Forseti samþykkir icesave nema .....

Hér er brot úr yfirlýsingu Forseta þegar hann vísaði málinu til þjóðaratkvæða þann 5. janúar.  

Í framhaldi af samþykkt Alþingis á hinum nýju lögum 30. desember 2009 hafa forseta borist áskoranir frá um fjórðungi kosningabærra manna í landinu um að vísa þessum breytingalögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mun hærra hlutfall en tilgreint hefur verið sem viðmið í yfirlýsingum og tillögum stjórnmálaflokka. Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá einstökum þingmönnum að vilji meirihluta alþingismanna er að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Og ennfremur: 
Að undanförnu hefur orðið æ ljósara að þjóðin þarf að vera sannfærðum að hún sjálf ráði þeirri för. Þátttaka hennar allrar í endanlegri ákvörðun er því forsenda farsællar lausnar, sátta og endurreisnar. Í ljósi alls þessa sem að framan greinir hef ég ákveðið á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar að vísa hinum nýju lögum til þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni munu lögin engu að síður taka gildi og þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram „svo fljótt sem kostur er“.
 
Af þessu má ráða að forseti vísar icesave einungis í þjóðaratkvæðagreiðslu ef á hann verður skorað af nægilega stórum hluta þjóðarinnar.  

Díll!

Stjórnvöld landanna þriggja eru sammála um að velta kostnaðinum yfir á þrotabú Landsbankans eftir fremsta megni. Bretar og Hollendingar eru búnir að slá vaxtakröfur niður.Samþykkt icesave tryggir líklega stuðning Breta, Hollendinga og jafnvel ESB blokkarinnar í heild við neyðarlögin og uppgjörsaðferðir á Landsbankanum. Þar er mikið í húfi, augljóslega varðandi uppgjör megin upphæðar icesave en því til viðbótar eru gríðarlegar fjárhæðir háðar því að neyðarlögin haldi.

Flestir ættu að geta haldið andlitinu sæmilega með þessa niðurstöðu. Stjórnin, stjórnarandstaðan, forsetinn, Bretar og Hollendingar.

Fara þarf yfir smáa letrið - hvort að þar leynist háskaleg ákvæði ef allt fer á versta veg. Reynist það í lagi eigum við að samþykkja þetta og halda áfram með lífið og tilveruna. 

 


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin óskráð gæludýr?

Ef ég man rétt þá er það réttarfarsleg regla í BNA -og e.t.v. víðar- að húsleit beinist einungis að því sem snýr að efni ákærunnar. Þetta þykir góð regla og miðar að verndun friðhelgi heimilis og persónu. Hér á landi er þessi regla ekki til staðar og nú gerist það að ákæra frá Smáís leiðir til þess að fíkniefni finnast og vafalaust verða hlutaðeigandi ákærðir fyrir vörslu þeirra. Óvíst er hvort að meintur lögbrjótur höfundaréttar sé sá sami og á fíkniefnin. Það gæti þess vegna verið meðleigjandi eða gestur á heimili, þannig verður til nýtt sakamál alls óháð því sem lagt var upp með.

Þetta vekur upp spurningar um það hversu langt lögregla gengur í húsleit yfirleitt. Ef engin afmörkun er á því að hverju þeir eru að leita þá opnast sá möguleiki að þeir umsnúi heimilum fólks í leit að mögulegum sakarefnum og ákæri síðan að geðþótta. Ætli þessar húsleitir hafi einskorðast við leit að tölvugögnum og fíkniefnum? Hvað með skotvopn, bókhaldssvindl, óskráð gæludýr.. os frv?

Í þessu samhengi rifjast upp Baugsmálið. Upphaflega heimilaði dómari húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins á grundvelli framburðar Jóns Geralds og framlagningar hans á reikningum. Söguna þekkja flestir, ákæruvaldið komst þannig yfir öll gögn fyrirtækisins og næstu ár rigndi ákærum yfir forsvarsmenn fyrirtækisins fyrir allt aðra og óskylda hluti af ýmsu tagi, þar kom líka til að ákæruvaldið getur ákært aftur og aftur fyrir sömu brot. Án þess að fullyrða um það þá sýnist mér að það sama gæti gerst hjá hvaða fyrirtæki sem er og á hvaða heimili sem er. Þannig er friðhelgi heimilis og persónu ofurseld duttlungum ákæruvaldsins ef það kemur fæti inn fyrir dyr í krafti húsleitarheimildar.


mbl.is Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 39158

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband