Auglýsendur stýra umræðunni - nauðsynlegt að gera fleiri rannsóknir á þessu sviði

Síðustu ár hef ég upplifað að búa í öðrum veruleika en þorri fólks. Á árunum 2003-4 fékk ég mjög sterklega á tilfinninguna að velgengni íslendinga væri byggð á sandi. Sú vitneskja styrktis jafnt og þétt eftir því sem leið á góðærið og það magnaðist. Nú blandast engum hugur um að við lifðum í sýndarveruleika þegar afleiðingarnar blasa við.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig heilt þjóðfélag getur komið sér upp jafn viðamikilli sjálfsblekkingu og við íslendingar gerðum á liðnum árum. Oft hef ég velt fyrir mér þætti fjölmiðla og ennfremur auglýsenda. Að mínu mati fæst aldrei botn í það sem gerðist hér á liðnum árum nema fara rækilega ofan í saumana á þessum þáttum.

Áhrif auglýsinga er ekki vinsælt umræðuefni og allra síst hjá fjölmiðlum sem lifa á auglýsingum. Svo er komið að auglýsingar eru orðnar vinsælt skemmtiefni og gerð þeirra listgrein. Lítill gaumur er gefinn af áhrifum auglýsingaflóðs á fólk yfirleitt. Daglegt líf og þróun okkar samfélags. Sé horft til þess hversu gríðarlegum fjármunum er varið til auglýsinga og kynningarefnis af öllu tagi er freistandi að álykta sem svo að þær hafi verulega mikil áhrif, jafnvel að þær séu ráðandi þáttur í samfélagsmótun og mótun skoðana og viðhorfs okkar til margra hluta.

Sem dæmi um andvaraleysið gagnvart auglýsingum - hefur ítrekað verið tekist á um það hvort að RÚV eigi að víkja af auglýsingamarkaði. Þær vangaveltur hafa alfarið snúist um markaðsstöðu annarra fjölmiðla og hugmyndir um frjálsa samkeppni. Engar siðferðislegar spurningar hafa vaknað í þeirri umræðu t.a.m hvort að auglýsingar megi flokka sem áróður eða óæskilegt áreyti. Hvort að það sé boðlegt fyrir íslenska ríkið að skylda fólk til að borga fyrir efni sem inniheldur mikið af auglýsingum hvort sem því líkar það betur eða verr. Ennfremur hvort að vernda beri börn og ungmenni fyrir auglýsingum, eða jafnvel hvort að vernda beri fullorðna fyrir auglýsingum.

Ég þekki engan sem telur sig verða fyrir áhrifum af auglýsingum. Markaðurinn er augljóslega ekki sammála, það sést á fjáraustrinum í þær að þær virka.

Mig langar að sjá fleiri rannsóknir um þetta efni, peningum í það er vel varið.


mbl.is Auglýsendur stýra umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband