Það var mikið! - LOKSINS - Guðmundur Ólafsson vs Jón Baldvin á Bylgjunni!

Eftir að ríkisstjórnin hefur eytt síðustu mánuðum í glórulaust rugl kemur loksins ferskur vindur í umræðuna. Hlustið á karlinn.  Stórfínn þáttur þetta. Beinn hlekkur á umræðuna.

Hann stingur upp á dollarvæðingu. Hann stingur upp á að við sleppum lántökum frá IMF og tökum skellinn. Hann og Jón ræða erlendu skuldastöðuna sem virðist vera illviðráðanleg - ég minni á að fyrirhugaðar lántökur vinaríkja eru inni í hinni óviðráðanlegu tölu.

Hann ræðir líka stöðu Lettlands og styður það sem aðrir t.d Michael Hudson hafa sagt að þeir séu afar illa settir innan ESB. Planið sem við stefnum í - risalán frá IMF og vinaþjóðum, innganga í ESB og síðan þáttaka í ERM II semi-fastgengiskerfi evrópska seðlabankans er feiknarlega dýr og erfið leið. Jafnvel svo dýr að við verðum gjaldþrota. Fyrir utan að hún mun taka óratíma. Áratug jafnvel ef marka má reynslu annarra.

Ég er reyndar ekki sammála því hjá Guðmundi að gengishrun krónunnar hafi verið ákvörðun Seðlabankans. Ég held að bankarnir hafi einfaldlega hreinsað til í gjaldeyrisbyrgðum landsins og fátt meira um það að segja.  En það skiptir engu máli hvað snertir þær lausnir sem hann vill ræða/fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband