12.6.2009 | 00:17
Aðdragandi IceSave pilsfaldakapítalisma
Vísir er að lýsa áhlaupinu á innlánsreikninga Kaupþings í bretlandi í fréttum dagsins. Hvað sem segja má um íslensku bankana þá var það þetta áhlaup sem endanlega gerði út um Kaupþing.
Nú sitjum við í icesave súpunni sem kalla má pilsfaldakapítalisma. Þ.e almenningur blæðir fyrir banka. Innistæðutryggingakerfi EU var þó greinilega hannað með það að markmiði að þetta gerðist ekki. Sjá t.d hugleiðingu Jóns Helga Egilssonar á pressunni.
4. Tilskipun ESB um innstæðutryggingar kveður á um ríkisábyrgð.
Tilskipun ESB segir að aðildarríki beri að tryggja að til staðar sé tryggingarsjóður fyrir innstæðueigendur sem tryggi lágmarksvernd. Ekkert er kveðið á um útfærslu eða hvað gerist ef sjóður tæmist. Ekki er gerð krafa um ríkisábyrgð.
Hér er örstuttur aðdragandi þess að þetta breyttist. Northern Rock bankinn í bretlandi varð fyrir áhlaupi þegar kvisaðist út um slæma stöðu hans haustið 2007 og fékk hann neyðarlán, síðar varð hann þjóðnýttur eða í febrúar 2008. Þetta hafi sín áhrif á bankamarkaðinn í bretlandi þ.e samkeppnisgrundvöll banka. Þann 3. okt 2008 er staðan orðin svona. (Glitnir var þjóðnýttur 29. sept)
Worried savers have been pouring money into Rock, nationalised in February just months after the first run on a British bank since the 19th century. They have been attracted by a cast-iron government guarantee on its deposits introduced last year and designed to stem panic withdrawals.
Sama dag er þessi frétt á Bloomberg fréttaveitunni:
Oct. 3 (Bloomberg) -- Prime Minister Gordon Brown's government brought forward plans to boost the backing for U.K. bank deposits after a stronger guarantee in Ireland prompted British savers to move their funds abroad.
The U.K. bank regulator raised the value of deposits it insures to 50,000 pounds ($88,500) from 35,000 pounds, scrapping a three-month consultation with banks on the issue. Some British savers sought sanctuary in Irish banks after Sept. 29, when the government in Dublin guaranteed 100 percent of deposits.
Brown hækkar innistæðutryggingarnar til að svara því þegar Írska ríkið tryggði allar innistæður í bönkum þar til að afstýra fjárflótta úr breskum bönkum yfir til Írskra. Breskir bankar voru heldur ekki hrifnir af aðgerum Íra. (úr sömu grein af bloomberg)
Banks in the U.K. say a decision by the Irish government to guarantee all bank deposits will distort competition at the same time authorities are struggling to cope with a seizure in global credit markets.
Aðgerðir breta við að bjarga Norhern Rock og ábyrgjast innistæður í honum hrundu af stað keðjuverkun sem var óstöðvandi, tryggja þurfti allar innistæður til að ekki yrði áhlaup. Þetta skapaði að sjálfsögðu ágreining innan ESB og þann 7. október gefur ECOFIN (efnahags- og fjármála strumparáð ESB) út 12 blaðsíðna kver sem fjallar um viðbrögð við bankakrísunni og er ansi fróðleg lesning.
While the exceptional circumstances prevailing at the moment have to be duly taken into account when applying the State aid rules to measures addressing the crisis in the financial markets the Commission has to ensure that such measures do not generate unnecessary distortions of competitions between financial institutions operating in the market or negative spillover effects on other Member States.
Ennfremur:
A significant distortion of competition may arise if some market players are excluded from the benefit of the guarantee. The eligibility criteria of financial institutions for coverage by such a guarantee must be objective, taking due account of their role in the relevant banking system and the overall economy, and non-discriminatory so as to avoid undue distortive effects on neighbouring markets and the internal market as a whole. In application of the principle of non discrimination on the grounds of nationality, all institutions incorporated in the Member State concerned, including subsidiaries, and with significant activities in that Member State should be covered by the scheme.
Sama dag og þetta er gefið út var íslenska ríkið að þjóðnýta Landsbankann og í gangi áhlaup á Kaupþing og 10% innistæðna hreinsaðar út sem urðu bankanum endanlega að falli. Fróðlegt að velta því fyrir sér að í þessu ferli verður ofan á að innistæður séu ríkistryggðar í stað þess að sjálfstæðir innistæðutryggingasjóðir séu látnir duga. Viðbrögðin við kreppunni gerðu út um eðlilega samkeppni á breskum bankamarkaði og þvinguðu líklegast íslensk stjórnvöld til að líta eins á málið og ábyrgjast fyrir sinn hatt innistæðutryggingar þær sem enn er deilt um - sem dugði þó ekki til að bjarga bönkunum þegar upp var staðið.
Sérstaklega er athyglisverð klausan um að ríki sem grípa til aðgerða verði að huga að því að valda ekki nágrannaríkjum tjóni og taka tillit til dótturfélaga. IceSave var sem kunnugt er í dótturfélagi Landsbankans á bretlandi. Í þessari flækju allri er skiljanlegt að bretar hafi lítinn áhuga á því að útkljá hlutina fyrir dómstólum, það gæti orðið snúið.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.