10.1.2013 | 23:02
Hvernig grill átti hann þessi?
Það er fágætt að fá innsýn í neyslumynstur innvígðra sjálfstæðismanna beint af krítarkortafærslunum og því spyr ég - sem matgæðingur - á hverju grillað þessi á kvöldin?
Varla borgaði hann grillið sjálfur?
100 þúsund krónur 82 sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2012 | 08:32
Enginn trúði á heimsendi - en fjölmiðlar reyndu samt.
Tímamótum maya fagnað en heimurinn fórst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 16:56
Vesgú ; hér er fyrsta vers Frosti
Beint frá IMF, nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfinu.
http://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12202.pdf
Fyrstu skrefin er hægt að taka strax.
Áhersla á tillögur að lausnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 00:19
NASA finnur plastkúlur á MARS
Já, þú last rétt; Rannsóknarjeppinn Curiosity hefur fundið slurk af litlum kúlum á Mars. Efnagreining staðfestir að þær eru - af öllum efnum - úr plasti.
Vísindamenn klóra sér nú í haus varðandi hvernig þær hafa orðið til. Eina þekkta leiðin til að búa til plast er úr jarðolíu, sem vekur upp spurningar hvort hana sé eða hafi verið að finna á mars. Enn stærri spurning er hverskonar ferli sneri henni þá yfir í plast. Og síðast en ekki síst - þar sem talið er fullvíst að olía hér á jörðu hafi orðið til vegna lífrænna ferla - var eða er líf á mars?
Sjá: http://nasaupdatecenter.us/press.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2012 | 16:54
Áður stjóri hjá Goldman Sachs
Það er furðulegt hversu greiðan aðgang fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Goldman Sachs bankans eiga að ýmsum embættum stórveldanna. Bandaríska fjármálaráðuneytið er nánast fullmannað fyrrverandi starfsmönnum bankans, Mario Draghi seðlabankastjóri ECB var "managing director" hjá Goldaman og nú það bankastjóri Englandsbanka.
Örlítið um hann:
Far more importantly, Carney was a 13 year veteran of Goldman Sachs, most recently and very appropriately co-head of sovereign risk, which is ironic considering that Goldman had a grand rehearsal for the Greek currency swaps fiasco precisely with Carney at the helm in 1998, when Goldman got into hot water for the first time because while the company was advising Russia it was simultaneously betting against the country's ability to repay its debt. Sounds like yet another man doing the will of god: it is only fair he be promoted to run world banking capital.
Eru þá ótaldir ýmsir smærri fiskar innan fjármálakerfis Evrópu sem starfað hafa hjá bankanum. Það er einstök heppni að þessi banki skyldi vera stofnaður yfirleitt - þvílíkur mannauður sem frá honum flæðir.
Nú skrækja Bretar mikið yfir skorti á sjálfstæði og fullveldi vegna veru sinnar í ESB. Ætli sjálfstæði þeirra og fullveldi stafi mest hætta þaðan?Nýr bankastjóri kemur frá Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 08:43
Íslenska útgáfan af alþjóðlegu fyrirbæri
Það er nánast sama hvert er litið á vesturlöndum svona gröf blasa víða við. Skuldir ríkissjóða, sveitarfélaga, fyrirtækja, einstaklinga hafa blússað upp á s.l áratugum. 30 ára saga skuldvæðingar hagkerfanna, sprenging í fjármálageiranum, sífellt stærri hluti tekna fer í vexti af framtíðarskuldbindingum.
Og rétt eins og hjá einstaklingi sem hefur skuldsett sig yfir greiðslugetu þá er leiðin út þyrnum stráð. Einkum og sér í lagi fyrir hagkerfi sem byggjast á vexti sem útheimtir sífellt aukna skuldsetningu.
Hér stendur hnífurinn í kúnni sem tryggir áframhaldandi fjárhagslegt volæði vestrænna hagkerfa um fyrirsjáanlega framtíð. Óþarft er að taka mín orð fyrir þessu, Spiegel lýsir þessu ágætlega í langri grein hér.
Alþjóðlega er engin tímabundin kreppa á ferðinni, það eru vatnaskil og ólíkir tímar framundan.
Hér er brot úr miðbiki greinarinnar;
The Problems of Modern Capitalism
The European depression is only prelude, with the Japanese disaster waiting in the wings. The country's debt-to-GDP ratio is 230 percent, and the government is dependent on the opposition approving the issue of new government bonds. Lurking behind it all is the American abyss, the debt drama of the next few months, the showdown and duel between Democrats and Republicans over which party can blame the other one for a national bankruptcy.
Skuldirnar margfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2012 | 12:36
Ekki upptekinn á NASDAQ?
Fyrsta sem mér datt í hug var að stýrimaður hefði verið svo upptekinn við að fylgjast með óskabarninu renna fyrstu sporin á markaði að það hafi truflað hann við stjórnvölinn.
En hann dottaði þá bara.
Stýrimaður sagður hafa sofnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 16:34
60 tonna grjót!?
Hættið nú alveg. Grjót og möl eru safnheiti. Eins og það er rétt orðað í fréttinni sjálfri féll 60 tonna steinn. Bjarg eða jafnvel klettur kæmi til greina líka ef fólki finnst takmörk fyrir því hversu stórir steinar geta orðið áður en þeir heita eitthvað annað.
Snjóflóð bar með sér 60 tonna grjót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 12:07
Vátryggingarákvæði gegn trúarbrögðum
Stundum er skynsamlegt að borga litla fjárhæð á ári til að tryggja sig gegn skakkaföllum. Í gær gerði ég það þegar ég kaus með þjóðkirkju í stjórnarskrá.
Sjónarmiðið er einfalt; Ríkisrekin einokun á trúfélagskmarkaði virðist tryggja veraldlegt áhrifaleysi trúarsafnaða. Farsælla gerist það varla.
Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem kaus með þetta bak við eyrað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2012 | 14:04
Uppfærsla stjórnarskrár er tímabær
Fyrir nokkrum árum varð mér það á að lesa íslensku stjórnarskrána. Líklega var það kringum fyrstu synjun forseta á lögum frá alþingi, en þá var einmitt deilt um málskotsréttinn sem margir töldu að væri einungis táknrænn.
Plaggið vakti furðu mína því þar er í sífellu tönnlast á forseta, rétt eins og hann væri sjálfur sveifarásinn í stjórnkerfisvél landsins. Þetta þótti mér skrítið enda vanur því að forseti væri til friðs sem settlegur veislustjóri á hátíðisdögum og gróðursetti tré þess á milli.
Stjórnarskráin fannst mér lýsa öðru stjórnarfyrirkomulagi en því sem var við lýði og þurfti ég að lesa langar sögur og elta uppi lögskýringar; alla leið upp í Sigurð Líndal til að fá heillega brú milli plaggsins og veruleikans!
Við synjun forseta á fjölmiðlalögunum frægu kom síðan í ljós að þessi brú var byggð út í loftið, annar endinn hafði enga landfestu. Þegar á hólminn var komið var það bókstafur stjórnarskrárinnar sem gilti. Málskotsréttur forseta var þarna skýr hvað sem öllum hefðum og túlkunum leið.
Það kom mér því ekki á óvart að alþingi, eða öllu fremur stjórnmálaflokkarnir settust á rökstóla eftir synjun og þrefuðu um breytingar á stjórnarskránni. Það var reyndar gert fyrir luktum dyrum og krafist var trúnaðar um viðhorf flokkanna til breytinganna. Fátt hefur lekið um þessa vinnu sem engu skilaði. Vinnubrögð af þessu tagi vitna ekki um neitt annað en grundvallar misskilning, eða gagngera fyrirlitningu á samfélagssáttmála þjóðarinnar.
Þrátt fyrir ýmsar hrakfarir og óljósa framvindu - eru vinnubrögðin kringum þær breytingar sem er kosið um í dag vægast sagt gífurleg framför frá þeim ósköpum sem stjórnmálaflokkarnir buðu upp á síðast.
Tillögur stjórnlagaráðs eru dæmigerð málamiðlun, ganga mun skemur á ýmsum sviðum en ég kysi og lengra á öðrum. Öfugt við það sem sumstaðar er haldið fram er þó gamla stjórnarskráin hryggjarstykkið í nýja plagginu og því fráleitt að tala um "byltingu" eða "atlögu" að stjórnskipan landsins sem er nær óbreytt.
Nægilega margt er þar betra og skýrara en í þeirri gömlu til að mæta á kjörstað og segja JÁ við þeirri spurningu hvort leggja skuli tillögurnar til grundvallar "nýrri" stjórnarskrá.
Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á tillögunum er mikilvægt að mæta á kjörstað, sinnuleysi um stjórnarskrá er ekki í boði þegar traust á alþingi er við frostmark.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar