25.5.2011 | 18:08
Verðbólgan nú er bein afleiðing af útlánaþenslu banka fyrir hrun
Verðbólguhringurinn:
Fyrst aukast útlán í bankakerfinu mjög verulega einstaklingar og fyrirtæki með greiðan aðgang að lánsfé auka neysluna og fjárfestingar af ýmsu tagi. Það sem er í ótakmörkuðu framboði - eins og Cheerios eða innflutt hveiti hækkar lítið í verði. Það sem er í takmörkuðu framboði ss: fasteignir, jarðir, gæðingar og fyrirtæki hækka aftur á mikið á meðan á þessu stendur þegar fólk vopnað auðfengnu lánsfé greiðir sífellt hærra verð í samkeppni við alla hina; sem einnig eru vopnaðir lánsfé í stórum stíl. Laun hækka að sama skapi líka í samræmi við aukin umsvif í samfélaginu. Allir græða, enginn tapar og allir eru mjög hamingjusamir með góðærið. (Þetta voru árin 2003-7 á Íslandi)
Svo kemur vendipunkturinn þegar skuldsetning í kerfinu er orðin það mikil að útlánaþenslunni lýkur. Hvernig og hvenær það gerist er ræðst af mörgum þáttum. Inn í það spila væntingar að sjálfsögðu og/eða náttúruhamfarir, aðstæður á erlendum mörkuðum, uppskerubrestur, styrjaldir, eða hver veit hvað það er sem loks veldur því að ljósin eru kveikt á ballinu og barnum lokað. (hér var það alþjóðleg fjármálakreppa sem velti ónýtum bönkum á hliðina)
Næst er það seinni helmingurinn. Þá dragast útlán bankakerfisins saman og peningamagn í umferð minnkar. Alveg þráðbein afleiðing af því er aukið atvinnuleysi og enginn eða neikvæður hagvöxtur. Skatt-tekjur hins opinbera dragast saman, laun eru frosin, öll velta í samfélaginu dvínar. Einstaklingar og fyrirtæki fara í þrot og útlánatöp í bankakerfinu vaxa. Enginn græðir, allir tapa og drungi færist yfir samfélagið.
Loks fara yfirskuldsett fyrirtæki og einstaklingar að hækka verðskrárnar/krefjast hærri launa til þess að reyna að ná endum saman. Sem keyrir upp hið almenna verðlag enn frekar -- og verðbólgan sem var búin til löngu áður -þegar kúrekarnir í bönkunum lánuðu öllum sem hafa vildu og mest sjálfum sér - kemur í mælana hjá Hagstofunni. (Þetta er Ísland í dag) Samvæmt kapítalískum hugmyndum á í þessu ferli að eiga sér stað hreinsun þar sem allir sem eiga það skilið fara á hausinn, bæði einstaklingar, fyrirtæki og fjármálastofnanir þar til ákveðnum botni er náð en þá er verðbólguhringum lokað og veislan getur hafist á ný.
<O>
Þó svo að Ísland sé sérstakt, með sína litlu krónu, vitfirringslegar erlendar lántökur og risavaxið bankakerfi sem hrundi - sem spilar inn í söguna- þá er hún samt alþjóðleg og þetta hefur gerst ótal sinnum áður um víða veröld. Grunn lögmálið er ávallt hið sama - lögmálið um framboð og eftirspurn. Aukið framboð af peningum (útlánum) leiðir til að þeir falla í verði fyrr eða síðar =verðbólga. Ferlið allt tekur nokkur ár.
Þegar greiningardeildir fárast yfir verðbólgu sakir þess að kaffið sé að hækka í Bónus eða að Nonni verkamaður sé að fá 5% launahækkun -en gefa því engan gaum hvernig útlánum bankakerfisins er háttað - er tímabært að fara með æðruleysisbænina og sætta sig við að sumu fær maður aldrei breytt.
Vaxandi verðbólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kallinn bara léttur á því! Get því miður ekki dæmt hvort þú sért voða gáfaður hérna eða hvort þú ert að rugla því ég hef ekki nógu mikið vit á þessu. Bíð eftir bloggi frá þér um hjúkrun, ketti, útsaum, aldraða, líknarmeðferð, Toyotur...þá kem ég sterk inn í umræðurnar!
muriel (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:07
Næsta færsla mun fjalla um hvernig bezt sé að stilla inn olíuverk (með spegli) í Land Rover árg 1966 og hvað ber helst að varast við þá aðgerð. Ég treysti því að þú verðir liðtæk í þeirri umræðu muriel. Annars er efni færslunnar alls ekki mín hugrsmíð -- fjarri því. Þetta er allt löngu vitað.
En á meðal annarra frétta þá var ég að rekast á klíník í vestur Indónesíu sem býður bæði upp á brjóstastækkun og reðurlengingar. Vegna gossins í Grímsvötnum er tilboð hjá þeim: Tomma fyrir tommu og fet fyrir fet!! Minnir að þetta hafi verið á dv.is en er ekki viss sko.
Ólafur Eiríksson, 25.5.2011 kl. 22:41
Kommon, að stilla inn olíuverk með segli er algerlega úrelt aðferð. Tala nú ekki um ef um er að ræða Land Rover árgerð 66. Held þú ættir nú að segja upp áskriftinni af Andrési Önd og félögum og kaupa í staðinn eitthvað almennilegt bílablað frá Amríku!
muriel (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 13:37
Hmm, ég gæti nú gluggað í bílablöð frá Amríkunni án þess að fórna Andrési og félögum. Það má ekki fórna heimsbókmenntunum fyrir bíladelluna.
Ólafur Eiríksson, 26.5.2011 kl. 22:55
Ekkert nýtt blogg? Það hlýtur nú eitthvað að hafa gerst undanfarið í þínu lífi sem þess virði er að blogga um? Skipt um tímareim í gömlum Susuki jeppa? Frænka frænku þinnar legið á spítala með einhverjum frægum Íslendingi?
muriel (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 17:55
Augnablik! Það er aldrei að vita nema ég finni merkilega naflaló til að blogga um fljótlega. Stay tuned!
Ólafur Eiríksson, 1.6.2011 kl. 05:35
Er á leið til úggglanda í frí á morgun. It is now or never beibí. Ekki þó að það sé nein pressa sko....
muriel (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 07:40
Er kallinn í dvala?
muriel (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.