Stöðugleikasáttmáli ?

Það er enginn stöðugleiki í landi þar sem heimili og atvinnulíf eru að drepast úr skuldum. Læknirinn er geðveikur (IMF) og telur lausnina felast í að taka sjúklingnum blóð. Háir vextir og verðtrygging auka enn á ósjálfbært ójafnvægið sem er að ganga frá hagkerfinu með því að færa enn fjármuni frá skuldurum til lánadrottna. Fyrir utan að auka verðbólgu og grafa enn undan traustinu á krónunni.

Skera á niður atvinnustarfsemi með því að reyna að loka fjárlagagati ríkissjóðs sem engin leið er að loka í kreppu sem þessari hér. Tekjur ríkisins munu falla jafn hratt og niðurskurðarhnífurinn sker og gatið ekkert minnka. Ástæðan er einföld - einkageirinn er lamaður vegna skulda.  Framkvæmdir innanlands sem kosta lítið í gjaldeyri leggjast af og við sjálf hættum að starfa hvert fyrir annað því að við höfum ekki efni á því! Vitlausara verður það ekki.

Undir þessa hrollvekju selja íslensk stjórnvöld sig til þess að komast í erlent lánsfé undir afarkostum. Lánsfé sem búið er að lýsa yfir af hálfu AGS að verði notað til að borga með spákaupmönnum þeim sem veðjuðu á okurvexti seðlabankans á liðnum árum og þurfa nú nauðsynlega að flytja fjármuni sína úr landi. Æpandi nýfrjálshyggju sérfræðingar sjá ekkert athugavert við þetta því svo illa er þeim við gjaldeyrishöftin. Skítt með það þó að níðþungum erlendum skuldum verði enn bætt á hagkerfið sem er í greiðsluþroti gagnvart útlöndum nú þegar. Þetta halda menn að auki lánshæfið!

Við íslendingar höfum enn sjálfstæðan gjaldmiðil og eigum að nýta okkur full yfirráð yfir honum til að hjálpa okkur, en ekki til að fremja með honum sjálfviljugir efnahagslegt harakiri. Meðan versta kreppan herjar eigum við að fjármagna hallarekstur ríkissins með peningaprentun. Sú verðbólga sem af því hlýst verður að sjálfsögðu ekki þægileg, en mun viðráðanlegri í alla staði en þær hörmungar sem AGS og ríkisstjórnin ætla að kalla yfir okkur.

Þessari kreppu má að öllum líkindum afgreiða á 3 árum með því að ráðast í alvöru aðgerðir. Til þess verður að senda AGS heim, flytja allar skuldbindingar yfir í óverðtryggðar krónur, afskrifa skuldir í stórum stíl, hafna frekari erlendum lántökum, síðan er smekksatriði hvort aflétta beri gjaldeyrishöftunum í einu skoti, eða fara aðrar leiðir. Áherslan á að vera þannig að þeir sem vilja flytja fé úr landi geri það á markaðsforsendum á móti okkar útflytjendum sem selja þeim gjaldeyrinn.

Þeir sem vilja alls ekki þessa aðferð vegna eigin hagsmuna eru á villigötum. þeir munu ekkert hafa út úr þeirri vegferð sem hér er hafin undir AGS og mun valda langvinnu kreppuástandi og jafnvel þjóðargjaldþroti. Íslenskur verðbólguótti og endalaus undanlátssemi við fjármagnseigendur og "endurreisn" á þeirra forsendum mun leggja hér allt í rúst - þá líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla einfaldar hlutina mjög svo...er þetta of seint ?? Seðlaprentun !! Er leyfilegt að prenta og prenta út í eitt...ég bara spyr.?

Björn.

Bon Scott (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Björn, ég held að þetta sé allt saman vel mögulegt. Þetta eru innanhússákvaðanir hjá okkur. Að prenta peninga er góður siður og það er stundað um allan heim meira og minna. Það er reyndar gert með tölvufærslum í dag og kallað flottari nöfnum. Það kemur engum við hvað við prentum margar krónur til viðbótar þeim ósköpum sem urðu til hér síðastliðin ár. Hagkerfið er hvort eð er komið upp á rönd og verri hlutir framundan en verðbólga.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 25.6.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband