Eðlileg er krafa Björgólfs Thors um niðurfellingu skulda

Hverjum dettur í hug að mæta á belju í kappreiðar móti skagfirskum gæðingum, eða á gömlum Zetor í þúsund vatna rallið Finnska? Auðvitað dettur engum það í hug. Björgólfur; sem er einn snjallasti alþjóðlegi fjárfestir sem uppi hefur verið, að lágmarki síðan bjór var fyrst bruggaður, mætti í grjótharða samkeppni alþjóðamarkaða vopnaður mein-gölluðu verkfæri sem splundraðist þegar mest á reyndi! 

Þessi fjárans banki sem Björgólfarnir keyptu hér fyrir beinhart lánsfé - Landbankinn!  Reyndist nefnilega tómur þegar upp var staðið og steinhætti að skaffa peninga. Eins og stífluð garðslanga með hnút. Til að bæta gráu ofan á svart fór hann síðan lóðbeint á hausinn þegar síst skyldi. Enginn, og ég endurtek; enginn! alþjóðlegur fag-fjárfestir með snefil af sjálfsvirðingu lætur bjóða sér slíkt húmbúkk bótalaust.

Fellum því niður allt lánið sem Björgólfur tók til að kaupa Landsbankann og þökkum fyrir að þurfa ekki að greiða honum skaðabætur fyrir vörusvik!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Góður.

Ég sem var farin að telja upp úr sparibauknum fyrir skaðabótunum...

Dúa, 8.7.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæl Dúa.

Er ekki vissara að fara að stofna óbótasjóð til að greiða syndir okkar til þessara ágætu manna? 

Ólafur Eiríksson, 8.7.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband