16.7.2009 | 09:05
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og engar refjar
Það þýðir ekki að tala eingöngu um lýðræði, fullveldi og sjálfstæði þegar það hentar sérstaklega. Því verður að fylgja einhver merking. Að mínu mati er það skylda alþingismanna að setja þetta mál í hendur þjóðarinnar. Þeir hafa engan rétt til að véla með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar í hrossakaupum á alþingi meðan stjórnarskrá heimilar ekki slíkt.
Það er nóg að sitja uppi með það sem gerðist þegar okkur var troðið inn í evrópska efnahagssvæðið - sem var brot á stjórnarskránni. Þó ekki verði nú bætt gráu ofan á svart.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskar, við bíðum svo bara ofurspennt núna eftir því að ESB komi með stjörnuprýdd axlaböndin á krónuna - er það ekki annars það sem SF hefur lofað allan tímann? Nóg að sækja bara um og ESB björgunarhringurinn verður settur utan um krónugreyið??? Líklegt
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 16.7.2009 kl. 15:01
úps þú heitir Ólafur en ekki Óskar. Mér er ekki sjálfrátt eftir að hafa horft á Alþingi áðan. Biðst samt afsökunar
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 16.7.2009 kl. 15:04
Jú, það hlýtur að vera tundurspillir á leiðinni með belti og axlabönd á krónuna.
Ólafur Eiríksson, 16.7.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.