Vandi Íslands - of einfalt til að vera satt?

Stingið risastórum sirkli niður við norðurjaðar Höfsjökuls (miðju Íslands) stingið hinum í Gerpi (austasta hluta landsins sem er lengst frá miðjunni) Dragið síðan hring utan um allt landið. Það sem er inni í þessum hring er íslenska hagkerfið. Það má líta á það sem fjölskyldu.

Þessi fjölskylda hefur lifað langt um efni fram nokkur síðustu ár og er að drukkna í skuldum við aðila utan hringsins. Erlenda aðila. Þetta er vandamálið í dag og flest önnur þráðbein afleiðing af því - eins og t.d títtnefnd gjaldeyriskreppa, sem er bara annað heiti á þessum vanda. Einhverra hluta vegna telja margir hún sé krónunni að "kenna".

Tekjur fjölskyldunnar eru þær sem hún fær fyrir útflutning á vörum og þjónustu út fyrir hringinn og mögulega vexti og ágóða af eignum utan hringsins. Þetta verður að duga fyrir öllum innflutningi, afborgunum af lánum og vöxtum fjölskyldunnar.

Hvað þetta snertir skiptir engu máli hvaða gjaldmiðill er notaður innan hringsins. Hvort það er evra, dollarar eða krónur. Af því að hann hreinlega styttist út í viðskiptum fjölskyldunnar við útlönd. Dæmi - fiskur seldur út fyrir 1. evru borgar vexti erlendis upp á 1. evru. Það skiptir engu hvort að í millitíðinni þessi evra breytist í krónur og síðan aftur yfir í evrur. Það er innanlandsmál og kemur ekki við getu fjölskyldunnar til að borga erlendar skuldir, vexti, eða innflutning sem er hvort eð er ALLT mælt í erlendum gjaldmiðlum.

Einfalt ekki satt?

Það sem ruglar fólk í rýminu er að horfa til ríkja sem eiga og prenta stóra alþjóðlega gjaldmiðla. Við eigum ekki slíkan, fáum aldrei að prenta slíkan gjaldmiðl og allar hugmyndir um að þetta breyti einhverju eru á misskilningi byggðar. Upptaka á einum slíkum lagar ekki þetta vandamál - nema einhver stór seðlabanki taki að sér að prenta fyrir okkur viðkomandi gjaldmiðl efir þörfum. Líkurnar á því að það gerist eru um 0%.

Erlendur gjaldmiðll gæti aftur á móti hjálpað til innan hringsins til að halda stöðugu verðlagi og þvíumlíkt. En í dag eru öll slík vandamál afleiðingar hins - sem er greiðsluþrot við útlönd, eða því sem næst.

Það er því alger misskilningur að gjaldeyriskreppa - sem er ekkert annað en skortur á peningum sem eru gjaldgengir erlendis - lagist við að taka upp slíkan gjaldmiðil hér heima. Nema því aðeins að við fáum að prenta hann sjálf. 

Stóri evru-draumurinn sem margir telja að reddi gjaldeyriskreppunni - mun ekki redda orsökum hennar sem hér eru upp taldar. Allt of miklar erlendar skuldir. Ekki baun. Við fáum hinsvegar svokallaðan myntsláttuhagnað af því að fá að prenta fáeinar evrur ef við komumst í myntbandalag evrópu. Hagnaður af því er talinn vera fáeinir milljarðar króna árlega. Það er nú allt og sumt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband