4.8.2009 | 16:12
Vont fordæmi að opna lánabækur
Danir æfir yfir lekanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2009 | 15:08
Þægilegra að skoða niðurstöðuna myndrænt
Smelltu á myndina til að fá fulla stærð.
Fleiri andvígir aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2009 | 14:38
Saga af fugli
Fugl nokkur var á förum frá norðlægum slóðum enda kólnandi tíð. Hann hreppti mikið óveður á leiðinni og hraktist af leið undan vindi og slyddu þar til hann brotlenti um síðir hálf-frosinn á túni. Þar sem hann lá magnvana og beið dauðans kom aðvífandi kýr og skeit á hann vænni dellu. Eftir nokkra stund þegar fuglsi taldi að hlutirnir gætu varla versnað uppgötvaði hann sér til furðu að dellan var ansi hlý og það færðist ylur í kroppinn. Svo glaður var hann að þessi dagur yrði ekki sá síðasti að hann tók til við að syngja hástöfum. Illu heilli vakti það athygli flækingskattar á förnum vegi sem sætti lagi, veiddi fuglinn upp úr dellunni og át hann.
Boðskapur sögunnar er eftirfarandi;
1) Sá sem kemur þér í skítinn er ekki endilega óvinur þinn.
2) Sá sem veiðir þig upp úr skítnum er ekki endilega vinur þinn.
3) Líði þér vel í skítnum - hafðu þá vit á því að halda kjafti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 00:32
Lánið sem frestast um mánuð
Í samhengi við síðustu færslu ætla ég ekki að missa lýs úr hári yfir því. Ég hef áður lýst miklum efasemdum um skynsemi þess að taka þessi risalán frá IMF og nágrannaþjóðum til að láta Seðlabankann og IMF afhenda þau þeim erlendu fjárflóttamönnum sem enn eru fastir í íslenskum krónum hér innanlands.
Ég sé að í athugasemd á bloggi Egils Helgasonar er vitnað í Lilju Mósesdóttur af facebook síðu hennar.
AGS hefur enn ekki tengt saman frestun á umfjöllun um efnahagsáætlun Íslands og Icesave. Mun líklegra er að umfjölluninni sé frestað, þar sem í ljós hefur komið að skuldastaða þjóðarbúsins og ríkissjóðs er mun verri en AGS gerði ráð fyrir í nóvember 2008. Sjóðurinn vill því vera viss um að matið á skuldastöðunni sé rétt og það mun aðeins tíminn leiða í ljós. Við megum heldur ekki gleyma að taka á 600 milljarða að láni hjá AGS og vinaþjóðum til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn og að ekkert af lánunum verður notað til að endurreisa íslenskt atvinnulíf!!! Gjaldeyrisvarasjóðinn á að nota til að koma í veg fyrir algjört gengishrun krónunnar þegar gengið verður gefið frjálst og til að borga af Icesave ef útflutningstekjurnar duga ekki til.
Þetta er í takt við minn skilning á málinu. Persónulega missi ég ekki svefn yfir því þó að þeir erlendu vaxtamunabraskarar sem hér áttu peninga inni í krónunni fái ekki meðgjöf í boði íslenskra skattgreiðenda með erlendu lánsfé frá IMF og vinaþjóðum.
Ofboðslegar upphæðir af skuldum bankanna og fyrirtækja munu (vonandi) brenna upp í þrotabúum gömlu bankanna. Til allrar hamingju reynist erfitt að tengja þær við ríkisábyrgð eða neitt þvíumlíkt. Út af stendur icesave skuldapakkinn sem er okkur þungur í skauti. Fyrirhuguð risalán gegnum IMF og frá vinaþjóðum eru aftur tekin út á ríkið og það verður engin leið að víkjast undan því að greiða þau að fullu; með eignasölu ef ekki vill betur. Ég tel að ríkið eigi að forðast í lengstu lög að taka nokkur slík lán. Krónugengið má súrra niður - og það sem virkilega þarf að gera er að græja hagkerfið í að þola einmitt það. Í kjölfarið á gengisfellingum - sem þurfa þó ekki nauðsynlega að vera miklar til viðbótar því sem þegar er - má búast við verðbólgu sem er hækkar þá laun og vöruverð uns jafnvægi næst á ný. Það sem á stendur málið er að sjálfsögðu hagsmunir innanlands á milli fjármagnseigenda og skuldara.
Þetta fólk situr bara í sama bát og ætti að leysa sín mál innan hans í stað þess að reyna að redda málinu með risalántökum erlendisfrá sem greiða þarf fyrir með útflutningi á vörum og þjónustu. Aðrar leiðir kunna að vera færar, sú dýrasta er tvímælalaust á teikniborðinu í svokölluðu endurreisnarplani IMF. Erlend lán til að falsa upp gengi krónunnar á frjálsum markaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2009 | 23:14
Óðagot í endurreisn
Hún er mjög skrýtin umræðan um efnahagsmál á Íslandi. Mörg síðustu ár var hún að mestu pollíönnublaður og óskyggjudrifið frigðarrugl banka- og útrásarmanna. Með örfáum undantekningum. Eftir bankahrunið hefur hún hafist á flug, en geldur verulega fyrir æfingar- og gagnrýnisleysið hin síðustu ár. Það er e.t.v hrokafullt viðhorf en mín skoðun engu að síður.
Minn vegvísir hefur verið að lesa gagnrýna umræðu um bandarísk efnahagsmál, t.d þá hagfræðinga sem ekki teljast til main-stream og ennfremur einkafjárfesta eins og þá sem rita og spjalla á vefsíðunni financialsense Með því að reyna síðan að yfirfæra það sem þeir hafa haft um bandarískt viðskipta- og efnahagslíf að segja - t.d löngu fyrirséða hlutabréfa- og húsnæðisbólu sem báðar sprungu fyrir fáeinum misserum - yfir á ástandið á Íslandi; fékk maður nokkuð góða tilfinningu fyrir því sem hér var að gerast síðustu ár. Vandinn var að yfirfæra aðstæðurnar frá þessu voldugasta hagkerfi veraldar og yfir á okkar. Ótrúlegt en satt var margt furðu líkt, en annað ekki. Þetta gaf verulega mun betri raun en að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum eða umræðu að ekki sé minnst á ruglið í greiningardeildum bankanna eða viðskiptablöðum eigenda þeirra. Reyndar var talsvert átak að þora að yfirfæra bölsýnisspárnar yfir Atlantshafið og heimfæra þær upp á aðstæður hér - svo fjarri var umræðan og hugarfarið hér raunveruleikanum. Það borgaði sig hinsvegar mjög vel.
Ég ætla því að halda því áfram. Hér er mjög löng en stórmerkileg grein um "endurreisn" bandaríska hagkerfisins sem heitir því lýsandi nafni; No return to normal. Höfundur hennar er;
James K. Galbraiths new book is The Predator State: How Conservatives Abandoned the Free Market and Why Liberals Should Too. He holds the Lloyd M. Bentsen Jr. Chair in Government/Business Relations at the LBJ School of Public Affairs, University of Texas at Austin, and is senior scholar with the Levy Economics Institute.
Hann er vel að merkja sonur hins fræga John Kenneth Galbraith þannig að ætternið spillir ekki fyrir.
Í greininni rekur James fyrirhugaða örvunarpakka Obama stjórnarinnar og aðferðir hennar við að endurreisa bankakerfið - frá toppi og niður úr. Sú aðferð byggist einmitt á þeirri hugmynd að takist að koma á fót heilbrigðu einkareknu bankakerfi þá lagist hagkerfið af sjálfu sér. Nokkuð sem er ansi kunnugleg stef úr umræðunni hér á Íslandi síðustu mánuði. Talið vera lykill að svokallaðri "endurreisn" Fyrir utan augljósa siðferðislega og praktíska ágalla á þeirri hugmynd að dæla gríðarlegum fjármunum í ónýta stórbanka í bandaríkjunum til að kaupa af þeim verðlitla ruslpappíra með skattfé og "endurreisa" þá þannig telur James að með því vinnist afar lítið fyrir hagkerfið sem slíkt. Þar vísar hann á bug hefðbundinni líkingu bankakerfisins við stíflaða pípulögn sem þurfi að hreinsa og lagfæra. Þvert á móti bendir hann á að til að lán (peningar) fari að flæða aftur um æðar hagkerfisins þurfi tvo til. Einhver verði að geta og vilja taka lán.
Hann bendir á að þegar almenningur sitji í dýru húsnæði sem hefur stórfallið í verði séu margir komnir með neikvæða eiginfjárstöðu. Að auki hafi hlutabréfaeign almennings minnkað verulega og hafi að auki glatað lífeyrissparnaði os. frv. Margir hafi því neikvæða eiginfjárstöðu og séu því hvorki í skapi né aðstöðu til að taka lán. Við bætist síðan atvinnuleysið og neikvæðar horfur sem geri að verkum að fólk sitji á reiðufé eins og ormar á gulli, og sé ófúst til að fórna öryggi með því að kaupa nýjan bíl eða fara í framkvæmdir. Fyrirtækin finna síðan fyrir þessu enda um 70% bandaríska hagkerfisins byggt á einkaneyslu sem dregst saman. Þetta er sannkallaður kreppuspírall sem heilbrigt bankakerfi læknar ekki á nokkurn hátt. Vandinn sé ekki sá að kúnnarnir mæti á bílasölurnar og sé vísað frá af því að engin lán séu í boði, þvert á móti er vandinn sá að kúnnarnir mæta ekki á bílasölurnar yfirleitt af fyrrgreindum ástæðum.
James telur aðstæðurnar í bandaríkjunum ekki eiga sér neina hliðstæðu nema í kreppunni miklu sem hófst 1929 og leiddi til hruns á hlutabréfum og fasteignum ásamt þúsunda banka sem fóru í þrot. Því leitar hann þar fanga til að átta sig á umfangi þeirra örvunnarpakka sem Rosevelt setti inn í hagkerfið í the New Deal, sem voru hreint rosalegir. Þar sem risavirkjanir, flugmóðurskip, skólar, vegir, garðar og opinberar byggingar voru byggðar. T.d voru lagðar 700 þúsund mílur af vegum. Þegar Rosevelt hóf aðgerðir 1933 var atvinnuleysið 25%, en hann náði því niður í 10% á árinu 1935 með þessum aðgerðum sem stóðu fram að þáttöku bandaríkjamanna í seinni heimstyrjöldinni en þá tvöfaldaðist framleiðsla í bandaríkjunum, hvorki meira né minna. Það sem náðist ekki í gang við þessar aðgerðir var hið einkarekna bankakerfi og eftirspurn einkageirans. Ekki fyrr en að loknu stríðinu.
Niðurstaðan er þessi að mati James: Með því að skoða söguna og núverandi aðstæður er ljóst að endurreisn einka-fjármálageirans tekur langan tíma. Það gerist eftir að fjárhagur heimila hefur verið endurreistur. Af því leiðir að endurreisn bankakerfis með því að troða þá fulla af reiðufé virkar ekki! Virk stefna getur einungis virkað á hinn veginn. (hér er það ekki einungis almenningur sem er í kröggum heldur líka 2/3 hlutar atvinnulífsins)
Og hvað á þá að gera?
James telur að í kjölfar örvunarpakkanna hans Obama þurfi að koma aðrir og miklu stærri í kjölfarið. Efla þurfi hagkerfið með öllum ráðum og beina kröftunum að innviðum af ýmsu tagi. Efla þurfi heilbrigðis og eftirlaunakerfi, menntakerfi, huga að listum, menningu, félagsstarfi, viðhaldi opinberra mannvirkja. Átak í orkumálum og yfirleitt hvað sem vera skal til að finna verkefni fyrir þá sem hafa tapað vinnunni. Breyta þurfi húsnæðisfyrirkomulagi þannig að fólk geti leigt hús sín í stað þess að skila lyklunum eða verða gjaldþrota. Og þannig mætti áfram telja. Hann telur að lánadrottnar bandaríkjanna sýni því jafn mikið umburðarlyndi að fjármagna slík verkefni og að tapa peningum á kreppunni sem hlýst af því að gera þetta ekki.
Lokapunktur James er athyglisverður. Hann segir að kerfið verði ekki endurreist á fáeinum árum eins og tókst í síðari heimstyrjöldinni með framleiðslusprengingunni sem þá varð. Ekkert slíkt sé nú í boði og því engar skyndilausnir til að komast aftur í "eðlileg" ástand þar sem einkareknir bankar keyra hagkerfið. Eina leiðin sé langtímaplönum og ferðalagið geti tekið um 20 ár, eða rúmlega það.
Ég mæli með þessari athyglisverðu grein og skora á fólk að velta fyrir sér samhenginu við ástandið hér þar sem allir eru á öndinni yfir því að endurreisnarstarfið tefjist um vikur eða mánuði til eða frá. Enn er samt samanburður erfiður við bandaríkin og sumt er e.t.v skárra hér en þar en annað verra. Lánstraust íslands erlendis er t.d ólíkt verra en bandaríkjanna, og skuldastaða atvinnulífsins einnig mun verri en þar. Meginstef þessarar hugleiðingar James passar við álit margra annarra (t.d hins íslenska Gunnars Tómassonar hagfræðings) sem álíta að viss vatnaskil séu í hag- og peningakerfi heimsins.
Góðir hlutir gerast líklega mjög hægt í þessu ástandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 14:11
Svaf hún af sér hvalfjarðargöngin?
Ók landshluta á milli í svefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 19:25
Lækna lán skuldir?
Einhver kynni að álykta sem svo að þeir sem skulda of mikið og ráða ekki við afborganir lána þurfi einna síst á frekari lántökum að halda. Hið svokallaða endurreisnarplan, eða uppbygging atvinnulífsins, er þó grundvallað á þeim vísindum að meira erlent lánsfé sé nauðsynlegt. Atvinnulífið sem er að 2/3 gjaldþrota telur sig verða að komast í erlent lánsfé til "uppbyggingar". Ég hef ekki séð í hverju þessi uppbygging á að vera fólgin.
Í stuttu máli er eingöngu skynsamlegt að taka erlend lán til framkvæmda sem skaffa í staðinn gjaldeyristekjur. Ekki til neins annars. Illu heilli hentu íslendingar þessu gullvæga prinsippi á ruslahaugana fyrir mörgum árum og gengur illa að skilja það æ síðan eins og staðan sýnir glögglega. Í bili eru vondir tímar til að fara í stóriðjuframkvæmdir því að þær útheimta stór erlend lán sem þær greiða (vonandi) til baka á mjög löngum tíma. Vatnsaflsvirkjanir sem selja rafmagn til stóriðju eru eðal dæmi um þetta.
Nú getur verið að það vanti lán til að endurfjármagna önnur sem eru að falla á gjaldaga, en það gildir ekki um þau lán sem hér um ræðir því að þau stendur til að nota í gjaldeyrisvaraforða seðlabankans sem að fyrirmælum IMF á að nota til að fjármagna fjárflótta úr landi við afléttingu gjaldeyrishaftanna. Já - þú last rétt. 700 milljarðar eiga að vera til taks fyrir seðlabankann í því ævintýri - nokkuð sem er valfrjálst fyrir íslendinga.
Ég hef skrifað um það áður, en ég er ekki viss hvort er verra, icesave samningurinn, eða endurreisnarplanið sem samþykkt hans á að opna fyrir. Ég legg því alveg eindregið til að hafna hvorutveggja. Það er jú betra að gera ekkert en tóma vitleysu.
Þetta matsfyrirtæki Fitch Ratings er síðan jafn trúverðugt um láhæfi og næsti flækingshundur. Það ásamt fleirum mat það svo að 100% húsnæðislán til bandarískra fátæklinga, án greiðslumats eða nokkurra pappíra um að lántakandi hefði vinnu yrðu að traustum fjárfestingarkostum ef þau kæmu nægilega mörg saman í eina bendu. Sambærileg að gæðum og ríkisskuldabréf voldugustu þjóðríkja! Megin forsendan var að húsnæðisverð yfir öll bandaríkin gæti ekki lækkað samtímis! Á grunni þessa "mats" voru risastórir skuldapakkar með þessum lánum seldir um allan heim - m.a til lífeyrissjóða. Vanhæfi þess og annarra startaði núverandi heimskreppu hvorki meira né minna.
Telja að ljúka verði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2009 | 16:43
Framvinda esb málsins verður þessi?
Íslenska samninganefndin mætir til Brussel með stóra loforðasekkinn á bakinu til að komast að því hvað sé í boði. En eins og kunnugt er vita sporgöngumenn innlimunar íslands í evrópusambandið það ekki og einmitt þessvegna var ekki hægt að láta þjóðina kjósa um hana. Þetta er allt á huldu.
Eftir nokkuð japl, jaml og fuður kemur það á daginn og þá tekur við spunaferðalag ríkisstjórnarinnar næstu tvö árin til að matreiða það ofan í kjósendur að það sem er í boði sé bara evrópusambandið. Niðurstaða samninga verður þó engu að síður óvenju glæsileg fyrir Ísland og mun betri en leit út í fyrstu. Þ.e loks þegar samninganefndin nennir ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur, skálar í kampavíni, skrifar undir og fer heim.
Næstu alþingiskosningar fara í deilur um aðild að evrópusambandinu og flokkarnir skila mis-auðu í málinu, því mun kjósendum ekki takast að hafa nein áhrif á stjórnarskrárbreytingu þá sem þarf til afsals fullveldisins og það mál rennur í gegn. Eftir á munu stjórnmálafræðingar komast að því að kosningarnar hafi alfarið snúist um það og niðurstaðan sé einkar lýðræðisleg.
Nú, þjóð sem aldrei hefur prófað að vera í evrópusambandinu hefur engar forsendur til að taka faglega og upplýsta ákvörðun um innlimunarsamninginn. Sakir þessa og ennfremur hversu málið er flókið og hætt við að lýðskrumarar og ofbeldismenn af ýmsu tagi hertaki umræðuna með hræðsluáróðri -verður ekki efnt til Þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. það mun þykja of ólýðræðislegt gagnvart þeim sem vilja upplifa hvað er í boði. Því verður aðild samþykkt á alþingi í takt við hreina samvisku þingmanna sem gera grein fyrir henni við atkvæðagreiðsluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 09:05
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og engar refjar
Það þýðir ekki að tala eingöngu um lýðræði, fullveldi og sjálfstæði þegar það hentar sérstaklega. Því verður að fylgja einhver merking. Að mínu mati er það skylda alþingismanna að setja þetta mál í hendur þjóðarinnar. Þeir hafa engan rétt til að véla með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar í hrossakaupum á alþingi meðan stjórnarskrá heimilar ekki slíkt.
Það er nóg að sitja uppi með það sem gerðist þegar okkur var troðið inn í evrópska efnahagssvæðið - sem var brot á stjórnarskránni. Þó ekki verði nú bætt gráu ofan á svart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2009 | 23:00
Æskilegir bankaeigendur?
vísir.is segir þetta;
Kröfuhafahópurinn samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu Evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi.
Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölu og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa.
Hvaða fjárfestar eru það sem kaupa upp hluti í gjaldþrota bönkum sem eru undir handarjaðri skilanefnda. Líklegast áhættusæknir menn í leit að fremur skjótfengnum gróða. Þetta segir mér það eitt að íslenska ríkið ræður lítið við stöðuna. Varla eru þetta drauma-eigendur íslenskra banka?
Góðu fréttirnar eru þær að við erum ekki óvön því að áhættusæknir og óprúttnir menn reki hér banka.
Bandarískir vogunarsjóðir meðal stærstu eigenda Kaupþings? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar