ESB - Kastljós

Leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB verður það eina sem þjóðin á að fá um málið að segja. Hættið nú alveg.

Eini maðurinn sem stóð í lappirnar er Ásmundur VG - sagði það sem er hárrétt að við erum að fara að sækja um inngöngu í þennan klúbb. En ekki leggja upp í einhverjar viðræður um að velja rétti af hlaðborði sambandsins. 

Þátturinn endaði síðan á algerlega innantómri gulrót Helga Hjörvars um nauðsynlegan stuðning evrópska seðlabankans við krónuna. Nokkuð sem er einungis til í draumalandi samfylkingarinnar og hún þreytist aldrei á að halda fram - og tekst það vegna lélegra fjölmiðla.

Meira að segja Jón Baldvin lýsti nýlega í viðtali á Bylgjunni hvernig þetta virkar og þetta er ekki stuðningur - þetta er afplánun sem þarf að þreyja til að komast inn í evruna, ekki stoðkerfi fyrir ríki í gjaldeyriskreppu. Þvílíkt rugl! Reyndar náði Jón þessu ekki alveg því að hann var að tala um Lettland sem var innan þessa kerfis þegar kreppan skall á og hangir þar þessvegna. Þarna eigum við ekkert erindi inn - allra hluta vegna - fyrr en hagkerfið og krónan eru komin í jafnvægi. 

Alltaf fjör í Undralandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband