Fákeppni á samkeppnismarkaði hagsmunaaðila

Ef við gerum ráð fyrir að bandaríkjamenn séu um 1000 sinnum fleiri en íslendingar þá má gera ráð fyrir því að fyrir hvern frambærilegan íslenskan blaðamann eigi bandaríkjamenn 1000 slíka. Til að bæta gráu ofan á svart hafa bandarískir blaðamenn 1000 sinnum fleiri frambærilega viðmælendur sé notuð sama mælistika.

Málið er verra ef þessum höfðatöluhundakúnstum er beitt á hagsmuna- og þrýstihópa. Fyrir hvern sæmilegan íslenskan þrýstihóp eru e.t.v til 1000 bandarískir. Nú virkar þetta ekki svona en gefur samt ákveðna hugmynd. Hún er sú að hér á Íslandi ríki fákeppni á samkeppnismarkaði þrýstihópa miðað við það sem gerist í stóru löndunum. Hér eru þeir mun færri en að sama skapi áhrifameiri. Óvíða er þetta skýrara en á fjölmiðlamarkaði.

Eftir gjaldþrot tveggja meginstoða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi var enginn til að hlaupa í skarðið og taka upp þráðinn. Þess í stað kom endurvinnsla og gamla grautnum var skutlað í nýjan pott. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lyklavöldin yfir Fréttablaðinu og Stöð2 og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er mættur í ritstjórastól Morgunblaðsins.

Þetta er um margt þægilegt fyrirkomulag - maður þarf t.d sárasjaldan að endurskoða með hvaða gleraugum maður les íslenska fjölmiðla. Slæmu fréttirnar eru að í skarpt pólaðri íslenskri fréttamennsku falla aðalatriðin stundum algerlega í skuggann meðan kastljósinu er beint að tilfallandi vopnaskaki milli hagsmunaklíkanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband