25.6.2009 | 22:30
Þegar þunglyndi leggst á stjórnvöld - ráðleggingar frá sérfræðingi
Ég kannast persónulega við þunglyndi. Það er mjög hvimleitt ástand sem getur t.d leitt af sér óbærilega sjálfsvorkun og sektarkennd samhliða almennu þróttleysi sem rænir mann kröftum til sjálfsbjargar. Þessi sjúkdómur tekur á sig form frá minniháttar kláða yfir í að verða banvænn í bókstaflegri merkingu - og allt þar á milli. Það er betra að fara varlega ef hann gerir vart við sig.
Ég er ekki frá því að eitthvað í þessum dúr sé lagst yfir íslensk stjórnvöld, fylgismenn þeirra og jafnvel hluta þjóðarinnar. Þorvaldur Gylfason ritar t.d grein í fréttablaðið í dag og fjallar um siðferðishlið iceslave málsins og kemst að því að gott siðferði felist í að við berum ábyrgð á klabbinu gagnvart bretum vegna mistaka stjórnvalda. Í þessari umfjöllun Þorvaldar liggur þjóðin sjálf óbætt hjá garði. Að lágmarki sá hluti hennar sem sakir ungs aldurs hefur aldrei haft neitt að segja um stjórnarfar landsins. Óstjórn og fjárglæfrar síðustu ára bitnuðu síðan ekki bara á bretum, hér heima eru mörg fórnarlömb sem nú eiga að axla samvisku stjórnvalda í formi erlendra skulda m.a vegna iceslave - til viðbótar því sem bankahrunið olli.
Meðreiðarsveit stjórnvalda á bloggi, einkum Samfylkingarinnar, herjar á þá sem reyna að finna aðra fleti á málum en að kyngja iceslave vistarbandinu. Svo vondur er "okkar" málstaður að það er bókstaflega lýðskrum að fjalla um dómstólaleiðir, eða að fella iceslave ábyrgðina á alþingi. Hinir réttlátu útlendingar sem "við" höfum farið svo illa með munu örugglega hætta að gera okkur þann greiða að kaupa gagnslaust vörudraslið sem við framleiðum og skella öllum alþjóðlegum hurðum á nefið á okkur ef við dirfumst til að bera spillta hönd fyrir höfuð í málinu. EES samningurinn er einhliða góðgerðastarfsemi gagnvart Íslandi sem fýkur út í loftið ef við verðum ekki þæg, stillt og góð. Hugtök eins og fullveldi og sjálfstæði eru orðin að skammaryrðum og þeir sem með þau fara þjakaðir af þjóðrembu.
Margt í meðförum iceslave málsins bendir til að stjórnvöldum líði svipað þegar þau eiga í samskiptum við erlenda kollega sína. Sama gildir um alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Engu er líkara en að að janteloven hafi skotið rótum í hausum stjórnvalda og embættismanna sem fyrir bragðið trúa þau því að kyrkingaraðferðir sjóðsins og meira af meðalinu sem kom okkur í þessa stöðu - erlendar skuldir - séu eina mögulega lausn vandans.
Ef einhver regla er til í samskiptum ríkja þá er hún sú að hver er sjálfum sér næstur. Þetta er löngu komið út í píslarvætti og á sér samsvörun í þunglyndi. Þetta rugl getur ekki gengið lengur, hér þarf lækni á svæðið.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ólafur.
Jafnaðarmenn hafa ávallt viljað lúffa fyrir erlendum öflum, voru á móti því að við lýstum yfir sjálfstæði 1944. Dógu ávallt lappirnar í öllum þorskastríðunum. Þessi tónn í Þorvaldi Gylfasyni er sá sami og var í þessum fyrrum sjálfstæðisátökum okkar við valdaþjóðir Evrópu.
Ef við hefðum farið eftir þessum siðferðiskröfum, þ.e. herramennsku í framferði, hefðum við aldrei náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og efnahagslögsaga ríkja væri, kannski 3 mílur enn í dag ef fyrrum nýlenduveldin hefðu haft sitt fram.
Það sem jafnaðarmenn sjá ekki fyrir ESB glýjunni, er að valdaríkin í Evrópu, Þýskaland, Frakkland og Bretland eru enn í valdaleik. Með því að stækka Efnahagsbandalagið og sérstaklega með Lissabonsamkomulaginu ná þau að binda allar smáþjóðir Evrópu í halarófu á eftir sér. Stefna þeirra í utanríkis og heraflamálum sýnir glöggt að nota á ESB sem sameiginlegt evrópskt pólitískt afl. Sérstök ríkisstjórn ESB, afskipti af hernaðarátökum víða í heiminum, stefna um að efla áhrif sín á norðurslóðum og tengist auðlindaöflun sem Evrópa er fátæk af eru skýr merki um að ESB stefnir að því að verða stórríki Evrópu.
Það er bundið í Jafnaðarmannastefnunni af hafa ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, veikleikin fellst í að stefnan er upprunalega alþjóðleg og á því erfitt með að kenna sig við þjóðleg viðhorf. Þess vegna eru viðhorf Samfylkingarmanna evrópsk, ekki íslensk.
Sigurbjörn Svavarsson, 25.6.2009 kl. 23:10
Sæll Sigurbjörn og takk fyrir pistilinn.
Ég vissi af þessu sjónarmiði sem þú setur fram. Að óreyndu hefði ég samt ekki trúað því að það tæki á sig þessa mynd sem það er að gera í dag. Ég hef hingað skilið það þannig að jafnaðarmenn vildu samvinnu og samstarf við evrópuþjóðir en ekki gerast gólftuskur þeirra. Það er kannski full rammt að orði kveðið en hvað á maður eiginlega að halda?
kv.
Ólafur Eiríksson, 25.6.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.