18.9.2010 | 11:17
Elizabeth Warren er rétt kona á réttum stað
Þegar ísland brann í glórulausu góðæri þá leitaði ég víða að skýringum og hliðstæðum til að skilja hvað var að gerast hér enda mest fátæklegar og fádæma vitlausar skýringar í boði á íslenska málsvæðinu. Í þeirri leit rakst ég á kvikmyndina Maxed Out (2006) þar sem Elizabeth Warren lýsir af mikilli þekkingu - og jafnvel af ástríðu - því sem kallast á enskunni: predatory lending. Þar fer hún yfir þær aðferðir sem stundaðar voru við svokallaða undirmáls- lánastarfsemi í bandaríkjunum. Hennar þáttur í myndinni gleymist seint.
Hún hélt sínu striki og hér má sjá fyrirlestur hennar - þar sem hún lýsir útrýmingu bandarískrar millistéttar.
The Coming Collapse of the Middle Class
Distinguished law scholar Elizabeth Warren teaches contract law, bankruptcy, and commercial law at Harvard Law School. She is an outspoken critic of America's credit economy, which she has linked to the continuing rise in bankruptcy among the middle-class. Series: "UC Berkeley Graduate Council Lectures" [6/2007] [Public Affairs] [Business] [Show ID: 12620]
Obama fær stóra stjörnu í kladdann fyrir að setja hana í forustu neytendaverndar. Vonandi að hennar sjónarmið fái framgang en ekki wall street liðsins. Næsta skref hjá Obama ætti að vera að losa sig við það hyski úr stjórnkerfinu. Ég held að við íslendingar eigum fáa ef nokkra jafnoka þessarar konu. Því miður. Gaman væri að heyra hana taka létta yfirferð yfir íslenska verð- og gengistryggða glæpalánastarfsemi.
Varðhundur bandarískra neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 20:48
Það væru landráð að plögga ekki þennan fyrirlestur
Ég hef séð net-fyrirlestra Chris Martenson og þeir eru mjög athyglisverðir. Þeir fjalla um erfiðasta viðfangsefni samtímans. Samspil mannfjölgunnar, hagvaxtar, peningakerfisins og takmarkaðra náttúruauðlinda. Einkum orkuauðlinda. Hann er nú staddur á landinu og ætlar að halda fyrirlestur um þessi mál. Þetta er efni sem allt áhugafólk um stjórn- og efnahagsmál ætti að kynna sér.
Frekari upplýsingar eru á bloggi Hjálmars Gíslasonar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 18:14
Rétt hjá Jóhönnu
Hugmyndin um að alþingi sinni ákæruvaldi gegn ráðherrum hlýtur að byggjast á því að alþingi sé sjálfstæð valdastofnun óháð framkvæmdavaldinu. Svo hefur alls ekki verið hér þar sem megin reglan er að sama fólkið fer með framkvæmda- og löggjafavaldið. Afleiðing af þessu samkrulli sést nú í niðurstöðu þingmannanefndar sem er klofin eftir flokkslínum. Það er rétt hjá Jóhönnu að þetta er óheppilegt.
Ný og/eða endurbætt stjórnarskrá inniheldur vonandi skýrari aðskilnað valdsins en blasir við í ríkjandi skipulagi sem er hefðartúlkun á stjórnarskránni. Þessi vandræðalega uppákoma nú varpar einnig ljósi á hversu burðugt alþingi er að sinna eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu.
En þó að þetta sé svona þá er það engin afsökun fyrir alþingi að hunsa allskýr tilmæli frá rannsóknarnefndinni. Þetta er jú lögformlegur farvegur til að úrskurða um álitamál varðandi ráherraábyrgð. Sá eini líklegast. Ef alþingi ákærir ekki þá er erfitt að túlka það öðruvísi en að ráðherrar séu ábyrgðarlausir að lögum að áliti sitjandi alþingis. Það alþingi verður þá að leita umboðs þjóðarinnar afar fljótlega.
Áfall að ekki náðist samstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2010 | 23:56
Veruleikahönnun og viðburðaframleiðsla fjölmiðla!?
Þessi prestlingur er örverpi á alla skala. Einungis með hjálp fjölmiðla gat bókabrenna hans vakið nokkra athygli. Það er mikið umhugsunarefni hvers vegna heimspressan tók að sér að búa til stórmál úr því að karlskröggur í hempu ætlaði að kveika í fáeinum bókum - þannig að úr varð "stórkostleg" krísa. Þeir sem snúa fjölmiðlahringekjunni hljóta að vera ánægðir með gott spinn. Hér er á ferðinni veruleikahönnun og viðburðaframleiðsla af flottustu gerð.
Það er víst til kvikmynd sem heitir; Manufacturing consent.
Hér er stutt brot úr umfjöllun wikipedia um hana.
The film presents and illustrates Chomsky's and Herman's propaganda model, the thesis that corporate media, as profit-driven institutions, tend to serve and further the agendas of the interests of dominant, elite groups in the society.
Einhverra hluta vegna datt mér hún í hug við gerð þessarar bloggfærslu.
Hættur við Kóranabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.9.2010 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 15:22
Tímabær rannsókn
Það hefur ávallt lagt illan daun af þessari aðgerð. Peningamarkaðssjóðirnir voru reknir á landamærum hins löglega hvað samsetningu snerti eins og afskriftir þeirra sýna. Grunur leikur á að bjarga hafi þurft "góðu" fólki sem átti stórar eignir í sjóðunum og jafnvel stjórnendum þeirra sem sumir hverjir eru vélaðir inn í íslensk stjórnmál.
Frasarnir eru kunnuglegir - sá klassískasti í fréttinni er að "það hafi þurft að eyða óvissu". Flumbrugangurinn kringum bankahrunið getur vel mögulega hafa kostað skattgreiðendur fúlgur fjár. Jafnvel svo háar fjárhæðir að samfélagslegur kostnaður af rofi á greiðslukerfinu yfir nokkurra daga, eða jafnvel vikna, tímabil eru smáaurar við hliðina á því.
Eftir situr almenningur með bitrar grunsemdir um að hagsmunir fjármagnseigenda hafi verið settir fremstir allra og skattgreiðendur axli mislukkaðar áhættufjárfestingar þeirra. Beint eða óbeint.
ESA rannsakar bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2010 | 07:34
Rugl í upphafi Staksteina
Ég er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu en sé í bloggyfirliti upphafið á Staksteinum dagsins, það er svona;
Kosningar geta haft miklu meiri þýðingu en Staksteinar og aðrir nytsamir kjósendur ná upp í. Þegar borgarbúar kusu Jón Gnarr Kristinsson gerðu þeir það til að kanna hvort brandari gæti verið fyndinn í fjögur ár. Eða það héldu þeir að minnsta
Ef marka má umfjöllun á netinu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar er hér rangt með farið. Hluti borgarbúa vildi refsa stjórnmálaflokkunum (fjórflokknum). Þeir gripu því Jón Gnarr þegar hann gafst með þeim rökum að hann yrði síst verri aðrir. Jón var verkfærið sem vantaði. Markmiðið var refsing - 4. ára frí fyrir þá sem standa sig illa. Að viðbættri þeirri niðurlægingu sem því fylgir að tapa í kosningum fyrir grínista.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2010 | 06:48
Skilaboð til heimabrúks.
Mér hefur aldrei gengið vel að skilja trúað fólk og það versnar sífellt. Þessvegna ætla ég mér ekki þá dul að túlka þessi viðbrögð Jenis út frá trúarlegum forsendum; hvort að hans afstaða sé í einhverju samræmi við þá trú sem hann kveðst aðhyllast.
Af sömu sökum þýðir lítið fyrir mig að reyna að skilja hvernig stendur á því að svo margir láta kynferðismál eða kynhneigð annarra sig varða enda leika trúarbrögð þar -merkilegt nokk- enn lykilhlutverk sem skoðanamyndandi afl. Hreinar siðferðislegar forsendur réttlæta ekki þessi viðbrögð hans.
Sem betur fer er til veraldleg skýring á þessum viðbrögðum Jenis frá Rana. Hún er sú að hann sé að viðhalda sinni pólitísku línu og skilaboðin séu ætluð hans eigin kjósendum. Taki íslendingar þessu illa verður bara að hafa það. Það er ásættanlegur fórnarkostnaður á móti ágóðanum af því að halda sínu pólitíska andliti heimafyrir og marka sína sérstöðu. Það mætti hvort heldur er kalla þetta; stefnufestu, nú eða lýðskrum til heimabrúks. Trúarviðhorf fólks ráða líklega mestu um hvort verður fyrir valinu.
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 23:10
Að nema land í geimnum - Stephen Hawking
Ég læt liggja milli hluta hvort að guð skapaði alheiminn eða hvort að maðurinn skapaði Guð. Þetta veit ég ekki en grunar hið síðarnefnda.
Það sem er því miður rétt hjá SH. er að mannkyn er í óða önn að ganga frá sjálfu sér með því að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Sú umræða er svo hrollvekjandi að fæstir stjórnmálamenn taka þátt. Þetta er eitthvað sem kemst aldrei almennilega í opinbera umræðu nema undir einhverjum öðrum formerkjum. T.d umræða um endurvinnslu og þvíumlíkt. Vandinn er að þó að endurvinnsla sé tvímælalaust órjúfanlegur hluti af sjálfbærri framtíð manna er sú endurvinnsla sem við þekkjum einungis plástur á vonda samvisku. Í það minnsta á meðan við notum óendurnýjanlegar orkuauðlindir til að knýja alla þætti endurvinnslunnar. Þetta getur komið út í nettó plús m.v enga endurvinnslu en vandamálið; að við göngum hratt og raunar sífellt hraðar á takmarkaðar náttúruauðlindir stendur eftir óleyst. Á meðan keppast allir stjórnmálamenn um víða veröld við að auka hagvöxt og skapa störf - sem er vísasta leiðin til auka vandann. Þetta er stærsta mótsögn samtímans að mínu mati.
Hvað um það, maður veltir því stundum fyrir sér hvort að mannkyn muni einhvertímann ná þeirri tækni að geta nýtt sér aðrar auðlindir í sólkerfinu eða jafnvel utan þess. Spurningin er þá hvort að mannkyn kemur sér upp þessari tækni áður en skortur á auðlindum verður stórt vandamál. Það sýnist mér ekki að óbreyttu. Sé síðan litið til þess hrikalega magns sem mannkyn notar af hráefnum þá vaknar spurningin hvort að SH ætli að flytja fólkið til auðlindanna (út í geim) eða þær til jarðarinnar. Flutningar af þeirri stærðargráðu og græjurnar sem þyrfti eru eiginlega fyrir utan nokkurn veruleika sem mögulegt er að hugsa sér. SH. hlýtur því að vera að tala um fremur fámennan hóp sem fer út í geim sé rétt eftir honum haft.
Hver ætli verði framtíð þeirra sem eftir verða? Þó að þessar vangaveltur hafi á sér mikinn óraunveruleikablæ er vandamálið til staðar og er mjög raunverulegt.
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2010 | 22:20
Bensínlaust tígrisdýr, hræðileg staða á Írlandi
Írar lifðu mikið "góðæri" um nokkurt árabil. Þar í landi var blásið upp í glórulausa eignabólu ekki ósvipað og gert var hér. Berrassaðir bankastjórar buðu lán á báðar hendur og stjórnmálamenn voru flaumósa af gleði yfir dýrðinni. Ekki voru þó allir sáttir. Írar voru svo óheppnir að stjórnvöld tryggðu allar skuldbindingar írskra banka til að fyrirbyggja áhlaup á bankainnistæður. Þetta gerðist á meðan íslensku bankarnir féllu.
Frá því haustið 2008 hefur halli á írskum fjárlögum verið fjármagnaður óbeint af evrópska seðlabankanum (ECB) gegnum kaup írskra banka á ríkisskuldabréfum. Skuldir þeirra við hann eru gríðarlegar og nú segir mbl.is frá því að fjórðungs líkur séu á greiðslufalli írska ríkisins.
Hvernig sem á málið er litið þá er eina leið Írlands út úr ógöngunum -undir núverandi fyrirkomulagi - að auka hagvöxt og skapa störf. Nokkuð sem er mjög erfitt fyrir þá af því að landið er fátækt af náttúruauðlindum og umtalsverður hluti tekna kemur frá hátæknibransa nokkurra risafyrirtækja sem flytja starfsemi sína um heiminn eftir því sem þeim hentar og þau sækja í ódýrt vinnuafl. Nokkuð sem Írland á erfitt með að bjóða uppá þessa stundina. Gráskuldugur írskur almenningur lifir ekki á asískum launatöxtum.
Ef írski ríkiskassinn verður ekki kominn í greiðsluþrot þegar aðsteðjandi orkukreppa skellur á þá mun hún útiloka alla möguleika til hagvaxtar í landinu yfir langt árabil. Og gera endanlega út um fjárhaginn Írar þurfa nefnilega að flytja inn 91% af þeirri orku sem þeir nota. Það er staða sem er erfitt og dýrt er að breyta.
Orkukreppan sem hefur blasað við í nokkur ár verður sífellt skýrari í framljósunum og tíminn styttist þó að alþjóðleg bankakreppa hafi lengt örlítið í hengingarólinni. Þegar stúdíur á vegum Þýska hersins vara við "mögulega alvarlegri krísu" ættu allir að leggja við hlustir.
Sjá - Der Spiegel online:
Military Study Warns of a Potentially Drastic Oil Crisis
Vara við írsku greiðslufalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2010 | 18:31
Af hverju gagnrýnir fólk nú Árna Sigfússon?
Ég veit ekki betur en að hann hafi framfylgt sínum pólitísku áherslum og hafi verið studdur til þess af sjálfstæðisflokknum með ráðum og dáð. Kjósendur í Reykjanesbæ kusu hann í þrígang til valda í bæjarfélaginu og þeim mátti vera fyllilega ljóst hvaða efnahagsstefnu hann fylgdi. Ef ekki fyrst þá örugglega í síðustu kosningum.
Ég er ekki kjósandi í Reykjanesbæ og fylgist því ekki sérstaklega með málum bæjarfélagsins. Þrátt fyrir það hef ég lesið flóðbylgju gagnrýni á stefnuna gegnum árin. Það hljóta kjósendur í Reykjanesbæ að hafa gert líka.
Er hér fylgt kenningunni; stefnan var rétt en það var fólkið sem klikkaði?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar