Írland er á framfæri Evrópska seðlabankans - bak við tjöldin.

Það er eitthvað furðulegt í gangi á Írlandi, en þar var gríðarleg þensla á liðnum árum -sambærilegt ástand og var hér -,  eins og íslensku bankarnir fjármögnuðu þeir írsku sig með útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum. Þegar veislunni lauk og sá markaður þornaði upp í fjármálakreppunni voru þeir komnir í vonda stöðu og þurftu að snúa sér til írska seðlabankans eftir aðstoð, sem aftur hefur bakhjarl í þeim evrópska (ECB). En sagan endar ekki þar og hér kemur áhugaverði kaflinn.

Írskir bankar eru að kaupa ríkisskuldabréf sem evrópski seðlabankinn tekur gild sem veð og lánar þeim í staðinn ferskar og nýprentaðar evrur. Þannig er írska ríkið að fjármagna fjárlagahalla sinn í boði evrópska seðlabankans og notar bankakerfið sem millilið. Þetta er líklega brot á einni helgustu reglu Maastricht sáttmálans sem segir að ríkisstjórnir megi aldrei fjármagna sig frá seðlabanka.

Um þetta má lesa í þessum pistli David McWilliams.

Lenihan’s life-support machine

Athugasemdirnar við greinina eru ekki síður fróðlegar og virðast lesendur nokkuð klárir á því að Írland væri löngu "hrunið" ef evrópski seðlabankinn hefði ekki dælt í þá fé m.a með þessum hætti.

Hér er ein athyglisverð þar sem kemur fram að írskir bankar skuldi evrópska seðlabankanum andvirði einnar þjóðarframleiðslu írlands.

Subscribed to comments via email | 25 May 2009 1:00 am

From this analysis it looks like Banks owed the ECB circa €40 billion in September 2008. Since the ‘blanket’ guarantee on all liabilities of the banks (deposits and bank ‘bonds’/loans from other financial institutions), could these banks have redeemed bonds and replaced €100 million of their €400 million liabilities with funding from the ECB, a lender with a lot more leverage than some ‘high risk’ fund ?

Assume this analysis is for the 6 covered banks then they could have switched already about ¼ of the ‘risky debt ‘(used to fund ‘boom’ valued properties) of the banks to now nearly 100% GDP outstanding to the ECB! All of this has to be paid back in future with interest.

Af umræðunni má ráða örvæntingu ekki ósvipaða því sem lesa má á íslenskum bloggsíðum þar sem spegúlantar af ýmsu tagi reyna að sjá fyrir sér hvernig hrollvekjan endar. Rétt eins og hér ræða þeir líka um elítu og gruna stjórnmálamenn, bankamenn og byggingafélög um græsku.

Af þessu má líka ráða að það var ekki evran sem slík sem heldur írum enn á floti, heldur inngrip evrópska seðlabankans. Þetta mun ganga þar til hinn venjulegi Þýski sparifjáreigandi kemst að því að írskum óreiðumönnum er haldið á floti af prentvél evrópska seðlabankans. Gerist það er ballið líklega búið og evrusvæðið í vissu uppnámi. Spurningin er hvort að sambærilegar aðferðir eru notaðar víðar en bara á Írlandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband