Er Gunnar Birgisson síðasti geirfugl deyjandi stéttar?

Gunnar Birgisson er mikið í umræðunni. Hann er að ýmsan hátt fulltrúi fyrir íslenska höfðingjastétt fyrri tíðar. (varla hægt að tala um stétt samt, fremur einvalda)  Eftirminnilegasti fulltrúi hennar á síðari tímum er örugglega  Davíð Oddson. Þetta eru sterkir karkaterar, oftast nær ljóngáfaðir, en þó ekki alltaf. Í þrengra samfélagi geta þeir verið nautheimskir orkuboltar - ég nefni engin nöfn samt.  Þeir deila og drottna í veldi sínu og undir þeim er fylking hirðmanna sem fylgir þeim allt til grafar og þyggur náttúrulega molana sem falla af borðum höfðingjanna. Sjálfstæðisflokkurinn nánast allur lenti í þessu undir Davíð undir það seinasta.

Ætli ferillinn hjá hjá svona týpum sé ekki oftast svipaður, þeir byrja á því að gera góða hluti. Krafturinn og samþjöppun valdsins gerir þeim kleyft að standa að miklum breytingum og framförum. En þegar á líður verður styrkur þeirra til vandræða. Þeir hætta að taka tillit til skoðana annarra og fara sífellt frjálslegar með vald sitt og enda loks í einhverju erki-klúðri jafnvel þó að þeir hafi allar götur talið sig vera að gera góða hluti og viljað vel.

Trixið fyrir svona menn er að vera uppi á réttum tímum þegar hentar. Winston Churchill virkaði örugglega betur einn og sér en hið fullkomna lýðræði hefði gert í bretlandi á stríðsárunum. Hvernig sem það lítur nú út, en það er önnur saga.

Þegar valdaferlum svona jöfra lýkur tekur lágróðurinn við og það virðist vera sem löng valdaseta höfðingja af þessu tagi sé ekki mjög uppbyggileg fyrir blómlegan lágróður. Í kjölfar þeirra fylgir of valdavakúm og ráðleysi þegar ráðvilltir meðreiðarsveinar þurfa að sortera hlutina upp á nýtt. 

Með sífellt auknum kröfum um gagnsæi, aukið lýðræði, og fl. sem fylgir samtímanum veltir maður því fyrir sér hvort að það sé pláss fyrir svona karaktera. Einnig hvort að það taki því að sakna þeirra yfirleitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ágætis analísa!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband