Hugsum okkur Sviss

Ég sé á bloggi að t.d Mörður Árnason og fl. hafa eftir langa íhugun komist að þeirri Salómonsniðurstöðu að best sé að skrifa undir icesave samninginn. Út frá margvíslegum forsendum náttúrulega.

Hugsum okkur Sviss;

Að svissneska bankakerfið hryndi alveg til kaldra kola og ríkið setti neyðarlög um leyfarnar til að halda samfélaginu gangandi. Að hlutabréfamarkaðurinn hjá félli um 90% og nærri öll þeirra stærstu fyrirtæki yrðu gjaldþrota. Að þriðjungur svissneskra heimila væri tæknilega eignalaus og 75% allra fyrirtækja í Sviss gjaldþrota til viðbótar við flest sveitarfélög og opinber fyrirtæki.  Að gjaldeyrishöftum hefði verið komið upp eftir að svissneski frankinn glataði stöðu sinni sem alþjóðlegur gjaldmiðill og væri einungis nothæfur til heimabrúks eftir að hafa hrunið að verðgildi m.v aðra gjaldmiðla.

Eigendur svissnesku bankanna væru horfnir úr landi til Bretlands og svissarar væru á sinni þriðju ríkisstjórn eftir hrunið. Eftir hróp almennings væri Eva Joly mætt á svæðið til að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri líka mættur á svæðið og úthlutaði þeim skilmálum að skera þyrfti niður fjárlög svissneska ríkisins niður við trog í verstu kreppu síðan 1930 á sama tíma og tekjur þess væru í frjálsu falli. Atvinnuleysið í sviss væri komið í 10% og landflótti brostinn á. Afgangur af viðskiptum við útlönd færi allur í afborganir og vexti af erlendum lánum og nettó útkoman væri stór mínus þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í innflutningi.

Þá mundu nágranna- og vinaþjóðir mæta á svæðið og krefjast þess að þeir skrifuðu upp á risalán fyrir innistæðum útlendinga sem töpuðu peningum í útibúum svissnesku bankanna utan sviss. Lán sem er mun hærra en allar árlegar útflutningstekur svisslendinga. Skilmálar lánsins væru einhliða og vextirnir hreint okur og endurgreiðslan í þeirra heimagjaldmiðlum. Þær neituðu að taka málið fyrir dómstóla en krefðust þess að sviss setti sjálft lög um að það bæri ábyrgð á öllu heila klabbinu! Til að knýja þetta fram beittu þessar nágranna- og vinaþjóðir alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk aðdróttana um viðskiptaþvinganir og útskúfun sviss úr alþjóðasamfélaginu.

Mundi maður áfellast svisslendinga fyrir að hafna samningnum?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband