Grein Ólafs Hannibalssonar er merkilegt innlegg í icesave málinu.
Allavega fyrir mig og hef ég þó fylgst nokkuð þokkalega með því. Samkvæmt henni stóð Fjármálaeftirlitið fast við bakið á Landsbankanum í því að hindra og hunsa tilmæli bæði breta og hollendinga að flytja þessa reikninga yfir í dótturfélög. Sem bæði ríkin lögðu til löngu fyrir hrunið - ítrekað. (sem hefði flutt alla ábyrgð af icesave yfir á þarlenda innistæðutryggingasjóði) Þetta var gert til þess að Landsbankinn gæti ráðstafað þeim fjármunum sem þarna komu inn að villd og þyrfti ekki að sæta lausafjárreglum erlendra eftirlitsaðila. Hér virðist því ekki á ferðinni hefðbundið vanhæfi eingöngu, heldur þvert á móti skipulagður leiðangur þar sem erlendir innistæðueigendur og íslenskir skattgreiðendur eru hengdir út á snúru til að reyna að bjarga Landsbankanum sem var löngu gjaldþrota í raun og veru. (eða jafnvel eitthvað enn verra eins og t.d að flytja aura á aflandseyjar??) Þetta líkist mest ránsleiðangri í baksýnisspeglunum og skal engan undra að þessar þjóðir séu ekki alveg sáttar.
Það setur hugmyndir um að við sætum fjárkúgun í svolítið sérkennilegt ljós - svo ekki sé meira sagt - ef Ólafur hefur greint málið rétt. Og um leið málstað íslenskra stjórnvalda sem er virðist vægast sagt hroðalegur í málinu.
Grein Ólafs er hér - og er skyldulesning.Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vera, að reynst geti erfitt að taka upp samninga á ný.
En, út frá okkar sjónarhóli, er málið einfalt að því leiti, er mep skuldir upp á 2,51 landsframleiðslu, erum við einfaldlega ekki fær um að standa undir þessu.
Með því, að hafa haft rangar tölur, við samningaborðið, og einnig að ítrekað hefur verið því lýst yfir bæði af núverandi ríkisstjórn og þeirri síðustu - rétt eftir hrunið - að skuldastaða ríkisins, sé ekki svo slæm - - er ljóst að samingsstaðan, var sköðuð enn frekar.
Ef þú ert stöðugt að hadla því fram, að skuldir þínar séu ekki mikið meiri en hinna, er eftir allt saman, erfitt að fá hina til að sýna þér hluttekningu.
Grundvallar-atriði, ef reynt er að semja á ný, er að mæta með réttar tölur - þó svo að þurfi að sýna allt ríkisbókhaldið til að sanna þær til að yfirvinna tortryggni - og að hætta heimskulegum athugasemdum, að hlutirnir séu ekki svo slæmir.
Sannarlega, getur verið að ekki sé hægt að semja, en það er alveg öruggt að svo sé, ef menn koma sér ekki niður úr skýjunum og á fast land.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2009 kl. 11:01
Sæll Einar.
Ég get tekið undir það sem þú segir. Þessi fjárans samningur getur gert út af við okkur fjárhagslega ef illa fer og því óásættanlegur óbreyttur án alvöru varnagla og þaks á hámarksgreiðslur.
Þessi grein Ólafs skýrir fyrir mér hvers vegna bretar og hollendingar sýna okkur svo mikla hörku - ef marka má stjórnvöld. Skal engan undra að þeir séu ekki ánægðir.
Svo svívirðulegur var þessi icesave leiðangur Landsbankans í bretlandi og hollandi að stappar næst glæp. Íslensk stjórnvöld eru í siðferðislegri úlfakreppu - gagnvart þessum ríkjum annarsvegar og síðan gagnvart íslenskum skattgreiðendum sem eiga að bæta fyrir málið - saklausir.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 7.7.2009 kl. 15:54
Tékkaðu á minni nýjustu færslu:
Slóð: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/909674
Ég fer þar, yfir hvað þarf mikinn afgang af gjaldeyris viðskiptum, miðað við mismunandi skuldastöðu, og forsendur sem Gylfi sjálfur gaf sér, í Mogga grein sem byrtist þann 1. júilí síðastliðinn.
Þetta eru ekki bara skuggalegar tölur, heldur tölur sem eru alveg á ysta jaðri þess mögulega, að vinna úr - ef ekki má hreinlega fullyrða, að þær fari út fyrir það mögulega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2009 kl. 16:19
Sæll enn Einar. Hér er dæmið öðruvísi hugsað og ég nota tölurnar úr peningamálum
Heildar skuldir 3100 milljarðar.
600 milljarða icesave skuld sett í bið í 7 ár.
Þá eru eftir 2500 milljarðar sem bera vexti og afborganir þangað til.
Eignir lífeyrissjóða erlendis bera vonandi vexti sem koma inn í hagkerfið og jafna út eitthvað af útstreymi gjaldeyris. Eigum við að segja að vextir af 500 milljarða eign lífeyrissjóðanna jafni út vexti og afborganir af 300 milljarða í skuldum.
Þá eru eftir 2200 milljarðar nettó
Gjaldeyrisvaraforðinn er 430 milljarðar og ber einhverja vexti erlendis þeir gætu komið á móti 200 milljarða skuldum (m.v lægri innlánsvexti ytra)
Þá eru eftir 2000 milljarðar sem bera afborganir og vexti í 7 ár. (og þetta er m.v að aðrar eignir íslendinga skili engu erlendis frá)
Að 7 árum liðnum bætast síðan við afborganir af icesave. En þá ættum við að hafa greitt slatta niður af öðrum erlendum skuldum þangað til. Einnig bætast síðan við eignir Landsbankans - hverjar sem þær nú verða. Þannig gæti greiðslubyrðin jafnast yfir þetta tímabil.
Þetta er að mínu mati gerlegt, mögulegt, og jafnvel ekki óbærilegt ef við náum að auka útflutningstekjurnar eitthvað. En eins og ég sagði í athugasemd við fyrri færslu er tvennt sem getur farið mjög illa með okkur. Annarsvegar að tapa gjaldeyrisvaraforðanum með fjárflótta úr landi og hinsvegar ef eignir Landsbankans koma ekki á móti icesave skuldunum. Því til viðbótar getur heimskreppan dregist á langinn og e.t.v versnað en við verðum þá ekki ein í vandræðum og lítið við því að gera.
Það getur verið skynsamlegt að fá lífeyrissjóðina til að flytja eignir heim til að borga niður aðrar skuldir. Það getur líka verið skynsamlegt að hafna frekari erlendum lántökum og sleppa ævintýri IMF að koma hér upp þessum risastóra gjaldeyrisvaraforða.
Ólafur Eiríksson, 7.7.2009 kl. 17:42
En sársaukalaust verður þetta ekki - og það sem ég óttast er atvinnuleysið sem mun fylgja þessu. Vandinn er bara sá að hvað sem verður um þessa icesave hrollvekju þá verða næstu ár (7) mjög strembin.
Íslendingar hefðu e.t.v átt að hugleiða það fyrr þegar þeir hlóðu niður erlendum skuldum eins og enginn væri morgundagurinn yfir mörg síðustu ár.
Ólafur Eiríksson, 7.7.2009 kl. 17:50
Gylfi Magnússon sagði í þinginu um daginn að ísland flytti út fyrir um 5 ma evra árlega. Síðan bætti hann við að árin 2001-3 hafi innflutningur numið um 4 ma evra. Hans rökstuðningur var að bakka þyrfti innflutningi aftur til þessa tíma og halda óbreyttum útflutningi. Þá yrði til afgangur árlega upp á 1 milljarð evra til að borga vexti og skuldir ef erl. lánum. Þetta þýðir 20% afgangur af viðskiptum við útlönd sem fer þá í það.
Það er ansi hressileg tala. Það er reyndar ýmislegt að athuga við þessa vangaveltu Gylfa - m.a hvort og hvernig þær aðferðir sem ríkið þarf að beita til að soga til sín gjaldeyri útflytjenda munu snerta hagkerfið.
Ólafur Eiríksson, 7.7.2009 kl. 18:32
Athugaðu, að öll skerðing á eignum Lífeyrissjóðanna erlendis, skerðir um leið með varanlegum hætti, lífeyrisgreiðslur. Að mínum dómi, er tilfærsla þess heim eitt stórt 'Nei'. Það allra versta, sem við getum gert. Tímabundin, skerðing í formi vaxta, einungis, gæti komið til greina. Að mínum dómi, getur ekkert réttlætt tilfærslu þessa fjár, heim; þ.s. þær eignir eru síðasta trygging lífeyrisþega, ef allt fer á versta veg.
Þ.e. engin leið, að ríkið geti tekið til sín 20% af gjaldeyris-innstreymi, án áframhaldandi hafta á aðgang að gjaldeyri, áframhalds strangra reglna um gjaldeyrisskil - og sennilega, einnig hreinna innflutnings hafta. Áframhald gjaldeyrishafta, er 100% öruggt, að sé nauðsynlegt.
Það besta, sem hægt er að segja um stöðuna, að hún getur gengið upp hugsanlega. Það eru þó, mjög stór óvissu-atriði þar um. Hið minnsta, er allt eins líklegt, að hún gangi ekki upp.
Hvort fólki, finns stærri hættan, verða menn að vega í ljósi samningsins. Mín skoðun, er að ákvæði samningsins sjálfs, séu það varasöm, að hættulegra sé að samþykkja hann, en að hafna honum í núverandi formi.
Bara,ákvæðið um að vandræði með önnur lán, geti valdið gjaldfellingu - er stórfenglega varasamt, vegna þess, að það getur framkallað gjaldfellingu innan þessa svokallaða, 7 ára skjóls. Athugaðu, að 2011 er mjög stór gjalddagur upp á 18% af þjóðarframleiðslu. Því miður, var ekki gefið upp, hlutfallið af útflutningsgreiðslum. En, planið virðist vera að taka nýtt lán fyrir þeirri greiðslu. Punkturinn, er sá, að þarna, þá þegar, geta þau vandræði skapast, að lánið verði gjaldfellt.
Ég held, að við eigum að reyna að semja aftur. Skoðun mín, er sú að það sé nú fullljóst, að samninganefndin var með rangar upplýsingar í farteskinu, þegar hún var að semja. En, eins og við vitum, er skuldastaða ríkisins ekki 1,25 VLF eins og stendur í greinargerð með Icesave frumvarpinu, heldur 2,51 VLF.
Reyndar, eru þessar nýju upplýsingar einar sér, næg ástæða; því að þá er ljóst, að allar forsendur sem ríkisstjórnin gaf sér, eru brostnar. Allt dæmið, þarf að reikna upp á ný, meta á ný.
Ég er alls ekki hissa, að samningarnir hafi verið erfiðir, enda var ríkisstjórnin allan tímann að tala á þeim nótum, að skuldastaða ríkisins myndi vera vel viðráðanleg og ekki nema að litlu leiti verri hlutfallslega en skuldastaða Breta og Hollendinga. Það, þarf varla að koma neinum á óvart, að slíkur áróður var ekki til að auka samúð samingamanna Breta og Hollendinga, gagnvart okkar vandræðum.
Þannig, að ég raunverulega held, að ef við mætum til saminga á ný, og með réttar upplýsingar í farteskinu, og einnig nægar sannanir í farteskinu um að þær séu raunverulega rétta; þá muni samingar þvert á móti reynast, miklu mun auðveldari en áður. Enda, er það ekkert endilega, e - h sem Bretar og Hollendingar græða á, að Ísland verði að e - h konar fátæktarnýlendu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2009 kl. 23:51
Sæll enn Einar og takk fyrir pistilinn.
Mér sýnist að við séum komnir á sömu blaðsíðu í þessu. Ég er ekki að tala fyrir því að alþingi staðfesti samninginn. Ég hef verið hlynntur því að fella hann og tel eins og þú að við hljótum að geta lamið fram hagstæðari niðurstöðu með því að halda fram erfiðri stöðu okkar og laglegum rökum.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 8.7.2009 kl. 00:11
Menn geta síðan velt því fyrir sér að fyrst að 2-3 þús milljarða erlendar skuldir eru á barmi hins mögulega, hvernig datt fólki í hug að smella á þjóðarbúið margfeldi af þeirri upphæð á síðustu árum?
Erlendar skuldir innlendra fyrirtækja og einstaklinga við bankakerfið skömmu fyrir hrunið mældust tæpir 3000 milljarðar sem nemur væntanlega miklu hærri upphæð á krónugengi dagsins í dag.
Hvar átti hagkerfið að fá gjaldeyri til að standa skil á því við bankana?
Efnahagsstefna síðustu ára var jafn klikkuð að öllu leyti og icesave leiðangurinn. Íslenskir stjórnmálamenn eiga eftir að ræða þá hlið málsins.
Ólafur Eiríksson, 8.7.2009 kl. 01:57
Ég minnist þess, að ábendingar, þess efnis að skuldir þjóðarinnar væru orðnar allt of miklar, byrjuðu að streyma inn frá fræðimönnum, ári fyrir hrun - hið minnsta.
Man eftir grein, Gylfa, sem hafði titilinn "Ísland, skuldugasta þjóð í heimi" - eða e - h nálægt því, þegar hrunið var komið af stað, en áður en hann varð ráðherra.
Get ekki, munað fleiri titla. En,ég man eftir,að hafa lesið greinar,þ.s fram komu áhyggjur um, hvert við værum að stefna.
Svör ríkisstjórnar, Geirs H. Haarde, voru alltaf og ætíð, að allt væri í stakasta lagi. Að áhyggjur væru orðum auknar, að þó skuldir væru háar, þá væru verðmætar eignir á móti, þetta væru skuldir einkafyrirtækja fyrst og fresmt, engin ástæða að örvænta að féllu á ríkið,,,o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.7.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.