Fagfjárfestar - nei!

Þeir sem kaupa eða selja fjármálagjörninga á 20-faldri vogun (5% eigið fé) verðskulda ekki að vera kallaðir fagfjárfestar. Það er nauðgun á tungumálinu og móðgun við skynsemi að gera það. Ástæðan fyrir því að er sú að orðið fag lýsir illa þessari iðju enda afar sjaldgæft að þeir sem þetta stunda haldi fjárhagslegri heilsu til langframa. Í orðinu fjárfestir er sögnin að festa fé. Nefnilega sitt eigið fé, en ekki annarra. 

Betra orð yfir þá sem þetta stunda er braskari og vilji menn hengja við nánari skýringu af klínískum toga þá gæti orðið áhættufíkill virkað. Allt eftir smekk að sjálfsögðu.

Sagt er að flestar bankastofnanir bjóði upp á þessa "þjónustu" og sviptingar á skuldabréfamarkaði hafi orðið vegna veðkalla. Það kemur nú aldeilis á óvart þegar vogunin er 20-föld! Annað sem kemur á óvart er að enn skuli finnast óflegnir sauðir í íslensku fjármálaeyðimörkinni með eignasafn upp á 100 milljónir sem enn eru nægilega vitlausir til að mæta til þessarar haustfláningar bankanna. Það sem kemur hinsvegar ekki á óvart er að siðlaust og gjaldþrota bankastóð Íslands hefur ekkert lært. Braskið heldur áfram.

Ég ætla að giska á að hugmyndin sé að fá hreyfingu á "markaðinn" með þessum afurðum til að hann verði vakur og lifandi og skili "eðlilegri" verðmyndun. Nú sviptingarnar sem lýst er í fréttinni benda til að það hafi tekist svona ljómandi vel - er það ekki? 

 

 

 


mbl.is Mikil skuldsetning á skuldabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 38853

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband