1984 eða bara draumur blýantsnagara?

Hryðjuverkastríðið skilar líklega meiri terror og viðbjóði en hryðjuverkin sjálf. Fingraför í vegabréf eru skilgetið afkvæmi þess. Eftirlitsmyndavélar á flest götuhorn líka; yfirvöld með nefið ofan í hvers manns koppi.  Það er ekki gott að segja hvort að hér er á ferðinni meðvitað ferðalag eða hvort að þetta sé gróður hræsluáróðurs og bölsýnisfréttamennsku sem birtist svona með aðgerðum stjórnlyndra bjúrókrata sem telja að reglur, boð og bönn leysi öll heimsins mein.

Gagnvart hinum almenna borgara færast fjötrarnir sífellt nær og nær. Röksemdir um öryggi og nauðsyn þess að hafa hendur í hári lögbrjóta virka eins og ísbrjótur enda á þetta ekki að bitna neitt á þeim sem "hafa ekkert að fela".  Hvar þetta ferðalag endar er ekki gott að segja, en verði þessari þróun ekki andæft kröftuglega endar hún inni á heimilum og hvar sem vera skal þar til ekkert er eftir sem heitir persónuleg friðhelgi eða einstaklinsfrelsi. Hinn almenni borgari færist sífellt nær því að vera hlekkur í færibandinu, stimplaður, skuldsettur og skattpíndur frá vöggu til grafar.  Það er fyrir löngu síðan búið að skrifa bókina og gera myndina líka.

Sorgleg þróun.

 


mbl.is Fingraför í vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 38843

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband