14.7.2009 | 23:00
Æskilegir bankaeigendur?
vísir.is segir þetta;
Kröfuhafahópurinn samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu Evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi.
Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölu og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa.
Hvaða fjárfestar eru það sem kaupa upp hluti í gjaldþrota bönkum sem eru undir handarjaðri skilanefnda. Líklegast áhættusæknir menn í leit að fremur skjótfengnum gróða. Þetta segir mér það eitt að íslenska ríkið ræður lítið við stöðuna. Varla eru þetta drauma-eigendur íslenskra banka?
Góðu fréttirnar eru þær að við erum ekki óvön því að áhættusæknir og óprúttnir menn reki hér banka.
Bandarískir vogunarsjóðir meðal stærstu eigenda Kaupþings? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38965
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.