Framvinda esb málsins verður þessi?

Íslenska samninganefndin mætir til Brussel með stóra loforðasekkinn á bakinu til að komast að því hvað sé í boði. En eins og kunnugt er vita sporgöngumenn innlimunar íslands í evrópusambandið það ekki og einmitt þessvegna var ekki hægt að láta þjóðina kjósa um hana. Þetta er allt á huldu.

Eftir nokkuð japl, jaml og fuður kemur það á daginn og þá tekur við spunaferðalag ríkisstjórnarinnar næstu tvö árin til að matreiða það ofan í kjósendur að það sem er í boði sé bara evrópusambandið. Niðurstaða samninga verður þó engu að síður óvenju glæsileg fyrir Ísland og mun betri en leit út í fyrstu. Þ.e loks þegar samninganefndin nennir ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur, skálar í kampavíni, skrifar undir og fer heim.

Næstu alþingiskosningar fara í deilur um aðild að evrópusambandinu og flokkarnir skila mis-auðu í málinu, því mun kjósendum ekki takast að hafa nein áhrif á stjórnarskrárbreytingu þá sem þarf til afsals fullveldisins og það mál rennur í gegn. Eftir á munu stjórnmálafræðingar komast að því að kosningarnar hafi alfarið snúist um það og niðurstaðan sé einkar lýðræðisleg.

Nú, þjóð sem aldrei hefur prófað að vera í evrópusambandinu hefur engar forsendur til að taka faglega og upplýsta ákvörðun um innlimunarsamninginn. Sakir þessa og ennfremur hversu málið er flókið og hætt við að lýðskrumarar og ofbeldismenn af ýmsu tagi hertaki umræðuna með hræðsluáróðri -verður ekki efnt til Þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. það mun þykja of ólýðræðislegt gagnvart þeim sem vilja upplifa hvað er í boði. Því verður aðild samþykkt á alþingi í takt við hreina samvisku þingmanna sem gera grein fyrir henni við atkvæðagreiðsluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur,

Thetta rugl og ESB hrædsluáródur frá thér líkist ólæknandi sjúkdómi.

Okkur er best borgid í ESB, thar sem lögum og reglugerdum verdur faxad beint til íslenska forsætisrádherrans.  Thad hefur rækilega sýnt sig ad Íslendingar eiga ekki nokkra von um ad byggja upp "venjulegt" samfélag med stjórnmálamenn sem eru spilltari en andskotinn.  Aumingjar og ræningjar hafa svo séd til thess ad öllu steini léttara hefur verid stolid og stungid undan med samthykki spilltra stjórnvalda.Prófadu nú ad líta á heiminn í kring um thig og reyndu ad skilja ad ESB er ekki eitthvad sem almenningur tharf ad óttast.  Thvert á móti!Med von um skjótan bata.Kvedja,Pétur

Pétur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Pétur

Það er svolítið af kaldhæðni í þessum pistli mínum og hún snýr að íslenskum stjórnmálum sem við virðumst sammála um að mættu vera betri.

Það er síðan sjálfstæð hugleiðing hvernig okkur reiðir af með þá innan esb.

kv.

Ólafur Eiríksson, 17.7.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38965

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband