9.7.2009 | 01:53
Góðar fregnir frá Sjóvá - ljós í myrkrinu
Sem kunnugt er hófst hér fyrir nokkrum árum herferð sem fólst í því að finna dautt fé sem lá víðsvegar á glámbekk og koma því til nytsamlegri starfa en að liggja bara þarna andvana á meltunni.
Svo virðist; sem óvíða hafi fjárhirðar gengið vasklegar fram en í tryggingafélaginu Sjóvá. En þar lágu sjálfdauðir milljarðar í massavís í sjóðum félagsins! Engum til gagns og flestum til leiðinda, þetta var því sannkallaður óbótasjóður.
Til allrar hamingu hefur hann nú verið frelsaður og féð sem var steingelt, meðvitundarlaust og án hirðis, hefur nú fengið frelsið og vinnur vafalítið af kappi þannig að brauðmolar sáldrast í allar áttir smælingjum til hagsbóta; hvar sem það er nú niðurkomið. Svoleiðis aukaatriði eru léttvæg þegar haft er í huga hversu vel tókst til.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38965
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.