8.1.2010 | 15:36
Röng þýðing veldur misskilningi og úlfúð
Í þýðingu mbl.is er alvarleg villa. Haft er eftir Roy - og það innan gæsalappa - Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Þetta er rangt, það sem hann segir er: Icelanders are, by nature, intrinsically unreasonable.
Roy segir íslendinga því ekki ósanngjarna, heldur óraunsæja (taka ekki rökum). Sem aftur skýrir hvers vegna þeir, á flótta undan kúgun í Noregi, létu sér detta í hug að setjast að á risastórum köldum hraunmola rétt sunnan heimskautbaugs (og fleira skemmtilegt).
Þar sem þessi meinti skortur á raunsæi íslendinga er leiðarstef greinarinnar og hryggjarstykkið í fínum húmor og frásagnargáfu Roy Hattersley, veldur þýðingarvillan því að útlagning mbl.is á henni missir algerlega marks. Viðbrögð bloggara sýna það, þ.e þeirra sem ekki lásu greinina á frummálinu. Fyrirsögn greinarinnar mætti vera betri til að húmorinn skiljist. Orðið þrjóska nær ekki utan um þá hugsun sem felst í lýsingunni bloody minded í þessu samhengi.
Mín upplifun er sú að greinin sé fremur hliðholl okkur fremur en hitt ef menn vilja fara út í þá sálma. Fyrst og fremst er þetta skemmtilesning á ekta breska vísu þar sem höfundur gerir grín að íslendingum, Bretum og sjálfum sér. Hún er sjálfstætt stykki sem þýðir ekki að vitna til í bútum og þýða í fljótfærni. Hér er illa af stað farið.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.10.2009 | 16:10
Er ekki rétt að geta allra íslensku verðlaunahafanna
Hér er beinn hlekkur á fréttina af verðlaunaafhendingunni. Klausan sem snertir íslenska þjóðarstoltið er svona;
ECONOMICS PRIZE: The directors, executives, and auditors of four Icelandic banks Kaupthing Bank, Landsbanki, Glitnir Bank, and Central Bank of Iceland for demonstrating that tiny banks can be rapidly transformed into huge banks, and vice versa and for demonstrating that similar things can be done to an entire national economy.
Í lauslegri þýðingu.
Verðlaun í hagfræði: Stjórnendur og endurskoðendur fjögurra íslenskra banka - Kaupþings, Landsbanka, Glitnis og Seðlabanka Íslands - fyrir að sýna að örlitlum bönkum er hægt að breyta hratt í risabanka og öfugt og fyrir að sýna að viðlíka hluti er hægt að gera við hagkerfi heillar þjóðar.
---
Ég óska öllum hlutaðeigandi hjartanlega til hamingju með verðlaunin, sem eru verðskulduð.
Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 15:11
Álfheiður hefur verið bráðgert barn
Hún hefur lokið stúdentsprófi á fæðingarári sínu - samkvæmt vef alþingis er hún fædd 1. maí 1951.
Og skv. fréttinni;
Álfheiður Ingadóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk B.Sc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universität í Vestur-Berlín 1976-1977.
Geri aðrir betur!
Ráðherraskipti á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2009 | 11:08
Fákeppni á samkeppnismarkaði hagsmunaaðila
Ef við gerum ráð fyrir að bandaríkjamenn séu um 1000 sinnum fleiri en íslendingar þá má gera ráð fyrir því að fyrir hvern frambærilegan íslenskan blaðamann eigi bandaríkjamenn 1000 slíka. Til að bæta gráu ofan á svart hafa bandarískir blaðamenn 1000 sinnum fleiri frambærilega viðmælendur sé notuð sama mælistika.
Málið er verra ef þessum höfðatöluhundakúnstum er beitt á hagsmuna- og þrýstihópa. Fyrir hvern sæmilegan íslenskan þrýstihóp eru e.t.v til 1000 bandarískir. Nú virkar þetta ekki svona en gefur samt ákveðna hugmynd. Hún er sú að hér á Íslandi ríki fákeppni á samkeppnismarkaði þrýstihópa miðað við það sem gerist í stóru löndunum. Hér eru þeir mun færri en að sama skapi áhrifameiri. Óvíða er þetta skýrara en á fjölmiðlamarkaði.
Eftir gjaldþrot tveggja meginstoða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi var enginn til að hlaupa í skarðið og taka upp þráðinn. Þess í stað kom endurvinnsla og gamla grautnum var skutlað í nýjan pott. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lyklavöldin yfir Fréttablaðinu og Stöð2 og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er mættur í ritstjórastól Morgunblaðsins.
Þetta er um margt þægilegt fyrirkomulag - maður þarf t.d sárasjaldan að endurskoða með hvaða gleraugum maður les íslenska fjölmiðla. Slæmu fréttirnar eru að í skarpt pólaðri íslenskri fréttamennsku falla aðalatriðin stundum algerlega í skuggann meðan kastljósinu er beint að tilfallandi vopnaskaki milli hagsmunaklíkanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 17:47
100.000 Volkswagen Golf mótorar í kjallara íbúðarhúsa í stað kjarn- og kolaorkuvera
Í Hamborg er verið að setja af stað athyglisvert verkefni. Einskonar orku-sverm (orkuský) sem samanstendur af litlum aflgjöfum, knúnum jarðgasi, sem verða staðsettir í heimahúsum og sjá um að kynda þau upp og skaffa þeim heitt vatn. Gróf þumalregla fyrir hefðbundinn sprengihreyfil er að þriðjungur orkunnar fari í vinnu, hreyfiorku sem nýtist, en 2/3 hlutar í varma sem að öllu jöfnu nýtist ekki - en nýtist að verulegu leyti til að hita upp hús og vatn í þessu verkefni.
Umræddir aflgjafar eru Volkswagen (golf) mótorar sem ganga fyrir gasi og knýja 20Kw rafal sem er tengdur beint inn á raforkunetið. Fyrirhugað er að setja upp 100.000 slíka sem eru fjarstýrðir yfir netkerfi og geta framleitt samanlagt 2000 MW (þrjár Kárahnjúkavirkjanir).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2009 | 04:14
Króna í hnotskurn
Mikið innflæði fjármagns inn í hagkerfi - sem hleður upp væntingadrifnu góðæri - endar gjarnan með skelfingu þegar innflæðið verður að útflæði og ballið klárast. Væntingadrifið góðæri felst þá í því að engar sérstakar aðstæður í viðkomandi hagkerfi standa undir veislunni - sem er drifin áfram af ódýru lánsfé, en ekki raunverulegri verðmætasköpun. Hagkerfi sem státar af miklum nýjungum í hagnýtingu (nýrrar) tækni og þekkingar eða möguleikum á stórauknum tekjum vegna náttúruauðlinda sem fjármagnið fer í að nýta fellur ekki undir þetta. Og gjaldmiðll viðkomandi hagkerfis sem lendir í væntingadrifnu gróðæri skiptir ekki öllu máli. Það sjáum við á Írlandi og víðar.
Hér á Íslandi réðu væntingar ferðinni mörg síðustu ár. Þó svo að Kárahnjúkavirkjun væri að bætast við í orkuflóru íslands var hún varla meira en sæmileg ástæða til að milda óhjákvæmilega niðursveiflu eftir þenslubólu síðustu ára síðustu aldar. Restin voru væntingar, bankabóla, fasteignabóla, eignabóla, hlutabréfabóla. Efnahagsleg þvæla frá a-ö.
Krónan hjálpaði ekkert á þessu tímabili sem dempari á þensluna. Verðtryggð lán, gjaldeyrislán og margt fl. gelti áhrif stýrivaxtatækis SÍ sem staðfastlega neitaði að grípa til annrra ráða sem hefðu e.t.v getað dugað. Þvert á móti var blásið í krónuhagkerfið eins og blöðru með þessu innflæði erlends fjármagns og niðurstaðan varð síst betri en ef við hefðum notað lágvaxtamynt eins og t.d evru. Í þessum skilningi nýttum við ekki kosti sjálfstæðs gjaldmiðils og stýriáhrif sem hann gerir möguleg - hann gerði eiginlega illt verra meðan á þenslunni stóð. Háir stýrivextir voru beggja handa járn og áhrif þeirra voru líklegast heilt yfir þensluhvetjandi - ótrúlegt en satt.
Hin "jákvæðu" stýriáhrif litu dagsljós eftir haustið 2007 þegar lausafjárkrísan alþjóðlega sprakk og íslensku bankarnir voru komnir á "borrowed time" - þ.e.a.s þeir fengu engin frekari lán og eina spursmálið var hversu lengi lánsfjárkrísan varaði. Glöggir menn áttuðu sig á því að ballið hjá íslensku bönkunum var þá þegar búið. Árið 2008 var tími þeirra á dauðadeildinni og pínlegt var að fylgjast með íslenskum banka- og stjórnmálamönnum við að varalita þetta dauða svín þar til að óhjákvæmilega skall á. En á þessu tímabili þurrkuðu bankarnir allan gjaldeyri sem til var í landinu upp til að reyna að mæta afborgunum skammtímalána - sem þeir skulduðu í "lange baner" - og krónan féll að sama skapi.
Þar með þjónaði hún sínu hlutverki - landið í heild var nærri gjaldþrota gagnvart útlöndum og hafði engin efni á miklum innflutningi- og innflutningur varð mjög dýr og er enn. Að sama skapi lækkaði verðlag á íslandi með falli krónunnar og gerði ísland samkeppnishæfara sem ferðamannaland, sem útflutningsland fyrir vörur og þjónustu. Náttúruleg stýriáhrif sjálfstæðs gjaldmiðils tóku völdin og leiðréttu falskt gengi krónunnar yfir langt árabil- sem var m.a falskt vegna ofurvaxta Seðlabankans sem löðuðu hingað skammtímafjármagn í leit að skjótum gróða.
Krónan hjálpaði okkur nær ekkert í fyrri hálfleik, en kemur sterk inn í þeim síðari. Vegna verð- og gengistryggingar lána hér í himnaríki lánadrottna eru skuldarar ekki sáttir. Skal engan undra. En mistökin eru til að læra af þeim. Afnám verð- og gengistryggingar lána (sem er ólögleg) er að sjálfsögðu forgangsatriði til að ná eðlilegum markaðskjörum á lánveitingar.
Við hljótum að draga lærdóm af reynslunni - ekki satt?
Sem betur fer eru málsmetandi hagfræðingar að setja fram þann augljósa sannleika í dag - að erlendar lántökur til að hækka krónugengið eru engin lausn fyrir íslenska hagkerfið sem rambar á barmi gjaldþrots gagnvar útlöndum. Bæði Jón Daníelsson og Joshep Stiglitz eru fullir efasemda um slíkar lausnir. Skal engan undra. Það er varla flókið að sjá að frekari lán lækna ekki of miklar skuldir! Við verðum að komast út úr þessari kreppu á krónunni og það væri ágætt að stjórnvöld áttuðu sig á því og hættu að velta vöngum yfir algerlega óraunhæfum flýtileiðum og draumalandsferðum yfir í evruna. Slíkt er einungis í boði í draumalandinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2009 | 01:41
Michael Hudson - viðtal í Guns and Butter um ísland, icesave og (mögulegar) afleiðingar.
Hér er skemmtilegt og athyglisvert viðtal við hag- og sagnfræðinginn og íslandsvininn Michael Hudson sem fer yfir stöðuna á íslandi, samskiptin við breta, og líklegar afleiðingar af samþykkt fyrirvara alþingis sem hann telur geta orðið mjög miklar á heimsvísu. Hægt er að hlusta á viðtalið á hér þar til 2. september. Dr Hudson lítur svo á að hér séu stórmerkilegir atburðir að gerast - jafnvel stór nagli í kistu ný-frjálshyggu hugmyndafræði þar sem sjónarmið fjármálamanna verða undir lýðræðinu.
Viðtalið er klukkustundar langt og vistað hér fyrir neðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 17:19
Gagnslaus IMF
Í vopnabúri IMF er aðal tækið (eina tækið) að veita þjóðríkjum í kreppu lán. Lán sem að sjálfsögðu verður að endurgreiða að fullu. Vandinn er sá að það síðasta sem ríki í kreppu þurfa eru meiri erlendar skuldir þegar að of miklar skuldir eru einmitt rót vandans. Þetta er því miður kjarni málsins.
Þau ríki sem þyggja aðstoð sjóðsins og taka frá honum lán verða síðan í kjölfarið að sæta niðurskurðarhníf sjóðsins sem miðar að því að ríkissjóðir nái hallalausum rekstri til að geta endurgreitt lánin. Rúmenía er með um 7-8% halla á fjárlögum ríkisins í ár og nú verður að grípa til harkalegra aðgerða. Þetta er akkúrat sú hengingaról sem íslendingar berjast við af öllum mætti að smeygja um háls sér og halda að feli í sér endurreisn. Svo mikill er áhuginn fyrir þessu von- og gagnslausa plani sjóðsins að það er talið þess virði að samþykkja icesave með kostum og kynjum til að komast í gálgann og látið að því liggja að hver dagur sé dýr sem það frestist. Einmitt það!
IMF er eins og keðjusög, hvorki góður né vondur, fremur eins og verkfæri sem sagar þegar það er ræst. Hann er græja sem lánar peninga og hikar ekki við að leggja hvaðeina í rúst til að endurheimta þá. Fyrir einhvern misskilning er talið að eitthvað bjargræði felist í þessu. Að einhver endurreisn felist í því að taka risastór lán hjá sjóðnum til að nota í gjaldeyrisvaraforða. 6-700 milljarða.
Gott fólk, þetta er algert rugl. Ekki bara rugl heldur erum við að skauta inn á svæði þar sem við missum stjórnina og verðum að sæta hvaða afarkostum sem vera skal. Vandinn verður ekki umflúinn, lán frá IMF hjálpa okkur e.t.v tímabundið en gera allt verra til lengri tíma litið. Jafnvel óbærilega hroðalega vont eins og fjölmörg ríki hafa fengið að þola undir stjórn sjóðsins. Varanlegar hörmungar til áratuga þegar verst lætur.
Hér er hallareksturinn miklu meiri en í Rúmeníu (13%), niðurskurðurinn verður óbærilegur og aðgerðirnar sem grípa þarf til í samræmi við það. Við íslendingar ætlum sem sé á næstu árum að gera það sem engri þjóð hefur nokkurntímann tekist. Við ætlum að slá heimsmet í að borga erlendar skuldir, heimsmet í viðsnúningi á utanríkisviðskiptum, og líklega heimsmet líka í niðurskurði á ríkinu. Það sé ég ekki betur. Ég bíð ekki spenntur.
Skikkaðir í tíu daga frí af AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu ár hef ég upplifað að búa í öðrum veruleika en þorri fólks. Á árunum 2003-4 fékk ég mjög sterklega á tilfinninguna að velgengni íslendinga væri byggð á sandi. Sú vitneskja styrktis jafnt og þétt eftir því sem leið á góðærið og það magnaðist. Nú blandast engum hugur um að við lifðum í sýndarveruleika þegar afleiðingarnar blasa við.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig heilt þjóðfélag getur komið sér upp jafn viðamikilli sjálfsblekkingu og við íslendingar gerðum á liðnum árum. Oft hef ég velt fyrir mér þætti fjölmiðla og ennfremur auglýsenda. Að mínu mati fæst aldrei botn í það sem gerðist hér á liðnum árum nema fara rækilega ofan í saumana á þessum þáttum.
Áhrif auglýsinga er ekki vinsælt umræðuefni og allra síst hjá fjölmiðlum sem lifa á auglýsingum. Svo er komið að auglýsingar eru orðnar vinsælt skemmtiefni og gerð þeirra listgrein. Lítill gaumur er gefinn af áhrifum auglýsingaflóðs á fólk yfirleitt. Daglegt líf og þróun okkar samfélags. Sé horft til þess hversu gríðarlegum fjármunum er varið til auglýsinga og kynningarefnis af öllu tagi er freistandi að álykta sem svo að þær hafi verulega mikil áhrif, jafnvel að þær séu ráðandi þáttur í samfélagsmótun og mótun skoðana og viðhorfs okkar til margra hluta.
Sem dæmi um andvaraleysið gagnvart auglýsingum - hefur ítrekað verið tekist á um það hvort að RÚV eigi að víkja af auglýsingamarkaði. Þær vangaveltur hafa alfarið snúist um markaðsstöðu annarra fjölmiðla og hugmyndir um frjálsa samkeppni. Engar siðferðislegar spurningar hafa vaknað í þeirri umræðu t.a.m hvort að auglýsingar megi flokka sem áróður eða óæskilegt áreyti. Hvort að það sé boðlegt fyrir íslenska ríkið að skylda fólk til að borga fyrir efni sem inniheldur mikið af auglýsingum hvort sem því líkar það betur eða verr. Ennfremur hvort að vernda beri börn og ungmenni fyrir auglýsingum, eða jafnvel hvort að vernda beri fullorðna fyrir auglýsingum.
Ég þekki engan sem telur sig verða fyrir áhrifum af auglýsingum. Markaðurinn er augljóslega ekki sammála, það sést á fjáraustrinum í þær að þær virka.
Mig langar að sjá fleiri rannsóknir um þetta efni, peningum í það er vel varið.
Auglýsendur stýra umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2009 | 11:29
Þar ertu óhultur
Þú ert óhultur í "núinu" góða ef þú kemst þangað fyrir hugsunum þínum.
Við flokkum alla hluti: Þjóðerni, stefnur og strauma, gott og vont, kreppu og góðæri. Allt til þess að auðvelda okkur lífið og finna eitthvað stabílt comfort zone.
Vandamálið er að slíku er ekki til að dreifa í raun enda allt á fleygiferð og ekkert stendur í stað í raun.
Churchill sagði að life (history) væri: "One damn thing after another" sem er rétt.
Ef að maður, einstaklingur, skilyrðir líf sitt við að þetta eða hitt gerist eða gerist ekki (eða breytist ekki) þá er maður hopeless frá degi eitt.
Maður sem mætir hverjum degi eins og barn, fullt af áhuga og heilbrigðri forvitni, laus við dómhörku, upplifir lífið allt öðruvísi en sá sem gerir hið gagnstæða.
Við teljum okkur geta (og reynum) skipulagt alla hluti og þannig náð stjórn á þeim til að tryggja okkur gegn því sem við teljum óæskilegt og við forðumst. Þetta tekur alla okkar orku og byrgir okkur sýn á það sem raunverulega skiptir máli.
Sagði ekki meistari Lennon eitthvað á þessa leið: Life is what happens while you are planning it.
Maður sem er raunverulega frjáls í raun getur lifað við hvaða aðstæður sem er án þess að þurfa selja sér þær hugmyndir sem eru ríkjandi þar.
Hann er einfaldlega frjáls fyrir þeirri þjáningu sem plagar aðra og fúnkerar flott án þess að verða hugarfarinu og gildismati þess að bráð.
Hvað er það sem gerir hann frjálsan?
Hann þarf ekki að hafa stjórn á hlutunum og væntir einskins sérstaks þannig, tekur öllu sem gjöf en ekki kvöð og lifir sæll í þakklæti þess sem veit og þarf því ekki að flokka eða trúa. Líf hans er óbeislað og ekki skilyrt á nokkurn hátt. Skjól hans er núið, akkúrat núna, því þar eru engin vandamál og geta aldrei verið.
Hugur manna er orðin ráðandi afl í stað þess að vera (nauðsynlegt) verkfæri sem við grípum til annað slagið. ´Maður sem dvelur í huga sínum (mind) og hugsunum er friðlaus maður því að hugsun manna er 95% repetitious (endurtekning) og leitast við að búa til vandamál og leysa þau og hættir aldrei.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar