Leita verður nýrra leiða

Strax eftir bankahrunið hófust upp raddir að við þyrftum aðstoð erlendis frá - það var ekki gert nema í mýflugumynd ef frá er talinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Það verður að segjast eins og er að sú sending brást vonum - sjóðurinn hefur ekkert breyst og hagfræði hans ekkert lagast. Vesalings vinstri velferðarstjórnin þarf nú að gerast dósaopnari sjóðsins og skera upp hagkerfið eftir hans forskrift og gjörónýtri hagfræði.

Það virðist vera að framganga íslenskra viðskipta- og stjórnmálamanna í evrópu hafi skilað því að vinaríki okkar þar treysta sér ekki til að veita okkur aðstoð, tala okkar máli. Það er eitthvað mjög mikið að í öllum þessum samskiptum sem líkja má við stríðsátök fremur en samskipti siðaðra þjóða. Það breyttist ekkert við að skipta um ríkisstjórn eða yfirlýsingar um aðildarumsókn að evrópusambandinu.  Kannski sjá þessi ríki lofbóluhugmyndir okkar um flýti- og undanþáguinngöngu inn í ESB sem beint framhald af útrásarruglinu og hentistefnu kringum setningu neyðarlaganna eftir bankahrunið.Sjálf horfum við með andúð til evrópuþjóða og skiljum varla upp eða niður í þeirri hörku sem okkur er sýnd. Tugir bloggfærslna á dag fjalla um evrópuríkin af mikilli tortryggni og margir þykjast sjá að þau ásælist auðlindir okkar og vinni beinlínis að því að koma þeim undir sig.

Til viðbótar þessu öllu saman er íslenskt samfélag að losna á límingunum sakir tortryggni og reiði auk hefðbundinna víglína í afstöðu ESB, kvótamála, ríkisrekstrar os. frv sem blómstra sem aldrei fyrr. Framundan er síðan réttarfarsdrama sem mun að öllum líkindum jarða Baugsmálið að öllu umfangi til viðbótar við dýpkandi kreppu.

Mig langar að benda á hreint frábæra bloggfærslu Hans Haraldssonar; Álit og innistæða  sem súmmar vel upp stöðuna í icesave málinu. Mæli með að fólk lesi hana tvisvar enda finnst mér Hans finna þarna hreinan tón í öllu skvaldrinu.

Eftir öllu þau ósköp sem yfir okkur hafa dunið sitja íslensk stjórnvöld eftir í allt of stórum frakka. Við erum líklega með svipað stjórnsýslulegt flækjustig og milljónaþjóðirnar. Að fá síðan hlutfallslega stærsta bankahrun mannkynsögunnar í hausinn + milliríkjadeilur + kreppu og allt sem þessu fylgir er kerfinu og okkur algerlega ofviða - hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Að borga ekki og skella hurðum er augljóslega ekki valkostur í icesave málinu. Að undirgangast þessar skuldbindingar upp á von og óvon er jafn vonlaust. Aðildarumsókn að evrópusambandinu eins og málum er komið er útópía að mínu mati. Bæði vegna undanfarinna samskipta við það, en ekki síður vegna þess að þjóðin er klofin í herðar niður í afstöðunni til sambandsins. Fyrir utan að þangað eigum við ekkert erindi.

Nú þurfa íslensk gáfnaljós að leggja haus í bleyti og finna lausnir. Eins og Hans bendir á er fyrsta stig málsins að viðurkenna vandann. Það er spurning hvort að þriðji aðili geti komið að málinu og veitt okkur aðstoð og jafnað mál milli okkar og evrópuríkjanna. Ætli það væri möguleiki að leita í smiðju hins nýja forseta bandaríkjanna um aðstoð - n.b ekki beilát, eða skjól til að geta sent evrópu fingurinn. Diplómatískan stuðning allavega og milligöngu í samningum. Eða brutum við allar brýr að baki okkur gagnvart bandaríkjunum í herstöðvarmálinu?

Í öllu falli lítur núverandi átakasvæði - innanlands sem utan - ekki gæfulega út. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband