30.11.2012 | 00:19
NASA finnur plastkúlur á MARS
Já, þú last rétt; Rannsóknarjeppinn Curiosity hefur fundið slurk af litlum kúlum á Mars. Efnagreining staðfestir að þær eru - af öllum efnum - úr plasti.
Vísindamenn klóra sér nú í haus varðandi hvernig þær hafa orðið til. Eina þekkta leiðin til að búa til plast er úr jarðolíu, sem vekur upp spurningar hvort hana sé eða hafi verið að finna á mars. Enn stærri spurning er hverskonar ferli sneri henni þá yfir í plast. Og síðast en ekki síst - þar sem talið er fullvíst að olía hér á jörðu hafi orðið til vegna lífrænna ferla - var eða er líf á mars?
Sjá: http://nasaupdatecenter.us/press.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2012 | 16:54
Áður stjóri hjá Goldman Sachs
Það er furðulegt hversu greiðan aðgang fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Goldman Sachs bankans eiga að ýmsum embættum stórveldanna. Bandaríska fjármálaráðuneytið er nánast fullmannað fyrrverandi starfsmönnum bankans, Mario Draghi seðlabankastjóri ECB var "managing director" hjá Goldaman og nú það bankastjóri Englandsbanka.
Örlítið um hann:
Far more importantly, Carney was a 13 year veteran of Goldman Sachs, most recently and very appropriately co-head of sovereign risk, which is ironic considering that Goldman had a grand rehearsal for the Greek currency swaps fiasco precisely with Carney at the helm in 1998, when Goldman got into hot water for the first time because while the company was advising Russia it was simultaneously betting against the country's ability to repay its debt. Sounds like yet another man doing the will of god: it is only fair he be promoted to run world banking capital.
Eru þá ótaldir ýmsir smærri fiskar innan fjármálakerfis Evrópu sem starfað hafa hjá bankanum. Það er einstök heppni að þessi banki skyldi vera stofnaður yfirleitt - þvílíkur mannauður sem frá honum flæðir.
Nú skrækja Bretar mikið yfir skorti á sjálfstæði og fullveldi vegna veru sinnar í ESB. Ætli sjálfstæði þeirra og fullveldi stafi mest hætta þaðan?
![]() |
Nýr bankastjóri kemur frá Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 08:43
Íslenska útgáfan af alþjóðlegu fyrirbæri
Það er nánast sama hvert er litið á vesturlöndum svona gröf blasa víða við. Skuldir ríkissjóða, sveitarfélaga, fyrirtækja, einstaklinga hafa blússað upp á s.l áratugum. 30 ára saga skuldvæðingar hagkerfanna, sprenging í fjármálageiranum, sífellt stærri hluti tekna fer í vexti af framtíðarskuldbindingum.
Og rétt eins og hjá einstaklingi sem hefur skuldsett sig yfir greiðslugetu þá er leiðin út þyrnum stráð. Einkum og sér í lagi fyrir hagkerfi sem byggjast á vexti sem útheimtir sífellt aukna skuldsetningu.
Hér stendur hnífurinn í kúnni sem tryggir áframhaldandi fjárhagslegt volæði vestrænna hagkerfa um fyrirsjáanlega framtíð. Óþarft er að taka mín orð fyrir þessu, Spiegel lýsir þessu ágætlega í langri grein hér.
Alþjóðlega er engin tímabundin kreppa á ferðinni, það eru vatnaskil og ólíkir tímar framundan.
Hér er brot úr miðbiki greinarinnar;
The Problems of Modern Capitalism
The European depression is only prelude, with the Japanese disaster waiting in the wings. The country's debt-to-GDP ratio is 230 percent, and the government is dependent on the opposition approving the issue of new government bonds. Lurking behind it all is the American abyss, the debt drama of the next few months, the showdown and duel between Democrats and Republicans over which party can blame the other one for a national bankruptcy.
![]() |
Skuldirnar margfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2012 | 12:36
Ekki upptekinn á NASDAQ?
Fyrsta sem mér datt í hug var að stýrimaður hefði verið svo upptekinn við að fylgjast með óskabarninu renna fyrstu sporin á markaði að það hafi truflað hann við stjórnvölinn.
En hann dottaði þá bara.
![]() |
Stýrimaður sagður hafa sofnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 16:34
60 tonna grjót!?
Hættið nú alveg. Grjót og möl eru safnheiti. Eins og það er rétt orðað í fréttinni sjálfri féll 60 tonna steinn. Bjarg eða jafnvel klettur kæmi til greina líka ef fólki finnst takmörk fyrir því hversu stórir steinar geta orðið áður en þeir heita eitthvað annað.
![]() |
Snjóflóð bar með sér 60 tonna grjót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar