4.7.2009 | 19:37
Stjórnvöld eru að endurtaka mistök bankanna
Íslensku bankarnir voru líklegast dauðadæmdir löngu fyrir hrunið. Sumir segja að þeir hafi verið það þegar í litlu bankakreppunni 2006. Eina spurningin var hvenær vindurinn færi úr alþjóðlegu eignabólunni og útlánatöpin færu að hlaðast upp. Líka hvenær gjaldeyrisþurrð yrði hér á landi vegna allt of hárra erlendra skulda.
Þeir gerðu allt til að verða sér úti um meiri peninga eftir að alþjóðamarkaðir lokuðust. Icesave er skilgetið afkvæmi af þeim leiðangri. Edge hjá Kaupþingi os. frv. Þegar á leið virðast stjórnendur og stórir hluthafar lagst í fáránlegar fléttur til að halda uppi verði hlutabréfa til að afstýra hjöðnun verðbólunnar hér innanlands. Líkast til ólöglegar. Með þessu háttarlagi fóru þeir úr öskunni í eldinn.
Íslensk stjórnvöld tóku þátt í leiknum með því að lofa ríkisábyrgðum á innlánsreikninga, með yfirlýsingum um að seðlabankinn styddi bankana, með því síðan að lána þeim fé os. frv. Nú sitja þau uppi með landið í kreppu og stefna á svokallaða endurreisn atvinnulífsins. Vilhjálmur Egilsson og margir fleiri hrópa á lausnir til að komast í erlent lánsfé - aðgang að erlendum fjármálamörkuðum á ný. Það er þetta sem gerir að verkum að stjórnvöld kyngja ógeðsdrykk IMF og það er þetta sem knýr þau til að berja áfram icesave samninginn. Þetta er merkilega líkt ferðalagi bankanna og hefur alla burði til að enda á sama veg. Eða eigum við að segja framhald á sama rugli?
Það leiðir af sjálfu sér að atvinnuhættir á íslandi verða ekki endurreistir óbreyttir á næstu árum. Hér var hlutfallslega allt of mikill innflutningur. Meira erlent lánsfé lagar þetta ekki. Vandinn nú eru erlendar skuldir - Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske Bank gagnrýndi bankana 2006 og ekkert var á hann hlustað þá. Nú segir hann að sér sýnist skuldastaða íslands vera orðin því ofviða og veltir fyrir sér hvort að íslendingar gerðu ekki best að horfast í augu við þá stöðu og semja með þeim formerkjum um hluta-niðufellingu erlendra skulda við kröfuhafa. Á sama tíma berjast stjórnvöld á hæl og hnakka að komast í meiri erlend lán til að ...?
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.