16.6.2009 | 18:05
Óskiljanlegt plan IMF
Bankakerfið er orðið fullt af krónuinnlánum, vel á annað þúsund milljarðar þar. Höfuðstóll Jöklabréfa og hluti vaxtanna eru enn innan gjaldeyrishaftana í ýmiskonar pappír. Okurvextir og verðtrygging stuðlar líklega enn að því að auka þetta peningamagn og þar með þann hluta sem vill sleppa út fyrir landsteinana. (og skuldir landsmanna að sama skapi)
Gjaldeyrisvarasjóðurinn sem taka á að láni hjá nágrannaþjóðunum hlýtur að fara í að niðurgreiða gjaldeyri fyrir þetta fjármagn þegar það flýr landið með léttingu gjaldeyrishaftana. Það staðfestir Franek með orðum þeim sem höfð eru eftir honum í fréttinni. Hann er því ekki sammála þeirri furðulegu túlkun stjórnvalda að gjaldeyrisvarasjóðurinn verði aldrei notaður. Auðvitað verður hann notaður, menn gera sér bara vonir um að hann endurheimtist eftir að útflæðið hættir - þegar fjármagnið fer að koma aftur inn í landið. Það gæti nú aldeilis orðið bið á því eins og málum er komið.
Traustið innanlands er ansi lítið, traustið á ríkisbönkunum alveg við frostmark. Fjöldi manns mun flýja með sína peninga í burtu bjóðist niðurgreiddur gjaldeyrir, til viðbótar við fyrrverandi Jöklabréfapeningana. Jafnvel á gengi dagsins í dag.
Eftir munu skattgreiðendur sitja með sárt ennið, engu bættari með enn auknar erlendar skuldir á herðunum eftir ævintýrið. Það á sem sagt að redda heimatilbúinni og viðvarandi offramleiðslu á krónum með erlendum lántökum. Þetta bítur allt í skottið á sjálfu sér.
Til að komast í þessa frábæru lausn stendur til að samþykkja icesave með hraði - enn meiri erlendar skuldir þar.
(viðbót)
Væri ekki nær að reyna að koma einhverju af þessu peningaflóði inn í fyrirtæki landsins með einhverjum hætti - búa til fjárfestingafélög eða einhver tæki þannig að hægt væri að fjárfesta í atvinnulífinu í stað þess að lagera það gjaldþrota inni í bönkunum á spena ríkisins!?
Stýra þarf skipinu af varfærni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.