Gjaldþol ríkisins ekki í hættu?

Það veit enginn hvers virði þessar eignir eru. Sama fólk og missti af öllum fyrirboðum kreppunnar getur ekki vitað mikið um framtíðina og þar með eignasafn Landsbankans. Eina verðmatið sem hægt er að taka mark á er söluandvirði þess í dag.

Við vitum heldur ekki hvort að íslensku neyðarlögin halda.

Vextirnir af icesave eru aftar í kröfuröðinni í eignir Landsbankans og líklegast verðum við að borga þá alla sjálf. Jafnvel þó að eignirnar samsvari bjartsýnasta mati á framtíðarverðgildi þeirra.

Erlend risalán sem stendur til að taka verða notuð til að aflétta gjaldeyrishöftunum og niðurgreiða fjárflótta út úr landinu sem er óumflýjanlegur. Það er borðleggjandi að megnið af þessum fjármunum munu glatast við það ævintýri IMF eins og fordæmi eru fyrir. Eftir standa skuldirnar og þetta mun ganga endanlega frá gjaldþoli ríkisins gagnvart útlöndum sem er ekki beysið fyrir.

Með fullri virðingu og aðdáun fyrir persónu Jóhönnu Sigurðardóttur þá veit hún nákvæmlega ekkert um gjaldþol ríkisins. Prófessor Aliber sagði að fólk valið af handahófi úr símaskrá hefði ekki geta staðið sig verr við stjórn landsins - það hefur lítið breyst sýnist mér. IMF er enn vopnaður sömu delluhagfræði og hann hefur notað með vondum árangri síðustu áratugi.

Aumingja Jóhanna að standa í þessu. 

 


mbl.is Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband