1.8.2011 | 00:10
Mergjaður árangur hjá Annie Mist
Þó að ég megi heita anti-sportisti, og hef t.a.m krónískt óþol gagnvart síbylju um boltaleiki, þá hef ég lítillega kynnt mér crossfit og þykir nokkuð til þeirrar íþróttar koma. Hún virðist að mestu laus við hópsálarstemminguna sem fylgir t.d boltaíþróttum og er skemmtilega árangursmiðuð rétt eins og frjálsar íþróttir. Miðað við það sem ég hef séð frá þessu sporti þá er það alveg ótrúlegur árangur hjá Annie að mæta þeim bestu (á heimavelli) og fara með sigur af hólmi. Upphæð verðlaunanna bendir til að mótið hafi verið alvöru og undirstrikar árangurinn.
Annie Mist sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38988
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig vill til að knattspyrna er og hefur verið VINSÆLASTA íþrótt í heiminum í áratugi. Þannig að þú sérð hvaða álit heimurinn hefur á ,,crossfiti".
Lára (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 17:01
Vissulega er knattspyrna vinsæl , einkum sem sjónvarpsefni. Hinsvegar segir það afskaplega lítið -ef nokkuð- um álit heimsins(?) á crossfitness. Það er síðan smekkur hvers og eins hvort að mat á íþróttum fer eftir vinsældum þeirra. Það sem ég vildi kannski sagt hafa en sagði ekki beinlínis í færslunni er að Annie á þennan árangur ein og sér þó svo að vafalítið hafi nú notið stuðnings margra á leiðinni í markið.
Ólafur Eiríksson, 1.8.2011 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.