Draumurinn um góða hirðinn.

Það virðist loða við sum trúfélög að því meir sem fjarar undan kennisetningum þeirra þá eflast þau í trúboðinu. Enn er SUS gikkfast í nýfrjálshyggjumöntrunni og gefur frelsi einstaklingsins langt nef. Það ber vott um vondan bókmenntasmekk eða afburða einhæfa innrætingu.

Hugmyndin um einkavæðingu OR steinliggur strax þegar haft er í huga að fyrirtækið hefur einokunaraðstöðu. Enginn frjálslyndur frjálshyggjumaður getur sætt sig við einokun einkaaðila á heitu vatni. Þó vont sé að sætta sig við stjórn pólitíkusa þá má þó kjósa þá burtu. Nokkuð sem að hluta til hefur verið gert í Reykjavík.

Af yfirlýsingu SUS má ráða að þeir telji að væntanlegir fjárfestar í OR geri enga ávöxtunarkröfu á eigið fé. Eða að lágmarki mun minni en lánadrottnar fyrirtækisins. Komi ekki til afskrifta skulda verður ávöxtunarkrafan að lækka - öðruvísi verður gjaldskrá OR ekki lækkuð enda er orkusalan til stóriðju niðurnegld í langtímasamningum. Að senda almenningi verðhækkun og hagræða í rekstri eru einu sýnilegu úrræðin í bili.  Nú kemur í hugann sagan af góða hirðinum. Hann virðist ganga aftur úr biblíunni og lóðbeint í kokkabækur fjárfrelsishyggjunnar. Þessi steríótýpa er í reynd afar sjaldgæf og sinnir vanalega sínu, en tekur ekki þátt í skuldsettum yfirtökum. Það er því heldur ólíklegt að Reykvíkingar yrðu svo heppnir að fá góða hirða sem hluthafa í OR. Mun líklegra - nær öruggt - er að kaupendur ætli sér verulega ávöxtun á sitt fé og nýti fákeppnis- og einokunaraðstöðu fyrirtækisins til þess. Almennir notendur OR munu finna fyrir því í buddum sínum þegar fjárfestar hafa plantað sér í hliðvörslu veitukerfisins. Og þeir verða ekki kosnir á brott. Góðu fréttirnar yrðu þó helstar þær að ekki væri um dulbúna skattheimtu að ræða.


mbl.is SUS vill einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað þarf til að oftrú þín á opinberu eignarhaldi hniki eitthvað til? 500 milljarða skuldabagga á skjólstæðinga OR?

Hvernig stendur á því að OR hefur "einokunaraðstöðu"? 

Geir Ágústsson, 20.9.2010 kl. 12:32

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Geir

Enn hef ég ekki séð frambærileg rök fyrir aðkomu einkaaðila í veitukerfi eða önnur sem eðli máls samkvæmt tilheyra ekki samkeppnismarkaði. Við það má bæta að forsendur fyrir raunverulegri samkeppni er óvíða að finna á Íslandi yfirleitt. Fákeppni virðist vera normið. Tilraunin á orkumarkaðnum hér er sorglegt dæmi um það.

Fyrir mér felst lítil og lágkúruleg frjálshyggja í stunum SUS og fl. sem sífellt predika um nauðsyn þess að fjárfestar (hér: getu- og glórulausir braskarar vopnaðir lánsfé) fái að gerast afætur í kerfum sem þegar hafa verið byggð upp fyrir almannafé. Nokkuð sem einatt skilar dýrari og verri þjónustu til almennings sem borgaði brúsann til að byrja með. Ég skil aftur mjög vel að hagsmunaaðilar séu afar áfjáðir í að komast í þessa feitu bita.

Mig minnir að Dr Michael Hudson hafi kallað slíkt "toll booth economy" og ég er sammála.Höfum í huga að alvöru frumkvöðlar og fjárfestar hafa hvorki þörf né áhuga á því að planta sér í hlutverk tollheimtumanna á fákeppnismarkaði. þeir hafa allan heiminn undir í tækifærum til að byggja upp og framkvæma.

Ólafur Eiríksson, 20.9.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband