1.10.2009 | 15:11
Álfheiður hefur verið bráðgert barn
Hún hefur lokið stúdentsprófi á fæðingarári sínu - samkvæmt vef alþingis er hún fædd 1. maí 1951.
Og skv. fréttinni;
Álfheiður Ingadóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk B.Sc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universität í Vestur-Berlín 1976-1977.
Geri aðrir betur!
Ráðherraskipti á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta passar auðvitað, vegna þess að hún er svo HRIKALEGA KLÁR !!! hehehe
Ingólfur Þór Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 15:28
Það er svolítið skondið til þess að hugsa, að í okkar pínulitla samfélagi, þar sem allir þekkja alla, þá skuli dætur tveggja kyndilbera fagnaðarerindisins frá Sovétríkjunum sitja á ráðherrastóli í sömu ríkisstjórn. Þetta ER sannarlega lítið samfélag!
Ég held að Íslendingum hafi alltaf þótt lofsvert að halda á lofti góðu orðspori ættarinnar!
Flosi Kristjánsson, 1.10.2009 kl. 15:38
Fjölskyldutengsl virðast vera í lagi, nema að um sé að ræða Sjálfstæðisflokkinn , það er soldið magnað...
Ingólfur Þór Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 15:41
Ef fólkið kýs er ljóst að ekki setur það fyrir sig fjölskyldutengsl. Engum mér vitanlega þótti það spilling þegar Björn Bjarna var kosinn. Eða Steingrímur Hermannsson. Eða Jón Baldvin. Hins vegar er það spilling þegar kjörnir fulltrúar raða vinum og ættingjum á jötu. Er um slíkt að ræða þegar dætur Svavars eða Inga R unnu sér sæti í prófkjöri?
Þorvaldur (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.