Stjórnmálafræðingur eða stjórnmálamaður!?

Ég sé að mbl.is lætur þess getið að Stefanía er stjórnmálafræðingur. Lesendum gæti því dottið í hug að hér sé á ferðinni hlutlaust álit fræðimanns í stjórnmálum. Og e.t.v. er það einmitt þannig.

En það er til kona sem heitir Stefanía Óskarsdóttir sem var formaður félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, gaf kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokkins og hefur einnig setið á Alþingi sem varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sú Stefanía er reyndar líka stjórnmálafræðingur, nánar tiltekið "doktor í stjórnmálafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum". Ég velti því fyrir mér hvernig hlutlaus fjölmiðill mundi kynna hana til leiks sem álitsgjafa um íslensk stjórnmál. Stjórnmálafræðingur eða stjórnmálamaður?

 


mbl.is Þægileg lausn fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað finnst þér þá um alla Samfylkingarstjórnmálafræðiprófessorana sem RÚV hefur notað óspart gegnum árin og kynnt sem fræðinga úr háskólanum? 

Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:35

2 identicon

Hún er fullkomlega vanhæf og skólanum til skammar.

Sverrir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Jón.

Ég hef hvorki tíma né áhuga á því að mynda mér skoðun á öllum "Samfylkingarstjórnmálafræðiprófessorunum" sem þú vísar til. Ég man þó eftir nokkrum háskólamönnum sem oft eru dregnir á fjalirnar í búningi "fræðimanna" hjá RÚV sem þessi lýsing gæti passað við að einhverju marki. Víst eru þeir fræðimenn samkvæmt "hierarchy" menntakerfisins en pólitískir eru þeir líka.

En það snertir á engan hátt þessa vangaveltu mína um það hvernig hlutlausir fjölmiðlar mundu kynna Stefaníu Óskarsdóttur sem álitsgjafa. Reyndar eru hlutlausir fjölmiðlar sennilega hvergi til og örugglega ekki á Íslandi.

Ólafur Eiríksson, 28.9.2010 kl. 20:57

4 identicon

Sæll Ólafur, rétt er það, en þó ber einum fjölmiðli á Íslandi að vera hlutlaus skv. þeim lögum sem hann starfar. Og það er ámælisvert hvernig sá fjölmiðill velur sér viðmælendur og kynnir sem fræðimenn. Mbl hefur enga slíka skyldu.

Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það er reynda skemmtileg vangavelta Jón, hvort MBL hefur einhverjar skyldur og þá við hverja. Ef við lítum á blaðið sem hreint og beint fyrirtæki þá ættu skyldur þess s.k.v. kapítalískum sjónarmiðum eingöngu að vera við eigendurna.

En þá vaknar um leið spurningin - er MBL dæmigert fyrirtæki í þessum skilningi þar sem hluthafar hætta einfaldlega sínu fé í útgáfunni? 

Ég man þetta ekki nákvæmlega en var það ekki þannig að MBL fór á hausinn og það voru afskrifaðar feikilegar skuldir í Landsbankanum og einhver kaupendahópur tók síðan við keflinu. Hvernig tapreksturinn er fjármagnaður þessa dagana er óljóst en mig rámar í hugleiðingar: eitthvað á þá leið að blaðið safnaði hratt skuldum í hinum endurreista Landsbanka. 

Hver á hann aftur?

Ólafur Eiríksson, 28.9.2010 kl. 21:25

6 identicon

Þetta er ekki allveg rétt munað, ólíkt 365 miðlum vorum tekin tilboð í MBL, hæsta tilboðið áttu aðillar sem höfðu ekki komið nálægt því að setja fyrirtækið á hausinn. Í tilfelli 365 miðla hins vegar var skipt um kennitölu og eigandi skyldi skuldirnar eftir hjá ríkisbankanum en hirti eignirnar og hefur nú hafið nýja skuldasöfnun hjá ríkisbankanum. En þú svarar mér ekki með RÚV.

Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:30

7 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Jón.

Ég sá ekki ástæðu til að svara þér með RÚV enda sýnist mér enginn ágreiningur okkar í milli um það. Þar á bæ mættu menn taka sig á í að gæta hlutleysis. Ég tel samt að RÚV sé hreint ekki alls varnað í þessum efnum. MBL og Fréttablaðið eru aftur bæði ofan í dýpstu skotgröfum. Víglínan þar snýst að miklu um ESB málið og svo fylgni við heppileg pólitísk öfl. 

Það er rétt já að hæstbjóðendur keyptu MBL. Þ.e enginn treysti sér til að borga jafn mikið fyrir blaðið og umræddur kaupendahópur sem er í afar nánum tengslum við sjálfstæðisflokkinn.

Ég tek samt eftir því að þú virðist hvorki draga í efa taprekstur MBL, né heldur þessar kjaftasögur sem ég hef heyrt um að Landsbankinn fjármagni útgáfuna?

Ólafur Eiríksson, 28.9.2010 kl. 21:44

8 identicon

Ég hef ekki heyrt þessar kjaftasögur en ég held að það heyri til undantekkninga að fjölmiðlar á Íslandi séu reknir með hagnaði. Ætli við séum ekki í megin atriðum sammála.

Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 38830

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband