5.7.2009 | 18:34
Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag
Hér er niðurlag rammagreinar úr nýjasta hefti peningamála seðlabankans síðan í maí. Ágætis lesning sem gefur hugmynd um stöðuna þó að eitthvað hafi sigið á ógæfuhliðina síðan þetta var gefið út.
Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag
Samkvæmt bráðabirgðatölum um stöðu erlendra lána innlendra
aðila í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári, þ.e. eftir að Straumur-
Burðarás, SPRON, Sparisjóðabankinn og Baugur voru sett i greiðslu-
stöðvun eða gjaldþrotameðferð, námu skuldir innlendra aðila við
erlenda 2.500 ma.kr. eða sem nemur 175% af VLF ársins 2009 sam-
kvæmt þjóðhagsspánni. Af þessum skuldum námu erlendar skuldir
Seðlabanka, ríkissjóðs og sveitarfélaga 830 ma.kr., skuldir innláns-
stofnana sem nú eru að mestu í opinberri eigu 300 ma.kr. og skuldir
opinberra fyrirtækja um 500 ma.kr. Samtals námu skuldir þessara
aðila um 1.630 ma.kr. Erlendar skuldir einkaaðila, þ.m.t. fyrirtækja í
eigu erlendra aðila, námu 870 ma.kr. Búast má við að þessar skulda-
tölur hækki um u.þ.b. 600 ma.kr. síðar á þessu ári vegna lána sem
Evrópulöndum. Heildarskuld íslenskra aðila gæti þá numið um 3.100
ma.kr. eða um 220% af VLF ársins. Rétt er að geta þess að búist er
við að hægt verði að endurgreiða stóran hluta af þessu 600 ma.kr.
láni með andvirði erlendra eigna Landsbankans sem hægt verði að
selja á næstu árum. Í greinargerð sem fjármálaráðherra kynnti 17.
mars sl. er gerð grein fyrir áætlunum skilanefndar Landsbankans um
að hægt verði að fá 527 ma.kr. fyrir eignir bankans sem hægt verði
að nota til að endurgreiða þetta lán. Gangi þetta eftir verða hrein
útgjöld vegna innlánstrygginganna því 73 ma.kr.4 Eins og bent er á
í greinargerðinni eru allar slíkar áætlanir augljóslega mjög óvissar.
Á móti þessum skuldum eru erlendar eignir. Mikið af þeim
eignum sem enn eru skráðar sem erlendar eignir íslenskra aðila
eru væntanlega ekki mikils virði. Sumar aðrar eignir ættu hins
vegar að vera nokkuð tryggar og rétt skráðar, t.d. gjaldeyrisforði
Seðlabankans sem nemur 430 ma.kr. og erlendar eignir lífeyrissjóð-
anna sem nema 500 ma.kr. Þessir tveir liðir eru samtals 930 ma.kr.
Ef þessar eignir eru dregnar frá 3.100 ma.kr. skuld fæst hrein skuld
sem nemur 2.170 ma.kr. eða sem svarar rúmlega 150% af áætl-
aðri VLF ársins. Ef bætt er við eignum gömlu bankanna í Evrópu
sem verða seldar til að greiða niður lán vegna innistæðutrygginga í
þessum löndum sem nema 500 ma.kr., fæst hrein skuld sem nemur
1.670 ma.kr. eða sem svarar tæplega 120% af áætlaðri VLF ársins.
Rétt er að geta þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins er um 300
ma.kr. eða rúmlega 20% af VLF lakari vegna eigin fjár í fyrirtækjum
á Íslandi sem eru í eigu erlendra aðila. Þetta gefur hreina erlenda
stöðu sem nemur -140% af VLF ársins.
Rétt er að líta á þessar tölur sem efri mörk skuldabyrðarinnar
því sennilegt er að hér séu einhverjar eignir vantaldar og gera má
ráð fyrir að einhverjar skuldir til viðbótar muni falla brott vegna frek-
ari gjaldþrota.
Í grunnspá þessa heftis Peningamála er gert ráð fyrir um 2%
viðskiptahalla á þessu ári en að jafnvægi verði í viðskiptum við
útlönd á því næsta. Frá og með þeim tíma fer að myndast vaxandi
afgangur á viðskiptajöfnuði. Hrein skuldabyrði mun því lækka hratt
á næstu árum. Áætlað er að skuldin hafi lækkað um 100 ma.kr. árið
2011 eða um 8% af VLF og lækki hratt eftir það. Allar slíkar áætl-
anir eru auðvitað mjög viðkvæmar fyrir þeim vaxtaforsendum sem
miðað er við.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt þessu er staðan ekki svo slæm,mar fyllist bara bjartsýni..er það óhætt eða..!! Þetta er semsagt það sem við þurfum að punga út i erlendum gjaldmiðli ?? Svo er hitt kraðakið eftir,hér innanlands það er annað eins ??
Kv. Björn V.
Bon Scott (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:16
Hæ.
Þessi staða sem þarna er lýst ætti að vera vel viðráðanleg. Ég sé hinsvegar tvennt sem getur breytt þessu til verri vegar þannig að við lendum í miklu klandri. Annarsvegar að IMF og seðlabankanum takist að glutra gjaldeyrisvaraforðanum út í loftið. Hinsvegar ef icesave málið fer illa. Ef hvorutveggja gerist þá erum við í afar djúpum.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er hreint enginn bjáni og hann telur að við ráðum vel við stöðuna. Ég held reyndar að inn í því mati hans liggi sú skoðun að heimskreppunni létti fljótlega. Um það eru sérfræðingar hreint ekki sammála.
Fyrir mína parta þyrfti að losna við viss ákvæði úr icesave samningnum og helst koma þaki á greiðslurnar - sem öryggisventil. Og finna einhverja aðra leið í gjaldmiðilsmálunum en að afhenda fjárflóttamönnum gjaldeyrisvarasjóðinn. Að þessu loknu svæfi ég ágætlega. Allavega varðandi erlenda skuldastöðu og hættu á þjóðargjaldþroti.
Innanlandsmálin verða erfið - atvinnuleysið verður verst sýnist mér. En það er innansveitarkrónika sem ætti aldrei að þurfa að kosta okkur afsal auðlinda, eða einhverjar meiriháttar hrollvekjur. Það mál snýst alfarið um hvernig kökunni er skipt hér innanlands.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 5.7.2009 kl. 22:21
Þannig að - já bjartsýni er holl. Svörtustu spárnar í stöðunni eru bara yfirkot. Það er hreinn óþarfi að klúðra þessu.
Ólafur Eiríksson, 5.7.2009 kl. 22:24
En, hafðu í huga, að fjármálaráðherra, segir skuldabyrði af einungis 415 milljörðum, í erlendum gjaldeyri, vera á milli - 4,1% og 6,9% - af innkomu þjóðarbúsins erlendis.
Ég held, að þið séuð allt of bjartsýnir, því skv. mínum útreikningum:
3100/415 = 7,5
7/5 * 4,1 = 31,5% af útflutningstekjum
7,5*6,9 = 51,75% af útflutningstekjum
Þessir útreikningar, eru byggðir á skrifum Gylfa sjálfs, sem gaf upp tölurnar 4,1 - sem gerir ráð fyrir að útflutningstekjur muni vaxa um 4,4% næstu ár og 6,9 - sem gerir ráð fyrir engum vexti útflutnings tekna.
Það þarf að gera ráð fyrir skuldum fyrir eignasölu, einmitt vegna þess, að sú eignasala mun ekki fara fram fyrr en eftir nokkur ár. Krítíski tíminn, er einmitt sá tími er við erum að ganga í gegnum versta hluta kreppunnar, og að á sama tíma skuldum við sem mest.
Matið verður að vera byggt á, hvort mönnum finnst virkilega raunsætt, að hægt sé að ná fram gjaldeyrisafgang á milli 30% og 50%.
Ég þarf valra að taka fram, að þ.e. langt, langt fyrir ofan, þá afganga sem hæstir hafa verið á lýðveldistímanum.
Síðan einnig, að skv. þjóðhagsútreikningum, er ekki gert ráð fyrir afgangi.
Vegna óhagstæðs jöfnuðs svokallaðra 'þáttatekna' mun jöfnuður ríkisins við útl0nd vera neikvæður um cirka 1% öll árin út 2014.
Ég skil ekki alveg, hvernig ykkur dettur í hug, að þ. sé viðráðanlegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.