100.000 Volkswagen Golf mótorar í kjallara íbúðarhúsa í stað kjarn- og kolaorkuvera

Í Hamborg er verið að setja af stað athyglisvert verkefni. Einskonar orku-sverm (orkuský) sem samanstendur af litlum aflgjöfum, knúnum jarðgasi, sem verða staðsettir í heimahúsum og sjá um að kynda þau upp og skaffa þeim heitt vatn. Gróf þumalregla fyrir hefðbundinn sprengihreyfil er að þriðjungur orkunnar fari í vinnu, hreyfiorku sem nýtist, en 2/3 hlutar í varma sem að öllu jöfnu nýtist ekki - en nýtist að verulegu leyti til að hita upp hús og vatn í þessu verkefni.

Umræddir aflgjafar eru Volkswagen (golf) mótorar sem ganga fyrir gasi og knýja 20Kw rafal sem er tengdur beint inn á raforkunetið. Fyrirhugað er að setja upp 100.000 slíka sem eru fjarstýrðir yfir netkerfi og geta framleitt samanlagt 2000 MW (þrjár Kárahnjúkavirkjanir).

Nánar um þetta hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir svolítið á Lister ljósav.sem voru á hverjum bæ í sveitum landsins í þá gömlu góðu.

Hilsen. Björn V.

Bpn Scott (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband