Hver lokaði í raun og veru á dómstólaleið Icesave málsins - og hvers vegna?

Voru það fulltrúar evrópuríkjanna eins og Ingibjörg segir í dv. í dag?

 "Til að taka af öll tvímæli, þá var það afstaða viðsemjenda okkar innan Evrópusambandsins, að dómstólaleiðin kæmi ekki til greina varðandi Icesave-innistæðurnar. Þetta var afdráttarlaus afstaða þeirra andspænis þeim rökum íslenskra stjórnvalda að tilskipun ESB um innistæðutryggingar miðaðist við hrun einstakra banka en ekki kerfishrun í einu landi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. "Það var mikið reynt að fá þá til að fallast á dómstólaleiðina en þeim var ekki hnikað."

Eða voru það íslensk stjórnvöld sem gerðu það eins og þessi frétt FBL frá 13. nóvember 08. ber með sér?

 

Efnahagsmál Samþykkt var á reglulegum samráðsfundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins með ráðherrum EFTA-ríkja að leysa deilur um erlendar innistæður íslensku bankanna með því að stofna fimm manna gerðardóm.

Fundur fjármálaráðherranna var haldinn í Brussel 4. nóvember. Tveimur dögum síðar sagði Ísland sig frá gerðardóminum, segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir að fulltrúar ESB hafi óskað eftir því að trúnaður ríkti um gerðardóminn, og því hafi hann ekki greint frá tilvist hans. Eftir að Fréttablaðið fékk staðfestingu á efni fundarins taldi Árni rétt að skýra sín sjónarmið í málinu. Árni segir að eftir að fjármálaráðherrarnir hafi komið sér saman um gerðardóminn hafi embættismenn ESB tekið við málinu. Þeir hafi hins vegar verið algerlega andsnúnir því að niðurstaða gerðardómsins yrði bindandi, og breytt verkefninu í óformlegt lögfræði-álit. Þeir hafi að auki viljað víkka út umfjöllunarefni dómsins, og fjalla um aðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar í fjármálakreppunni, þar á meðal neyðarlög sem ríkisstjórnin setti. Engin leið var að sætta sig við það, segir Árni.

Að auki steytti á því að embættismennirnir sömdu þær spurningar sem gerðardómurinn átti að svara, sem Árni segir að hafi ekki tekið á málum sem stjórnvöld á Íslandi hafi talið mikilvæg. Að lokum hafi verið ljóst að íslensk stjórnvöld fengju ekki að flytja sitt mál fyrir gerðardóminum.

"Það er svekkjandi að ekki skyldi koma út úr þessu það sem til stóð. Við hefðum viljað fá lagalegan grundvöll undir þetta, en vinnubrögðin voru þannig að það var ekki hægt," segir Árni. Reynt hafi verið í tvo daga að snúa aftur til þess fyrirkomulags sem ráðherrarnir hafi ákveðið, en þegar það hafi ekki gengið hafi íslensk stjórnvöld sagt sig frá gerðardóminum. Fimm lögspekingar frá stofnunu ESB, EFTA og EES áttu að eiga sæti í hópnum, og komu fjórir þeirra saman eftir að hann var skipaður. Fimmti maðurinn vildi ekki starfa á þeim forsendum sem ESB lagði upp með, segir Árni.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, staðfesti í gær að Ísland gæti ekki vænst þess að fá alþjóðlega lánafyrirgreiðslu fyrr en "eftir að samkomulag hefur náðst milli Íslands og vissra aðildarríkja ESB um (…) innistæðutryggingar og vernd erlendra innistæðueigenda" í íslensku bönkunum. - bj, aa

Þetta vekur upp margar spurningar um hvað raunverulega gerðist. Þessar fullyrðingar Ingibjargar verða harla furðulegar þegar hitt er lesið. Þarna virðast t.d fjármálaráherrar evrópusambandsríkja hafa viðurkennt einhvern ágreining og viljað hann fyrir gerðardóm. Það styður að tilskipun um innistæðutryggingar sé ekki skýr.

Það mætti segja mér að fleiri fiskar lægju undir steini í þessu máli. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 38995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband