4.7.2009 | 03:57
Sighvatur Björgvinsson fetar samviskuvilligötur
Sighvatur skrifar grein sem birtist á visir.is og kallar eftir samvisku þjóðar, eða öllu fremur snýr hníf í samviskusári þjóðar.
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi.
Þetta er athyglisverð framsetning hjá Sighvati. Það er nefnilega ekki auðvelt að rekja slóð peninganna frá Heidi - þýskum sparifjáreiganda og yfir til Nonna í Séstvallagötu þegar hann tekur bílalán og heldur vafasamt að sýna Nonna myndir af grátandi Heidi þegar bílalánið hans er komið í klessu og hann getur ekki borgað.
Fyrir það fyrsta virðast öll þessi "erlendu" lán sem veitt voru til bíla- og íbúðarkaupa á íslandi alfarið vera í íslenskum krónum. Útborgað lánið og afborganirnar eru í þeim gjaldmiðli. Þetta vekur spurningar hvort að erlendur gjaldeyrir frá Heidi hafi yfirleitt komið við sögu. Það sem við vitum hinsvegar er að íslensku bankarnir tóku gríðarleg lán á alþjóðamörkuðum; frá erlendum bankastofnunum, sjóðum og hvað þetta nú heitir allt saman. Megnið af því fór í brask erlendis og síðan hluti þess hingað til íslands. Auðvitað þurfti erlendan gjaldeyri til alls þessa innflutnings sem hér var umfram útflutning á liðnum árum og hann var tekinn að láni. En þegar Sighvatur keypti sér sparibrækur frá Kína í kaupfélaginu, cheerios í Nóatúni, eða bensín hjá N1 og borgaði fyrir með íslenskum krónum var hann að fremja viðlíka glæp og Nonni karlinn þegar hann var að kaupa sér bílinn með erlenda láninu. Hvorutveggja útheimti innflutning sem var fjármagnaður með erlendum lántökum. E.t.v frá Heidi ? Þetta lítur illa ekki vel út Sighvatur!
En var það Heidi sem borgaði brúsann, eða Hong-li-jung, japanskur ljósritunartæknir í barneignaleyfi hjá Toyota í Japan?
Ef Sighvatur hefði velt fyrir sér því píramíða og ponzi skím sem er alþjóðlegur fjármálamarkaður þá mundi hann skilja að þar verða peningar til fyrir ýmiskonar galdra seðlabanka og alþjóðlegra fjármálastofnana eins og hendi sé veifað. Innlagnir sparifjáreigenda í banka mynda ekki þann höfuðstól sem lánað er út af til annara leikenda á þeim markaði; eins og t.d íslensku bankanna. Fjármálaverkfræðin hefur fyrir löngu síðan yfirgefið þessar takmarkanir og nýir "peningar" til útlána verða til alveg jafn hratt og þeir hverfa núna í fjármálakreppunni og hvorki sparifé; Heidi eða Hong-li-jung koma málinu nokkurn hlut við. Alþjóða gjaldeyrismarkaðurinn veltir vöruskiptaverðmæti heimsins líklega á hverjum degi. Afleiður í alþjóða fjármálakerfinu nema tug- eða jafnvel hundruðföldum heimsviðskiptunum os. frv. Millibankalán þegar á veislunni stóð voru stjarnfræðilegar stærðargráður - Heidi vissi ekkert um það. Þessar erlendu lánastofnanir seldu síðan kröfunar í þrotabú ísl. bankanna fyrir fáeinar prósentur á alþjóðamörkuðum. Megnið af subbinu án þess að Heidi hefði nokkuð um það að segja eða yrði þess vör á sínum bankareikningi.
Það var ekki fyrr en veislan var nærri búin og íslensku bankarnir höfðu glatað lánstrausti - því að þeir höfðu svo lítinn og skrítinn seðlabanka á bak við sig - að þeir fóru að safna innlánum í evrópu. Að læknisráði matsfyrirtækja og með góðu samþykki eftirlitsstofnana. Það er þar sem Heidi og Hong-li-jung koma við sögu - eða hvað?. "Þeirra peningar" fóru e.t.v til að borga inn í skammtímaskuldahaug íslensku bankanna - og voru notuð til að auka enn útlánin eins og t.d í bretlandi - til eigna og fyrirtækjabraskara. Það er langur vegur að rekja þessa peninga til bílaláns Nonna, eða Sighvats sem keypti sér ipod í fríhöfninni út á Landsbankakortið sitt. Eða hvaða peningar voru þetta annars sem tryggðu þeirra innistæður - frá seðlabönkum viðkomandi ríkja, ríkissjóði þeirra sem lifir á veltunni af alþjóða fjármálamörkuðum?
Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara.
Sighvatur getur síðan velt því fyrir sér hvernig stendur á því að þessar massívu útflutningsmaskínur - þýskaland og Japan með alla sína sparifjáreigendur- létu frá sér allt þetta lánsfé á alþjóðamarkaði; e.t.v til þess að reyna að varðveita "spariféð" og til að skapa útflutning fyrir sínar eigin vörur!? Og þá í framhaldi - hvers virði er þeirra sparifé og þeirra vörur ef enginn hefur efni á að kaupa þær nema að taka lán frá þeim sjálfum, hvaðan koma annars vextir á peninga?
Heidi var í símanum áðan og hafði miklar áhyggjur af ástandinu hér á Íslandi; hennar sparifé er í engri hættu. Hong-li-jung var á msn og ætlar að gifta sig dverg í næsta mánuði. Hvorugt þeirra hefur neitt að athuga við íslenska almenning. Iceslave skandallinn er pólitískt vandræðamál sem snertir almenning ekki baun.
Þessi siðferðispredikun Sighvats nær ekki máli þó að vitaskuld sé öllum frjálst að stunda píslarvætti eins og þeim þykir henta. Það virðist helst bundið við stjórnmálamenn. Ég tek engan þátt í því hinsvegar og vísa samviskubiti Sighvats til föðurhúsa fyrir hönd íslensks almennings.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komu nokkurn tíma erlendir peningar við sögu þegar tekinn voru bílalán ,var þetta ekki látið heita myntkörfu lán til að villa um fyrir neytendum? Voru þetta ekki Íslenskar krónur tengdar við erlendar myntir ? Ef svo er þá er þetta svikinn vara sem var boðinn almenningi sem keyptu bíl á þessum lánum.
Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það.Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 09:07
Sæll Guðmundur.
Þessi lán eru að mínu mati jafn "erlend" og rigningin á suðurlandi. Hver veit hvaðan hún kom upphaflega? Varðandi lánin er þetta skilgreiningaratriði eftir því hvaða leið þau fóru í tölvukerfi bankanna.
Þar sem peningar eru hugmynd stutt tiltrú og ennfremur í dag -rafrænar færslur í tölvukerfum; þá er erfitt að meta hvað er erlent fé og hvað ekki. Allt er þetta hugarburður.
Mér skilst að það stefni í dómsmál vegna þessara lána, vonandi kemur eitthvað af viti út úr því.
Ólafur Eiríksson, 4.7.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.