1.7.2009 | 19:12
Til minnis um vinaþjóðir, auga fyrir auga....
Ef Færeyingar lenda í kreppu í framtíðinni - sem vonandi gerist ekki - þá lánum við þeim umyrðalaust 50 milljarða í einum slump með bestu heillaóskum. Það er jú það sem þeir gera fyrir okkur núna með því að lána okkur 3,5% af þjóðarframleiðslu sinni.
Lendi einhver hinna norrænu þjóðanna í kreppu -sem vonandi gerist ekki - þá lánum henni 2 milljarða. En einungis gegn því að hún fari í meðferð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fylgi plani hans. Þá fær viðkomandi þjóð 500 milljónir í slumpum ef hún stendur sig nægilega vel í niðurskurðinum og samþykkir að greiða öllum öðrum allar hugsanlegar skuldir í leiðinni. Þetta gerum við náttúrulega með heillaóskum enda sambærilegur vinargreiði og við njótum nú frá þeim eða 0.2% af þjóðarframleiðslu eða svo.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.