15.6.2009 | 07:53
Þó nú væri
Fulltrúar vinaþjóða okkar hafa vafalítið áttað sig á því fyrir löngu - sem nú er að renna upp fyrir íslensku þjóðinni - að hér voru fæstir hlutir í lagi.
Hér sitjum við örfár hræður á risavöxnum náttúruauðlindum og höfum stýrt okkar málum á þann hátt að hópur valinn af handahófi úr símaskránni hefði ekki staðið sig verr - að mati bandarísks sérfræðings. Verstu rugl- og gervikenningar hagfræðinnar sem kenna má við visa-rað og kúlulánasérfræði hafa heltekið íslendinga sem hafa fyrir bragðið trúað á að ósýnileg hönd markaðarins bjargaði þeim örugglega fyrir næsta horn frá sívaxandi skuldahrollvekju innanlands sem utan. Alltaf og að eilífu.
Kerfisbundin veruleikahönnun auglýsinga- og almannatengsla hrærði gamla kunningjasamfélaginu inn í eitt allsherjar sveitaball græðgis- og draslvæðingar þar sem siðferðislegum, menningarlegum og efnahagslegum gildum var kastað á eldinn á meðan fjölmiðlar horfðu út um gluggana í stað þess að líta dansgólfið gagnrýnum augum. Í boði hins nýja eða gamla auðvalds.
Það eru hvorki góðir mannasiðir eða diplómasía að útskýra þetta fyrir gestgjöfum sínum á ráðherrafundi og mun kurteislegra að lofa stuðningi við hugmyndir þeirra um aðild að ESB sem er þó hvorki lausn á nokkrum hlut í bráð né lengd.
Vinir okkar á norðurlöndum kunna sína mannasiði.
Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki aetla ég ad rengja thín ord....enda sönn. Sammála.
Ó Ó Ó í svetinni í sveitinni ég rollu sá éta gras og hamsaflot vid dúkad bord (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:32
Hvaða sveit var það eiginlega?
Ólafur Eiríksson, 15.6.2009 kl. 08:38
Í sveitinni thar sem their dúka med rósóttu dúkunum.
Ó Ó Ó í svetinni í sveitinni ég rollu sá éta gras og hamsaflot vid dúkad bord (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:43
Nú gerist ég öfundsjúkur, þessu hef ég alveg misst af. :)
Ólafur Eiríksson, 15.6.2009 kl. 08:51
Voru þetta ekki sömu lönd og styrktu okkur í vitleysunni um að komast í Öryggisráðið?
Viðar Fr. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.