Íslenska útgáfan af alþjóðlegu fyrirbæri

Það er nánast sama hvert er litið á vesturlöndum svona gröf blasa víða við. Skuldir ríkissjóða, sveitarfélaga, fyrirtækja, einstaklinga hafa blússað upp á s.l áratugum. 30 ára saga skuldvæðingar hagkerfanna, sprenging í fjármálageiranum, sífellt stærri hluti tekna fer í vexti af framtíðarskuldbindingum.

Og rétt eins og hjá einstaklingi sem hefur skuldsett sig yfir greiðslugetu þá er leiðin út þyrnum stráð. Einkum og sér í lagi fyrir hagkerfi sem byggjast á vexti sem útheimtir sífellt aukna skuldsetningu.

Hér stendur hnífurinn í kúnni sem tryggir áframhaldandi fjárhagslegt volæði vestrænna hagkerfa um fyrirsjáanlega framtíð. Óþarft er að taka mín orð fyrir þessu, Spiegel lýsir þessu ágætlega í langri grein hér.

Alþjóðlega er engin tímabundin kreppa á ferðinni, það eru vatnaskil og ólíkir tímar framundan. 

Hér er brot úr miðbiki greinarinnar;

The Problems of Modern Capitalism

The European depression is only prelude, with the Japanese disaster waiting in the wings. The country's debt-to-GDP ratio is 230 percent, and the government is dependent on the opposition approving the issue of new government bonds. Lurking behind it all is the American abyss, the debt drama of the next few months, the showdown and duel between Democrats and Republicans over which party can blame the other one for a national bankruptcy.

 


mbl.is Skuldirnar margfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vesturlöndum? Ég hélt að Ísland væri í norðurhluta Jarðarkúlunnar.....

Þóra Björk (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: Einar Steinsson

Þóra, "Vesturlönd" er frekar menningarleg skilgreining heldur en landfræðileg, t.d. er Eyjaálfa (Ástralía og Nýja-Sjáland) oft skilgreind með Vesturlöndum. Jafnvel þó að notuð sé landfræðileg skilgreining þá er Ísland hluti af Vestur-Evrópu sem er aftur óumdeilanlegur hluti af Vesturlöndum.

Einar Steinsson, 17.11.2012 kl. 12:07

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Rétt athugað Þóra, ætli við teljumst ekki til vesturlanda fjær!

Takk Einar.

Ólafur Eiríksson, 18.11.2012 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband