Undirritun icesave jafngildir yfirlýsingu um þjóðargjaldþrot

Nú staðfestir Tryggvi Þór Herbersson  það sem reyndar lá fyrir og ég hef bloggað um áður að vextirnir af icesave séu ekki forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Þetta þýðir að við fáum þá alla í hausinn. Það má fastlega reikna með að þessi pakki fari í 500 milljarða eins og horfurnar eru í heimshagkerfinu. Lágmark.

Til að bæta síðan enn gráu ofan á svart er um fjórðungur af eignum gamla Landsbankans í skuldabréfi sem nýi Landsbankinn borgar af. Þ.e tæpir 300 milljarðar sem þarf að greiða út úr landi í erlendum gjaldeyri þar til viðbótar við allt annað á næstu árum.

 

“Miðað við að innlánskröfur, sem eru alls um 1.330 milljarðar króna og að langstærstum hluta vegna Icesave- innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi, séu forgangskröfur, þýðir þetta að um 83% fást upp í forgangskröfur miðað stöðuna 30. apríl síðastliðinn,” segir í frétt mbl.is. Þá segir að heildarvirði eigna Landsbankans 30. apríl 2009 sé metið 816 milljarðar króna en við þá fjárhæð bætist svo 284 milljarða króna greiðsla frá Nýja Landsbankanum (NBI hf.) sem er gagngjald fyrir þær eignir sem fluttar voru yfir til Nýja Landsbankans í byrjun október á síðasta ári. Þessi fjárhæð sé þó háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið.

Þetta er af eyjunni.

Það er vonlaust mál að við ráðum við þetta, það er mín skoðun eins og sést á fyrirsögn færslunnar. Ég vísa á rammagrein í hefti peningamála seðlabankans frá því í maí, þar er gert ráð fyrir tæpum 80 milljörðum vegna icesave, nú sést að það er margföld sú upphæð. Vextir af icesave virðast hærri en gert er ráð fyrir þar, viðskiptahallinn á árinu meiri - í stuttu máli var seðlabankinn varla búinn að senda peningamál frá sér fyrr en þau voru úrelt vegna hraðversnandi stöðu. Sem er n.b enn að versna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er rökrétt og vel skrifað.  Og óskiljanlegt að fólk segi að við getum ekki farið með Icesafe fyrir dóm. 

EE elle (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband