ESB - Kastljós

Leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB verður það eina sem þjóðin á að fá um málið að segja. Hættið nú alveg.

Eini maðurinn sem stóð í lappirnar er Ásmundur VG - sagði það sem er hárrétt að við erum að fara að sækja um inngöngu í þennan klúbb. En ekki leggja upp í einhverjar viðræður um að velja rétti af hlaðborði sambandsins. 

Þátturinn endaði síðan á algerlega innantómri gulrót Helga Hjörvars um nauðsynlegan stuðning evrópska seðlabankans við krónuna. Nokkuð sem er einungis til í draumalandi samfylkingarinnar og hún þreytist aldrei á að halda fram - og tekst það vegna lélegra fjölmiðla.

Meira að segja Jón Baldvin lýsti nýlega í viðtali á Bylgjunni hvernig þetta virkar og þetta er ekki stuðningur - þetta er afplánun sem þarf að þreyja til að komast inn í evruna, ekki stoðkerfi fyrir ríki í gjaldeyriskreppu. Þvílíkt rugl! Reyndar náði Jón þessu ekki alveg því að hann var að tala um Lettland sem var innan þessa kerfis þegar kreppan skall á og hangir þar þessvegna. Þarna eigum við ekkert erindi inn - allra hluta vegna - fyrr en hagkerfið og krónan eru komin í jafnvægi. 

Alltaf fjör í Undralandi.


Vandi Íslands - of einfalt til að vera satt?

Stingið risastórum sirkli niður við norðurjaðar Höfsjökuls (miðju Íslands) stingið hinum í Gerpi (austasta hluta landsins sem er lengst frá miðjunni) Dragið síðan hring utan um allt landið. Það sem er inni í þessum hring er íslenska hagkerfið. Það má líta á það sem fjölskyldu.

Þessi fjölskylda hefur lifað langt um efni fram nokkur síðustu ár og er að drukkna í skuldum við aðila utan hringsins. Erlenda aðila. Þetta er vandamálið í dag og flest önnur þráðbein afleiðing af því - eins og t.d títtnefnd gjaldeyriskreppa, sem er bara annað heiti á þessum vanda. Einhverra hluta vegna telja margir hún sé krónunni að "kenna".

Tekjur fjölskyldunnar eru þær sem hún fær fyrir útflutning á vörum og þjónustu út fyrir hringinn og mögulega vexti og ágóða af eignum utan hringsins. Þetta verður að duga fyrir öllum innflutningi, afborgunum af lánum og vöxtum fjölskyldunnar.

Hvað þetta snertir skiptir engu máli hvaða gjaldmiðill er notaður innan hringsins. Hvort það er evra, dollarar eða krónur. Af því að hann hreinlega styttist út í viðskiptum fjölskyldunnar við útlönd. Dæmi - fiskur seldur út fyrir 1. evru borgar vexti erlendis upp á 1. evru. Það skiptir engu hvort að í millitíðinni þessi evra breytist í krónur og síðan aftur yfir í evrur. Það er innanlandsmál og kemur ekki við getu fjölskyldunnar til að borga erlendar skuldir, vexti, eða innflutning sem er hvort eð er ALLT mælt í erlendum gjaldmiðlum.

Einfalt ekki satt?

Það sem ruglar fólk í rýminu er að horfa til ríkja sem eiga og prenta stóra alþjóðlega gjaldmiðla. Við eigum ekki slíkan, fáum aldrei að prenta slíkan gjaldmiðl og allar hugmyndir um að þetta breyti einhverju eru á misskilningi byggðar. Upptaka á einum slíkum lagar ekki þetta vandamál - nema einhver stór seðlabanki taki að sér að prenta fyrir okkur viðkomandi gjaldmiðl efir þörfum. Líkurnar á því að það gerist eru um 0%.

Erlendur gjaldmiðll gæti aftur á móti hjálpað til innan hringsins til að halda stöðugu verðlagi og þvíumlíkt. En í dag eru öll slík vandamál afleiðingar hins - sem er greiðsluþrot við útlönd, eða því sem næst.

Það er því alger misskilningur að gjaldeyriskreppa - sem er ekkert annað en skortur á peningum sem eru gjaldgengir erlendis - lagist við að taka upp slíkan gjaldmiðil hér heima. Nema því aðeins að við fáum að prenta hann sjálf. 

Stóri evru-draumurinn sem margir telja að reddi gjaldeyriskreppunni - mun ekki redda orsökum hennar sem hér eru upp taldar. Allt of miklar erlendar skuldir. Ekki baun. Við fáum hinsvegar svokallaðan myntsláttuhagnað af því að fá að prenta fáeinar evrur ef við komumst í myntbandalag evrópu. Hagnaður af því er talinn vera fáeinir milljarðar króna árlega. Það er nú allt og sumt.


Þetta er hæpin sönnun

Stærri vinnuvélar eru ekki á götunum og fá ekki eldsneytið úr sjálfsafgreiðslustöðvum. Það eru minni tæki. T.d - Traktorsgröfur, dráttarvélar, hjólagröfur, götusópar, os. frv. Það þarf ekki að koma á óvart að áfyllingar á þennan flota séu lang algengastar innan við 100l.

 

 

 


mbl.is Milljónasvindl með litaða olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið! - LOKSINS - Guðmundur Ólafsson vs Jón Baldvin á Bylgjunni!

Eftir að ríkisstjórnin hefur eytt síðustu mánuðum í glórulaust rugl kemur loksins ferskur vindur í umræðuna. Hlustið á karlinn.  Stórfínn þáttur þetta. Beinn hlekkur á umræðuna.

Hann stingur upp á dollarvæðingu. Hann stingur upp á að við sleppum lántökum frá IMF og tökum skellinn. Hann og Jón ræða erlendu skuldastöðuna sem virðist vera illviðráðanleg - ég minni á að fyrirhugaðar lántökur vinaríkja eru inni í hinni óviðráðanlegu tölu.

Hann ræðir líka stöðu Lettlands og styður það sem aðrir t.d Michael Hudson hafa sagt að þeir séu afar illa settir innan ESB. Planið sem við stefnum í - risalán frá IMF og vinaþjóðum, innganga í ESB og síðan þáttaka í ERM II semi-fastgengiskerfi evrópska seðlabankans er feiknarlega dýr og erfið leið. Jafnvel svo dýr að við verðum gjaldþrota. Fyrir utan að hún mun taka óratíma. Áratug jafnvel ef marka má reynslu annarra.

Ég er reyndar ekki sammála því hjá Guðmundi að gengishrun krónunnar hafi verið ákvörðun Seðlabankans. Ég held að bankarnir hafi einfaldlega hreinsað til í gjaldeyrisbyrgðum landsins og fátt meira um það að segja.  En það skiptir engu máli hvað snertir þær lausnir sem hann vill ræða/fara.


Hversvegna var icesave málið ekki klárað en ESB aðild sett á dagskrána?

Hversvegna hef ég á tilfinningunni að það sé verið að plotta eitthvað bak við tjöldin og þessi mál hangi meira saman en ríkisstjórnin vill vera láta?

Hugmyndir?

 


ESB aðild: 40% með - 40% móti - 20% munu ráða úrslitum

adild_877877.jpgÞessar tölur eru úr skoðanakönnunum síðustu ára, hér er það spurningin hvort að fólk vill ganga inn í evrópusambandið. Í grófum dráttum kemur í ljós athyglisverð mynd sem nýjustu súlurnar sýna en þær eru nærri meðaltali hinna.

~40% vilja ekki aðild

~40% vilja aðild

~20% eru óákveðin

 Heimild þessara talna er héðan.

vidraedur_877879.jpgHér er síðan mynd sem sýnir áhuga á aðildarumsókn/aðildarviðræðum. Hér er nokkuð augljóst að allir sem eru hlynntir aðild + þeir óákveðnu vilja sækja um aðild sem gerir samanlagt um 60%. Þessi tala er nokkuð stöðug síðan 2005. 

 

 

 

 

urslit_877880.jpg Hér má sjá niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslum nokkurra landa um aðild að evrópusambandinu. Einungis Noregur hafnar aðild með naumum meirihluta. Svíþjóð fór inn með naumum meirihluta, einnig Malta. Fylgið handan gamla járntjaldsins er af allt öðrum toga, mun meiri áhugi fyrir aðild að sambandinu.  

Ef við setjum sem svo að hinir ákveðnu haldi sínu striki þá veltur aðild Íslands að sambandinu á þessum 20% sem eftir standa. Skiptist það fylgi jafnt á fylkingar verður niðurstaðan 50/50% í járnum. Besti samningur getur e.t.v landað 60% stuðningi við aðild, versti samningur 40%. Það er allavega ljóst að við munum blanda okkur í hóp þeirra ríkja þar sem harðast hefur verið deilt um aðild. 

Í dag er staðan þannig að þeir stjórnmálaflokkar sem lýstu sig hlynnta aðild fengu 51% atkvæða í síðustu alþingiskosningum. Sá flokkur sem setti málið gagngert á oddinn fékk 29%. Ríkisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta fyrir aðildarumsókn og það er óvíst að það sé yfirleitt eðlilegur meirihluti fyrir umsókn á alþingi. Málið er í dag þvingað og er nærtækt að líta til þess að yfirlýstir andstæðingar aðildar eins og Steingrímur J Sigfússon mun kjósa með aðildarviðræðum - til að stjórnin lifi. Því til viðbótar munu einhverjir þingmenn sitja hjá til að vernda stjórnina í stað þess að segja hug sinn.

Næstu kosningar til alþingis munu snerta þetta mál þar sem nauðsynlegt er að samþykkja breytingar á stjórnarskránni ,vegna fullveldisafsalsins, á tveimur þjóðþingum. Það er þó vandséð að þjóðin hafi möguleika á því að stöðva það mál sýnist henni svo - eða hvaða flokka á hún að kjósa til þess? Hvernig munu atkvæði greidd VG falla í því samhengi þar sem flokkurinn situr í ríkisstjórn sem keyrir málið áfram núna. Mun VG snúa sér við í næstu kosningum og lofa því að fella stjórnarskrárbreytinguna?

Lokaniðurstaðan verður því þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild, grundvölluð á þeim samningi sem mun liggja fyrir. Ef marka má tölurnar hér ofar er útlit fyrir að það verði afar mjótt á munum og nær augljóst að þjóðin verður illa klofin í málinu hvernig sem fer. Verði aðild samþykkt með 51% í þeirri atkvæðagreiðslu þá líst mér ekki á framvinduna. Nokkuð sem gæti hæglega gerst.

Þetta verður fyrsta (og e.t.v síðasta) skiptið sem þjóðin kýs um aðild að evrópusambandinu. Allt málið veltur á lokasprettinum.

 

 

 

 


Góðar fregnir frá Sjóvá - ljós í myrkrinu

Sem kunnugt er hófst hér fyrir nokkrum árum herferð sem fólst í því að finna dautt fé sem lá víðsvegar á glámbekk og koma því til nytsamlegri starfa en að liggja bara þarna andvana á meltunni.

Svo virðist; sem óvíða hafi fjárhirðar gengið vasklegar fram en í tryggingafélaginu Sjóvá. En þar lágu sjálfdauðir milljarðar í massavís í sjóðum félagsins! Engum til gagns og flestum til leiðinda, þetta var því sannkallaður óbótasjóður.

Til allrar hamingu hefur hann nú verið frelsaður og féð sem var steingelt, meðvitundarlaust og án hirðis, hefur nú fengið frelsið og vinnur vafalítið af kappi þannig að brauðmolar sáldrast í allar áttir smælingjum til hagsbóta; hvar sem það er nú niðurkomið. Svoleiðis aukaatriði eru léttvæg þegar haft er í huga hversu vel tókst til.


Skattgreiðendur - tryggja Sjóvá eftirá!

Ef ég man rétt átti eitthvað tryggingafélag sér slagorð - eða sölufrasa.

Með hliðsjón af frábærum árangri félagsins í "samkeppni" til áratuga vaknar sú spurning hvort að það megi ekki fara á hausinn okkur að skaðlausu!?


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg er krafa Björgólfs Thors um niðurfellingu skulda

Hverjum dettur í hug að mæta á belju í kappreiðar móti skagfirskum gæðingum, eða á gömlum Zetor í þúsund vatna rallið Finnska? Auðvitað dettur engum það í hug. Björgólfur; sem er einn snjallasti alþjóðlegi fjárfestir sem uppi hefur verið, að lágmarki síðan bjór var fyrst bruggaður, mætti í grjótharða samkeppni alþjóðamarkaða vopnaður mein-gölluðu verkfæri sem splundraðist þegar mest á reyndi! 

Þessi fjárans banki sem Björgólfarnir keyptu hér fyrir beinhart lánsfé - Landbankinn!  Reyndist nefnilega tómur þegar upp var staðið og steinhætti að skaffa peninga. Eins og stífluð garðslanga með hnút. Til að bæta gráu ofan á svart fór hann síðan lóðbeint á hausinn þegar síst skyldi. Enginn, og ég endurtek; enginn! alþjóðlegur fag-fjárfestir með snefil af sjálfsvirðingu lætur bjóða sér slíkt húmbúkk bótalaust.

Fellum því niður allt lánið sem Björgólfur tók til að kaupa Landsbankann og þökkum fyrir að þurfa ekki að greiða honum skaðabætur fyrir vörusvik!

 


Vantar stað fyrir 687 risavindmyllur - eigum við að hringja í hann?

Bandaríski viðskiptamógúllinn T. Boone Pickens er að leita að stað í bandaríkjunum eða kanada fyrir allar þessar vindmyllur - sem hann pantaði fyrir ári síðan. Hann hefur m.a áhuga á þáttöku í smærri vindorkuverkefnum eftir að hafa lagt á hilluna hugmyndir um að byggja stærsta vindmyllubú veraldar. En í það voru myllurnar ætlaðar upphaflega.

Kannski væri snjallt að hrúga hér upp nokkrum svona og nýta samhliða vatnsorkuverunum - leggja síðan sæstreng til færeyja eða evrópu eins og Friðrik Hansen hefur stungið upp á. 

Nú eða í tengslum við gagnaver. Hér er allavega talsverður vindur öðru hvoru. 

 

HOUSTON – Plans for the world's largest wind farm in the Texas Panhandle have been scrapped, energy baron T. Boone Pickens said Tuesday, and he's looking for a home for 687 giant wind turbines.

Pickens has already ordered the turbines, which can stand 400 feet tall — taller than most 30-story buildings.

"When I start receiving those turbines, I've got to ... like I said, my garage won't hold them," the legendary Texas oilman said. "They've got to go someplace."

Pickens' company Mesa Power ordered the turbines from General Electric Co. — a $2 billion investment — a little more than a year ago. Pickens said he has leases on about 200,000 acres in Texas that were planned for the project, and he might place some of the turbines there, but he's also looking for smaller wind projects to participate in. He said he's looking at potential sites in the Midwest and Canada.

In Texas, the problem lies in getting power from the proposed site in the Panhandle to a distribution system, Pickens said in an interview with The Associated Press in New York. He'd hoped to build his own transmission lines but he said there were technical problems.

Wind power is a big part of the "Pickens Plan," which was announced a year ago Wednesday. Pickens has spent $60 million crisscrossing the country and buying advertising in an effort to reduce the nation's reliance on foreign oil.

"It doesn't mean that wind is dead," said Pickens, who runs the Dallas-based energy investment fund BP Capital. "It just means we got a little bit too quick off the blocks."

Pickens announced in 2007 plans to install the turbines in parts of four Texas Panhandle counties.

He had hoped to complete the four-phase project in 2014 and eventually have 4,000 megawatts of capacity, enough to power more than one million homes. The total cost was expected to approach $12 billion.

Renewable energy provides a small fraction of electricity used today, but the wind and solar sectors are the fastest growing in the U.S. In 2008, the U.S. became the world's leading provider of wind power.

Like most industries around the world, the recession has hurt wind turbine manufacturers and wind farm developers. Companies have shelved development plans and laid off workers.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband