15.6.2009 | 18:42
Furðulegt mál IceSave
Öll framvinda þessa máls er svo undarleg að mann er farið að gruna að hér sé einhverskonar leikatriði á ferðinni.
Er það mögulegt að að bresk stjórnvöld hafi krafist þess að þessi samningur yrði gerður -
1) Til að velta ekki upp neinum vafa um að innistæðutryggingakerfi EU svæðisins sé ríkistryggt til að forða frekari bankaáhlaupum sem gætu lagt það í rúst (enn frekar).
2) Til að forða sér frá lögsóknum gagnvart brotum á samkeppnisreglum EU vegna ríkisinngripa í bankakerfið þar á meðal innistæðutrygginga.
3) Til að halda pólitísku andliti sínu heimafyrir
Þessi mikli þrýstingur allra evrópuþjóðanna snýst um evrópska bankakerfið sem er enn að verulegum hluta farlama; margir bankar gjaldþrota í raun með allskonar töpuð útlán og afleiðusamninga í bókum sínum. Minnsti titringur getur sett af stað ný bankaáhlaup með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Smáa letrið í IceSave samningnum er e.t.v svo há-leynilegt af því að þar eru ákvæði um einhver þau kjör sem dugðu til að Svavar kom glottandi heim og að Steingrímur ver samninginn með kjafti og klóm. Kannski ákvæði um að hann verði uppfærður til samræmis við ný lög um innistæðutryggingasjóði EU þegar þau verða tilbúin og/eða að eitthvað lítið þurfi að borga í raun og veru.
Hvað á maður eiginlega að halda?
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkúrat, þó svo að við sannarlega skulduðum bretum þessa upphæð -eigum við að segja bara út af einhverju allt öðru - þá mundi engin evrópuþjóð nenna að standa í ströggli út af málinu með bretum gegn okkur. Þetta eru smáaurar fyrir þessar þjóðir.
Hér er því á ferðinni þrýstingur út af einhverju öðru og það liggur fyrir hvað það er.
Ólafur Eiríksson, 15.6.2009 kl. 18:55
Kostnaður Evrópusambandsríkjanna við bankabjörgun er nú þegar kominn upp í u.þ.b. landsframleiðslu Þýskalands, sem er stærsta hagkerfi sambandsins, og ólíklegt að þar séu öll kurl komin til grafar. Evrópa er í álíka djúpum skít og við vorum í fyrra, áhrifin eiga bara eftir að koma í ljós. Með myndlíkingu má segja að hjá okkur sé húsið hrunið til grunna, en í Evrópu er rétt svo framhliðin byrjuð að molna.
"A larger mass simply takes longer to crumble."
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2009 kl. 20:31
Já.
Vandinn er að það er engin leið að geta sér til um hvað stendur í þessum samningi. Hvorutveggja er mögulegt - afsláttur breta vegna þess sem ofan er nefnt, hinsvegar 300 ára saga breska heimsveldisins.
Ólafur Eiríksson, 16.6.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.