17.6.2009 | 20:10
Fáum þennan í IceSave samningana
Hann má gjarnan vera á gröfunni.
Eyðilagði íbúðarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu einn þeirra sem trúir því að það leysi allt með því að borga ekki þá samninga?
Heldur þú að viðskipti munu bara ganga sinn vanagang á Íslandi ef það verður neitað að borga?
Ég vona að ríkið(við) borgum því það mun, það er ekki spurning, það mun verða hræðilegt ef það verður ekki.
Viðskipti við önnur ríki munu hljóta mikinn skaða af og ástandið mun versna til muna. Ekki bara viðskiptalega heldur útflutningslega fyrir Íslendinga.
Samningum verður rift og við þurfum atvinnuleyfi(grænt kort) til að fara til Noregs, Þýskaland eða Spánar. Fólk sem býr erlendis þyrfti að flytjast burt ef það hefði ekki verið nógu lengi í landinu og það þýðir að allt það fólk sem flúði mun þurfa að snúa við.
Þetta er því miður það sem ég held að muni gerast og ég sé ekki nokkurn mann hugsa út í það.
Segist tala fyrir fólkið en er í raun bara að hugsa um eigin hagsmuni og hvað er það fólk þá?
Júlíus (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:41
Svo er auðvitað alltaf spurningin um að leita réttar okkar fyrir hlutlausum dómstóli. Ég veit svosem ekki hvaða dómstóll það getur verið, en ýmsir löglærðir menn hafa þó bent á þessa leið, þannig að eitthvað hlýtur að vera til í því. Sem sagt, við förum með þessa IceSave deilu fyrir dómstóla og þar mun reyna á regluverk ESB, sem ESB er einmitt skíthrætt við, vegna þess að þetta er hriplekt regluverk og ESB gæti vel tapað málinu. Ef við vinnum málið, þá borgum við ekki, en ef við töpum málinu borgum við. Það er einungis verið að tala um að þegar um jafn gríðarstórt hagsmunamál og þessa IceSave samninga (sem eru dýrari á hvern Íslending heldur en Versalasamningurinn var fyrir hvern Þjóðverja eftir fyrri heimstyrjöld), þá þýðir ekki að drífa bara málið af eins og um einhverja smámynt sé að ræða. Málið er bara það að Samfylkingin vill ekki styggja ESB vegna þess að þá getum við gleymt því að komast þangað inn. Það verður semsagt afar dýr aðgöngumiðinn fyrir okkur í það partý.
Svo getum við auðvitað farið aðra og diplómatískari leið, með því að hóta því að fara með málið fyrir dómstóla og nota hræðslu Breta og ESB við slík málaferli til að knýja fram sanngjarnari samning. Til dæmis gætum við samið um að Bretar greiddu helming þeirrar upphæðar sjálfir sem eftir stendur þegar búið er að losa um allar eignir Landsbankans. Þannig væru ríkir hagsmunir fyrir Breta að fá sem mest út úr eignunum og því reyndu þeir allt til að koma í veg fyrir að eignirnar yrðu seldar á brunaútsölu. Eins þarf að gera eitthvað varðandi þessa 5,5% vexti, sem eru bara rugl.
Muddur, 17.6.2009 kl. 22:48
Ég er með tillögu.
Landsmenn ættu að fjölmenna við eignir sökudólganna, bæði við sumarhúsin, einbýlishúsin, íbúðirnar, bíla og aðrar eigur þessara manna og eyðileggja þær. Það væri réttlæti í því. Og margur fengi útrás fyrir réttláta reiði sína í leiðinni.
Svona mætti skipuleggja og senda svo skilaboð í SMS eða tölvupósti, svo enginn viti fyrirfram hvert á að halda, nema þeir sem ætla og vilja vera með. Ég hef grun um að það séu margir.Dexter Morgan, 17.6.2009 kl. 23:31
Þau atriði sem þú telur upp Júlíus - jafnvel þó að rétt reynist - eru í mínum huga lítilfjörleg m.v þá framtíð sem lögð eru drög að með samþykkt IceSave, auknum lánum frá IMF og nágrannaríkjum, og hraðferðarsamningum inn í evrópusambandið gegn afslætti á kröfum um okkar sérstöðu.
Þessi hugmyndir eru jafn galnar og íslenska banka- og hringrásarævintýrið að mínu mati.
Ólafur Eiríksson, 18.6.2009 kl. 04:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.