði lögfræðiálitið sem Gunnar bað um, vegna trúnaðar.

Hroðaleg skuldastaða heimilanna sem heilög Jóhanna taldi þokkalega eftir úttekt seðlabankans - enda einungis um fáeina tugi þúsunda að ræða sem eru gjaldþrota - versnaði líklega til muna þegar seðlabankinn uppgötvaði að gleymst hafði að meta áhrif frystingar lána inn í afborganir. Frystingu sem er einungis tímabundin.

Heiða B. Heiðarsdóttir var handtekin vafningalaust ásamt fleirum fyrir að setjast á götu í miðbæ Reykjavíkur og mótmæla IceSave viðbjóðnum. Brot gegn valdstjórninni eru ekki liðin á Íslandi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir svona samantekt. Þetta er nöturlegt. Svo týnast "smámál" eins og þau að trausti rúinn ráðuneytisstjóri snýr aftur til starfa - sem ráðuneytisstjóri.

Haraldur Hansson, 16.6.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Sammála að mestu og tek því undir og segi Amen.

Karl Gauti Hjaltason, 16.6.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Frábær samantekt Ólafur.

Ef einhverntíman verður gerð kvikmynd um þetta tímabil og ástand á Íslandi, þá verðum við að fá David Lynch til að leikstýra henni.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.6.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Takk fyrir hólið.

David Lynch eða Woody Allen?

Ólafur Eiríksson, 16.6.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 38842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband