27.6.2009 | 13:53
Ábyrg og siðferðislega rétt stefna ríkisstjórnarinnar
Að loka 180 milljarða fjárlagagati á þremur árum í kreppu mun ekki takast nema brjóta allt og bramla. Eini hugsanlegi vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu er nýsköpun og aukinn útflutningur - hlutir sem tekur langan tíma að byggja upp við þokkaleg skilyrði. Ekkert er í pípunum sem getur mögulega vegið á móti þessum niðurskurði hjá ríkinu. Þessvegna munu tekjur þess falla samhliða því sem skorið er niður. Þetta mun valda enn verri og dýpri kreppu og hefur jafnvel burði til að leggja samfélagið í rúst þegar atvinnuleysið fer yfir 20%- eftir stendur síðan ríkissjóður með viðvarandi hallarekstur.
Auknar erlendar lántökur frá IMF og vinaþjóðum munu að mestu fjármagna fjárflótta úr landi ef marka má reynsluna. (AGS hefur þegar lýst þessu undir rós - fyrir þá sem vilja skilja málið) Og keyra ísland enn dýpra í óviðráðanlegt erlent skuldafenið sem er ærið fyrir. Eftir að hafa undirritað iceslave og tekið aukin lán verður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn húsbóndi hér yfir öllu sem of seint er að losna við og sæta verður öllum afarkostum sem hann setur. T.d að brytja niður heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bretar fá síðan aðgöngumiða í bitastæðar eignir gegnum ríkisábyrgð á iceslave.
Það sem fólk ruglast á er að hér hefur verið hægt að skapa hagvöxt um langt árabil með sí-auknum erlendum lántökum. Nú er það ekki hægt, þvert á móti verður að snúa taflinu við með því að minnka erlendar skuldir - atvinnustigið í landinu er með öllu óþekkt við þær aðstæður en auðvelt að sjá fyrir sér að það verður ekki glæsilegt þegar innflutning þarf að skera niður við trog. Allt í kringum okkur riðar peningakerfi heimsins á brún hyldýpis, hagvaxtarmódel vesturlanda er á gjörgæsludeildinni og það sér hvergi fyrir endan á þessu. Við þessar aðstæður er vöxtur út úr vandanum fjarlæg tálsýn. Enda þarf engan smáræðis vöxt til að breyta nokkru um stöðuna.
Inn í þennan efnahags-fellibyl ætlar íslenska ríkisstjórnin að teyma þjóðina með snöru um hálsinn og grjóthnullunga í báðum skóm. Fylgjandi stefnu sem hefur aldrei virkað, stefnu sem engin önnur þjóð ætlar að fylgja inn í kreppuna.
Þetta finnst þeim vera ábyrgt og siðferðislega rétt.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkv.fréttum ruv. í dag á að taka að láni 290 milljarða í viðbót til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Sí.og leggja nýjum fjármálafyrirtækjum til eigið fé,og að auki 70 milljarða til handa Landsvirkjun til að standa straum af kostnaði við endurfjármögnun....!! Þar með er heildar lántaka ríkisins að nálgast #eittþúsund milljarða# þetta er glórulaust.Svona ykkur að segja þá er ég orðin logandi hræddur....þetta endar með ósköpum.
Björn.
Bon Scott (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 23:04
Já, það sem mér líst ekkert á - fyrir utan icesave hrollvekjuna - er þetta ævintýri með gjaldeyrisvarasjóð. Einhverskonar tilraun til að lyfta upp krónugenginu og halda aftur af verðbólgu með lántökum. Það er lúxus sem ríki í okkar stöðu hefur ekki efni á.
Erl. spákaupmenn sem vilja flytja fé úr landi fagna líklega. Almenningur fagnar e.t.v þar til sjóðurinn tæmist. Helv. skuldirnar sitja síðan eftir og lækka krónugengið til framtíðar.
(og GM farinn á hliðina - hvað næst?)
Ólafur Eiríksson, 28.6.2009 kl. 01:03
Hef verið að lesa fyrri færslur þínar 'Oli,þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn,svo er eg að lesa " 'Islenska efnahagsundrið" Þvílíkt moð sem hefur átt sér stað í þessu blessaða landi síðustu árinn mar er bara orðlaus....
Björn V.
(Næst !! Við göngum í ESB,og allir breyttir jeppar bannaðir með einu pennastriki !!)
Bon Scott (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.